Færslur: Tsjad

Dauðarefsing afnumin úr lögum Mið-Afríkulýðveldisins
Þing Mið-Afríkulýðveldisins ákvað í dag að afnema dauðarefsingu úr lögum landsins. Forseti þingsins greindi frá þessu í dag en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu frá árinu 2013.
Forseti til 30 ára sækist eftir endurkjöri
Kjörstaðir voru opnaðir í forsetakosningum í Afríkuríkinu Tsjad í morgun. Idriss Deby Itno forseti landsins býður sig fram í sjötta kjörtímabilið í röð en hann hefur verið forseti landsins í rúm þrjátíu ár.  
11.04.2021 - 11:44
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Vígamenn Boko Haram urðu tíu að bana
Vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu í dag tíu almenna borgara og rændu sjö í árás á þorpið Tenana við Tsjad-vatn.
01.08.2020 - 00:13
Þúsund vígamenn felldir við Tsjad-vatn
Stjórnarherinn í Tsjad kveðst hafa fellt eitt þúsund vígamenn úr Boko Haram við Tsjad-vatn. 52 hermenn létu lífið í aðgerðinni að sögn Azem Bermendoa Agouna, talsmanns hersins. 
10.04.2020 - 04:49
Harðstjóri í frí frá ævilöngu fangelsi vegna COVID-19
Fyrrverandi einræðisherra og harðstjóri í Tjad, sem dæmdur var i ævilangt fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni, hefur fengið tveggja mánaða leyfi frá afplánun vegna COVID-19 faraldursins. Stjórnvöld í Senegal hyggjast nota fangelsið sem hann er vistaður í undir nýja fanga og þar verður líka sér deild fyrir fanga sem greinast með COVID-19. Er þetta gert til að varna útbreiðslu farsóttarinnar í öðrum fangelsum landsins.
07.04.2020 - 04:06
Meira en níutíu féllu í árás Boko Haram
Níutíu og tveir hermenn féllu og 47 særðust í árás hryðjuverkasamtakanna Boko Haram á bækistöð hersins í Tsjad í fyrradag. Idriss Deby, forseti Tsjad, greindi frá þessu í gærkvöld og sagði þetta mesta manntjón sem herinn hefði orðið fyrir.
25.03.2020 - 09:23