Færslur: Tryggingastofnun

Bilanir hjá Tryggingastofnun og Arion banka
Bilun í fjarskiptakerfi leiðir til þess að símsvörun og afgreiðsla hjá Tryggingastofnun verður takmörkuð í dag. Einnig hefur komið upp bilun í kerfum Arion banka sem veldur rekstrartruflunum í appi bankans.
01.06.2022 - 14:57
Enginn vildi kaupa Tryggingastofnunarhúsið
Svokallaður Laugavegsreitur á horni Laugavegar og Snorrabrautar, þar sem Sjúkratryggingar og Tryggingastofnun voru áður til húsa, er nú kominn í almennt söluferli eftir að engin tilboð bárust. Á reitnum standa byggingar sem eru yfir átta þúsund fermetrar og tilheyra fjórum húsnúmerum.
Tryggingastofnun hafi ekki gætt að skyldu sinni
Hvorki Tryggingastofnun né úrskurðarnefnd velferðarmála sinntu hlutverkum sínum sem skyldi þegar beiðni föður um breytingu á umönnunarmati barna hans var synjað. Þetta segir í tilkynningu á vef umboðsmanns Alþingis.
Sjónvarpsfrétt
Óvinnufær vegna verkja en fær ekki fjárhagsaðstoð
Kona sem lifir við daglega verki kemst ekki að hjá sjúkraþjálfara í Ólafsvík þar sem hún býr. Vegna þessa uppfyllir hún ekki kröfur um fjárhagslegan stuðning og hefur verið tekjulaus síðan í sumar.
Vill frekari svör um athugun á synjun örorkulífeyris
Umboðsmaður alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu um yfirferð ráðuneytisins á framkvæmd Tryggingastofnunar þegar kemur að synjun á örorkulífeyri til ungs fólks.
Ber að birta nöfn starfsmanna við ákvarðanir
Tryggingastofnun ber að birta nöfn starfsmanna, sem standa að baki ákvörðunum stofnunarinnar, þegar þær eru birtar.
10.08.2021 - 18:53
Gæti haft áhrif á greiðslur til fjölda fólks
Svo kann að vera að Tryggingastofnun hafi skert greiðslur til fjölda fólks með því að rangtúlka greiðslur sem það fékk úr erlendum almannatryggingasjóðum. Umboðsmaður Alþingis hefur gert úrskurðarnefnd velferðarmála að taka aftur til meðferðar mál konu sem fékk skertar greiðslur hér vegna greiðslu úr þýskum sjóði. Lögmaður konunnar segir að málið sé áfellisdómur yfir Tryggingastofnun.
Félög eldri borgara vilja örugg sæti á listum flokkanna
Öllum stjórnmálaflokkum hefur verið send áskorun um að tryggja eldri borgurum örugg sæti á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar í haust. Eldra fólk vilji komast á þing til að hafa áhrif.
Skerðingar brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því á þriðjudag að máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu verði vísað frá dómi. Ríkið hélt uppi þeim rökum að þau skorti lögvarða hagsmuni í málinu. 
15 Covid-sjúklingar hafa sótt um sjúkradagpeninga
Sjúkratryggingum Íslands hafa borist 15 umsóknir á árinu um greiðslu sjúkradagpeninga vegna Covid-19. Tryggingastofnun ríkisins hefur enn ekki upplýsingar um fjölda þeirra sem eru óvinnufærir vegna sjúkdómsins. Alls hafa rúmlega 5.500 manns sýkst á Íslandi af Covid-19 á þessu ári.
Segir TR hagræða hlutunum sér í hag
Formaður Öryrkjabandalag Íslands segir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Tryggingastofnun staðfesta málflutning bandalagsins að stór hluti lífeyrisþega njóti ekki þeirra réttinda sem þeim ber. Þá hagræði Tryggingastofnun tölfræði sér í hag.
15.10.2020 - 16:54
Brotalamir í almannatryggingakerfinu
Ríkisendurskoðun telur að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þá þurfi að auka hlutfall viðskiptavina sem fá réttar greiðslur. Stofnunin þarf að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf.
14.10.2020 - 20:39
Engin krafa um fjárnám barst Tryggingastofnun
Engin krafa um fjárnám á hendur Tryggingastofnun ríkisins barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu Tryggingastofnunar. Dómssátt í máli tveggja öryrkja gegn stofnuninni var greidd út 11 dögum eftir að greiðslufrestur rann út.
02.06.2020 - 17:24
Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi
Í liðinni viku var Sigríður Lilly Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, boðuð til fyrirtöku á fjárnámi gegn stofnuninni. Fréttablaðið greinir frá þessu.
02.06.2020 - 05:31
Kveikur
Ákváðu að greiða ellilífeyrisþegum mun lægri vexti
Tryggingastofnun þurfti að endurgreiða ellilífeyrisþegum skerðingar á ellilífeyrisgreiðslum sem stofnunin mátti ekki halda eftir, vegna mistaka Alþingis. Ákveðið var að greiða ekki dráttarvexti vegna þessa líkt og dómur í málinu kveður á um.
18.02.2020 - 20:05
Spyr hvort upplýsingum sé vísvitandi haldið leyndum
Tryggingastofnun lét hjá líða að upplýsa konu um rétt hennar til barnalífeyris þrátt fyrir að allar upplýsingar þar um hafi legið fyrir. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir þetta allt of algengt og veltir fyrir sér hvort þetta sé með vilja gert.
Bar að upplýsa um rétt til barnalífeyris
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú skylda hafi hvílt á Tryggingastofnun að upplýsa konu árið 2008 um að hún hafi átt rétt á barnalífeyri. Hún heyrði fyrst af þessum rétti sínum hjá Öryrkjabandalagi Íslands mörgum árum síðar og sótti um lífeyrinn árið 2017. Lögum samkvæmt átti hún þá aðeins rétt á barnalífeyri tvö ár aftur í tímann, til 2015.
07.01.2020 - 09:17
Leiðrétting á bótaskerðingu skerðir bætur
Húsnæðisstuðningur til margra örorkulífeyrisþega skerðist mikið eftir að Tryggingastofnun leiðrétti bótaskerðingu í ágúst. Leiðréttingin var reiknuð sem hluti af tekjum og voru því margir taldir of tekjuháir fyrir sérstakan húsnæðisstuðning.
04.11.2019 - 22:02
Viðtal
Tekjutengingar grafa undan tiltrú á kerfinu
Ríkið virðist líta á lífeyrissjóðina sem fyrstu stoð almannatryggingakerfisins og það er miður, að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún segir nauðsynlegt að hafa tekjutengingu að vissu marki en að nú sé staðan sú að fólk sjái lítinn akk í því að hafa lagt fyrir því tekjutengingar almannatrygginga séu svo harðar. Kerfið hafi verið öðruvísi þegar lífeyrissjóðakerfið var stofnað fyrir fimmtíu árum og því eigi ekki allir fullmótuð réttindi.
21.10.2019 - 09:01
ÖBÍ höfðar mál vegna fyrningarreglna bóta
Tryggingastofnun hefur þegar greidd um 200 öryrkjum leiðréttar bætur vegna endurútreikninga á búsetuhlutfalli. Umboðsmaður Alþingis komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að útreikningar stofnunarinnar ættu ekki stoð í lögum. Öryrkjabandalagið sættir sig ekki við að miðað sé við að kröfur fyrnist á fjórum árum. Á næstu vikum verður höfðað mál á hendur ríkinu þar sem þess verður krafist að fresturinn verði 10 ár.
16.09.2019 - 17:00
Hænuskref í rétta átt, segir formaður ÖBÍ
Ný lagabreyting dregur úr skerðingu bóta þeirra öryrkja sem hafa aðrar tekjur. Breytingin er afturvirk og þeir sem eiga rétt á hækkun greiðslna fá greidda fyrstu átta mánuði ársins í lok ágúst. „Hænuskref í rétta átt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.
„Stjórnvöld geta ekki níðst á borgurum“
Tryggingastofnun ríkisins þarf að greiða fjölda ellilífeyrisþega samtals um fimm milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni stofnunarinnar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Formaður flokks fólksins, sem rak málið gegn Tryggingastofnun, er í skýjunum með niðurstöðuna. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að niðurstaðan komi velstæðum ellilífeyrisþegum best.
Myndskeið
Gæti þurft að greiða öldruðum 5 milljarða
Mistök við lagasetningu gætu kostað ríkið fimm milljarða króna. Landsréttur dæmdi í dag Tryggingastofnun til að endurgreiða ellilífeyrisþega tveggja mánaða skerðingu á bótum þar sem lög hefðu ekki heimilað skerðinguna. Félag eldri borgara gerði athugasemdir við frumvarpið áður en lögin tóku gildi. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að dómurinn verði skoðaður gaumgæfilega og hvort sótt verði um áfrýjunarleyfi til hæstaréttar.
Aðgerðaáætlun TR send til ráðuneytis
Tryggingastofnun hefur sent félagsmálaráðuneyti aðgerðaáætlun vegna endurgreiðslu sem er til komin vegna skerðingar á bótagreiðslum vegna búsetu í öðrum löndum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.
15.02.2019 - 13:32
Tryggingastofnun biður Jóhönnu afsökunar
Tryggingastofnun hefur beðist velvirðingar á því að hafa í tölvupósti krafið Jóhönnu Þorsteinsdóttur um endurgreiðslu vegna þess að hún hafi fengið ofgreitt frá stofnunni. Það var vegna máls hennar, en nú stendur til að endurgreiða öryrkjum rúmlega tvo milljarða króna fjögur ár aftur í tímann. Allt bendir til þess að Jóhanna eigi inni hjá stofnuninni en sé alls ekki í skuld við hana.
13.02.2019 - 17:00