Færslur: Tryggingastofnun

Engin krafa um fjárnám barst Tryggingastofnun
Engin krafa um fjárnám á hendur Tryggingastofnun ríkisins barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í tilkynningu Tryggingastofnunar. Dómssátt í máli tveggja öryrkja gegn stofnuninni var greidd út 11 dögum eftir að greiðslufrestur rann út.
02.06.2020 - 17:24
Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi
Í liðinni viku var Sigríður Lilly Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, boðuð til fyrirtöku á fjárnámi gegn stofnuninni. Fréttablaðið greinir frá þessu.
02.06.2020 - 05:31
Kveikur
Ákváðu að greiða ellilífeyrisþegum mun lægri vexti
Tryggingastofnun þurfti að endurgreiða ellilífeyrisþegum skerðingar á ellilífeyrisgreiðslum sem stofnunin mátti ekki halda eftir, vegna mistaka Alþingis. Ákveðið var að greiða ekki dráttarvexti vegna þessa líkt og dómur í málinu kveður á um.
18.02.2020 - 20:05
Spyr hvort upplýsingum sé vísvitandi haldið leyndum
Tryggingastofnun lét hjá líða að upplýsa konu um rétt hennar til barnalífeyris þrátt fyrir að allar upplýsingar þar um hafi legið fyrir. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir þetta allt of algengt og veltir fyrir sér hvort þetta sé með vilja gert.
Bar að upplýsa um rétt til barnalífeyris
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú skylda hafi hvílt á Tryggingastofnun að upplýsa konu árið 2008 um að hún hafi átt rétt á barnalífeyri. Hún heyrði fyrst af þessum rétti sínum hjá Öryrkjabandalagi Íslands mörgum árum síðar og sótti um lífeyrinn árið 2017. Lögum samkvæmt átti hún þá aðeins rétt á barnalífeyri tvö ár aftur í tímann, til 2015.
07.01.2020 - 09:17
Leiðrétting á bótaskerðingu skerðir bætur
Húsnæðisstuðningur til margra örorkulífeyrisþega skerðist mikið eftir að Tryggingastofnun leiðrétti bótaskerðingu í ágúst. Leiðréttingin var reiknuð sem hluti af tekjum og voru því margir taldir of tekjuháir fyrir sérstakan húsnæðisstuðning.
04.11.2019 - 22:02
Viðtal
Tekjutengingar grafa undan tiltrú á kerfinu
Ríkið virðist líta á lífeyrissjóðina sem fyrstu stoð almannatryggingakerfisins og það er miður, að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún segir nauðsynlegt að hafa tekjutengingu að vissu marki en að nú sé staðan sú að fólk sjái lítinn akk í því að hafa lagt fyrir því tekjutengingar almannatrygginga séu svo harðar. Kerfið hafi verið öðruvísi þegar lífeyrissjóðakerfið var stofnað fyrir fimmtíu árum og því eigi ekki allir fullmótuð réttindi.
21.10.2019 - 09:01
ÖBÍ höfðar mál vegna fyrningarreglna bóta
Tryggingastofnun hefur þegar greidd um 200 öryrkjum leiðréttar bætur vegna endurútreikninga á búsetuhlutfalli. Umboðsmaður Alþingis komast að þeirri niðurstöðu í fyrra að útreikningar stofnunarinnar ættu ekki stoð í lögum. Öryrkjabandalagið sættir sig ekki við að miðað sé við að kröfur fyrnist á fjórum árum. Á næstu vikum verður höfðað mál á hendur ríkinu þar sem þess verður krafist að fresturinn verði 10 ár.
16.09.2019 - 17:00
Hænuskref í rétta átt, segir formaður ÖBÍ
Ný lagabreyting dregur úr skerðingu bóta þeirra öryrkja sem hafa aðrar tekjur. Breytingin er afturvirk og þeir sem eiga rétt á hækkun greiðslna fá greidda fyrstu átta mánuði ársins í lok ágúst. „Hænuskref í rétta átt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.
„Stjórnvöld geta ekki níðst á borgurum“
Tryggingastofnun ríkisins þarf að greiða fjölda ellilífeyrisþega samtals um fimm milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni stofnunarinnar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Formaður flokks fólksins, sem rak málið gegn Tryggingastofnun, er í skýjunum með niðurstöðuna. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að niðurstaðan komi velstæðum ellilífeyrisþegum best.
Myndskeið
Gæti þurft að greiða öldruðum 5 milljarða
Mistök við lagasetningu gætu kostað ríkið fimm milljarða króna. Landsréttur dæmdi í dag Tryggingastofnun til að endurgreiða ellilífeyrisþega tveggja mánaða skerðingu á bótum þar sem lög hefðu ekki heimilað skerðinguna. Félag eldri borgara gerði athugasemdir við frumvarpið áður en lögin tóku gildi. Forstjóri Tryggingastofnunar segir að dómurinn verði skoðaður gaumgæfilega og hvort sótt verði um áfrýjunarleyfi til hæstaréttar.
Aðgerðaáætlun TR send til ráðuneytis
Tryggingastofnun hefur sent félagsmálaráðuneyti aðgerðaáætlun vegna endurgreiðslu sem er til komin vegna skerðingar á bótagreiðslum vegna búsetu í öðrum löndum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.
15.02.2019 - 13:32
Tryggingastofnun biður Jóhönnu afsökunar
Tryggingastofnun hefur beðist velvirðingar á því að hafa í tölvupósti krafið Jóhönnu Þorsteinsdóttur um endurgreiðslu vegna þess að hún hafi fengið ofgreitt frá stofnunni. Það var vegna máls hennar, en nú stendur til að endurgreiða öryrkjum rúmlega tvo milljarða króna fjögur ár aftur í tímann. Allt bendir til þess að Jóhanna eigi inni hjá stofnuninni en sé alls ekki í skuld við hana.
13.02.2019 - 17:00
Öryrkjar gætu þurft að bíða í 8 mánuði
Öryrkjar gætu þurft að bíða í allt að átta mánuði eftir endurgreiðslum frá Tryggingastofnun vegna skerðingar á búsetuhlutfalli. Félagsmálaráðherra segir að áður en hægt verður að endurgreiða verði að athuga hvort öryrkjar hafi fengið bætur frá öðum löndum. Það geti tekið allt að átta mánuði að fá svör um það frá systurstofnunum Tryggingastofnunar annars staðar á Norðurlöndunum.
24.01.2019 - 16:30
Breytt kerfi, engar bætur frá Dönum
Þó að EES-samningurinn kveði á um að öryrkjar sem flytja milli landa eigi ekki að tapa áunnum réttindum greiða Danir öryrkjum undir fertugu ekki örorkulífeyri. Sérfræðingur á Tryggingastofnun segir að miklar breytingar hafi orðið á almannatryggingalögum í Evrópu á síðustu árum.
15.11.2018 - 16:57
Skertar bætur fram á grafarbakka
Öryrkjar sem hafa búið í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins fá mun hærra hlutfall örorkulífeyris á Íslandi en þeir sem hafa búið í öðrum EES-löndum. Þeir sem fá skertar bætur á unga aldri vegna búsetu í útlöndum sitja uppi með skerðinguna ævilangt.
13.11.2018 - 17:30
„Get ekki hugsað mér að búa á Íslandi“
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Tryggingastofnunar um örorkulífeyri þeirra sem búið hafa í öðru EES-landi eigi ekki stoð í lögum. Breytingar gætu varðað hundruð öryrkja. Kona sem metin var með fulla örorku og hafði búið í Danmörku í fimm ár átti einingus rétt á rúmlega fjórðungi af fullum bótum. Hún leitaði til Umboðsmanns Alþingis.
12.11.2018 - 16:30
Aðstoðarmaður Ásmundar nýr stjórnarformaður TR
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað aðstoðarmann sinn, Arnar Þór Sævarsson, sem formann Tryggingastofnunar ríkisins. Ásta Möller verður áfram varaformaður stjórnarinnar og aðrir í stjórninni eru Elsa Lára Arnardóttir, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Sigursteinn Másson.
25.05.2018 - 15:29
Lífeyrissjóðir greiða fleirum ellilífeyri
Ellilífeyrisþegar voru 43.650 í desember árið 2016 og örorkulífeyrisþegar 18.415. Liðlega fimmtungur fær allan ellilífeyri sinn greiddan úr lífeyrissjóði og þrír af hverjum fjórum fá greitt bæði frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði.
03.05.2018 - 15:28
Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót
Félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót.
29.12.2017 - 06:36
Synjunarhlutfall tífaldaðist skyndilega
Hlutfall þeirra sem er synjað um örorkulífeyri hefur skyndilega tífaldast, í fyrra var það 0,6% en það sem af er þessu ári er það 5%. Lagabreytingar skýra þetta ekki og enn er stuðst við örorkumatið frá 1999. Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun segir að stofnunin hafi hert verklag. Fjölgun öryrkja hafi líklega spilað þar inn í. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, segir hækkun synjunarhlutfalls ekki koma á óvart.
01.09.2017 - 19:15
„Við erum að gefast upp á ungu fólki“
„Við erum að gefast upp á ungu fólki.“ Þetta segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, starfsendurhæfingarsjóðs. Færst hefur í aukana að ungt fólk fái örorkumat, einkum vegna geðraskana. Ungt fólk með geðraskanir leitar í auknum mæli til Virk en Vigdís segir það ekki alltaf tilbúið til þess að fara í starfsendurhæfingu því það hafi ekki fengið grunnþjónustu í geðheilbrigðiskerfinu.