Færslur: Trump

Hver gerir Trump ódauðlegan?
Samkvæmt hefðinni verður fráfarandi forseti Bandaríkjanna gerður ódauðlegur með portretti. En hvaða listamann velur Trump? Hann er augljóslega hrifinn af gulli og marmara en hvernig myndlist er hann hrifinn af?
10.11.2020 - 15:14
18 tíst á klukkutíma
Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur veikindi sín ekki hamla sér í að tjá sig á Twitter-síðu sinni. Undanfarinn klukkutíma hefur forsetinn skrifað þar 18 færslur þar sem hann hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa.
05.10.2020 - 12:39
Heimila notkun á blóðvökva sem meðferð við COVID-19
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í kvöld að notkun á blóðvökva úr fólki sem myndað hefði mótefni gegn COVID-19 yrði heimiluð sem meðferð gegn sjúkdómnum.
23.08.2020 - 21:45
Leggst gegn aukafjárveitingu til póstþjónustu
Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að hann legðist gegn auknum fjárveitingum til póstþjónustu landsins (USPS) í aðdraganda forsetakosninga til þess að gera kjósendum erfiðara fyrir að senda atkvæði með pósti.
13.08.2020 - 21:34
Fleiri en 15.000 greindust í Flórída á sólarhring
Fleiri en fimmtán þúsund voru greindir með kórónuveiruna í Flórída á síðasta sólarhringnum og 19,6% allra sýna sem vour tekin reyndust jákvæð.
12.07.2020 - 22:10
Spegillinn
COVID-19 og utanríkisstefna Trumps
Það er víða verið að ræða þörfina á alþjóðlegu átaki gegn COVID-19 farsóttinni, bæði hvað varðar fjárfestingu í bóluefni, lyfjum gegn veirunni og eins aðgerðum til að læra af reynslunni hingað til og hindra útbreiðslu veirusóttarinnar. Viðleitni í þessa veruna er einnig í uppsiglingu en andstætt því sem hefur oft verið áður er enginn vilji í Hvíta húsi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að taka forystuna.
05.05.2020 - 17:00
 · Erlent · COVID-19 · Trump
Gagnkynhneigðri gleðigöngu mótmælt í Boston
Nokkur hundruð manns tóku þátt í gleðigöngu fyrir gagnkynhneigða sem haldin var í fyrsta sinn í gær í Boston í Bandaríkjunum. Yfir þúsund manns mótmæltu göngunni. Skipuleggjendur göngunnar sögðust ekki vera á móti samkynhneigð, þau hafi hins vegar viljað vekja athygli á samfélagi gagnkynhneigðra.
01.09.2019 - 18:01
Trump hættir við Póllandsferð vegna Dorian
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hann væri hættur við að fara til Póllands um helgina. Trump segist þurfa að vera heima við, vegna fellibylsins Dorians, sem búist er við að gangi á land í Florida seint á sunnudag eða snemma á mánudag. Trump segir að hann þurfi að vera heima við, til að tryggja að þeim úrræðum sem alríkisstjórnin geti boðið uppá, verði beint að íbúum Florida. Hann segir að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna fari til Póllands í sinn stað.
29.08.2019 - 20:58
Joe Walsh býður sig fram gegn Trump
Repúblikaninn Joe Walsh ætlar að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali flokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þá eru mótframbjóðendur Trumps orðnir tveir, Bill Weld tilkynnti um framboð sitt í apríl. Walsh sagði í sjónvarpsviðtali á CNN í dag að hann vilji gera allt sem í hans valdi standi til að Trump verði ekki endurkjörinn í kosningunum í nóvember á næsta ári.
Hunt svarar Trump fullum hálsi - Boris þögull
Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, svaraði Donald Trump Bandaríkjaforseta fullum hálsi á Twitter í dag, eftir að Trump sagði sendiherra Bretlands vera heimskan uppskafning, og að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefði farið illa að ráði sínu í samningaviðræðum um Brexit. Hunt sagði ummæli Trumps lýsa vanvirðingu. Boris Johnson, keppinautur Hunts um að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar ekkert tjáð sig um málið.
09.07.2019 - 18:29
Trump kallar fjölmiðla "óvini almennings"
Donald Trump Bandaríkjaforseti úthrópaði í morgun almenna fjölmiðla sem „óvini almennings“ og „hina eiginlegu stjórnarandstöðu“ í tísti sem forsetinn birti á Twitter fyrir um klukkutíma. Trump hefur áður lýst fjölmiðlum á þennan hátt og vitnað þannig í orð Stalíns og annarra harðstjóra, en í þetta skiptið var hann að tjá sig um niðurstöðu sérstaks saksóknara um að forsetinn hefði ekki unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna 2016.
26.03.2019 - 12:10
Trump kallar nafnlausan embættismann heigul
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, bregst ókvæða við nafnlausu bréfi frá háttsettum embættismanni sem birt var í New York Times. Trump spyr á Twitter hvort bréfið flokkist undir föðurlandssvik. Í bréfinu segist maðurinn vera einn margra embættismanna sem finni sig knúinn til þess að vinna gegn forsetanum. Ekki vegna þess að hann tilheyri vinstri væng stjórnmála heldur vegna þess að forseti Bandaríkjanna sé hættulegur. 
06.09.2018 - 01:42
Starfslið Trumps sagt á barmi taugaáfalls
Haft er eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að Donald Trump forseti hafi skilning á við tíu til ellefu ára barn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók um forsetann eftir bandaríska rannsóknarblaðamanninn og rithöfundinn Bob Woodward.
04.09.2018 - 19:58
Segir hegðun Trumps skilgreininguna á geðveiki
Hegðun Bandaríkjaforseta gagnvart Kanada er skilgreiningin á geðveiki, að mati Bruce Heyman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kanada. Hann óttast að forsetinn geti haft langvarandi slæm áhrif á samband nágrannaríkjanna.
02.09.2018 - 07:36
Trump segir Rússlandsrannsókn ólöglega
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 ólöglega. Máli sínu til stuðnings segir hann ónefnda lagasérfræðinga telja að rannsóknin hafi aldrei átt að hafa farið af stað. 
31.08.2018 - 06:21
Kínverjar svara yfirlýsingum Trumps
Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins fór í morgun hörðum orðum um þá yfirlýsingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að stjórnvöld í Peking reyndu að torvelda samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna viðskiptastríðs Kína og Bandaríkjanna.
30.08.2018 - 08:42
Trump gagnrýnir vinstri slagsíðu Google
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur því fram að fréttaþjónusta Google sé forrituð til þess að vinna gegn honum. Hann heitir því að beita sér í þessu alvarlega máli.
28.08.2018 - 14:36
Trump afnemur efnahagsaðstoð við Palestínu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur mælt fyrir um að ríflega 200 milljónum Bandaríkjadala, nær 22 milljörðum króna, sem verja átti til hjálpar- og uppbyggingarstarfs á Gaza og Vesturbakkanum, verði veitt til annarra verkefna. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington sagði ákvörðun um þetta hafa verið tekna „til að tryggja að þessum fjármunum verði varið með hagsmuni bandarísku þjóðarinnar að leiðarljósi."
Trump heldur áfram að punda á Sessions
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í morgun haldið áfram að punda á Jeff Sessions dómsmálaráðherra fyrir að hafa sagt sig frá rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara um möguleg tengsl starfsmanna kosningabaráttu Trumps við Rússa. Trump tók daginn snemma á Twitter og gerði lítið úr yfirlýsingu Sessions frá því í gær, þar sem ráðherrann ítrekaði sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins gagnvart skoðunum stjórnmálamanna.
24.08.2018 - 12:08
Sessions svarar gagnrýni Trumps
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í gær sjálfstæði ráðuneytis síns gagnvart skoðunum stjórnmálamanna, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í viðtali á Fox News sjónvarpsstöðinni að rannsóknir sem beindust gegn honum og starfsliði hans væru dómsmálaráðuneytinu og Sessions að kenna; Trump sagði að Sessions hefði aldrei átt að segja sig frá umsjón með þessum rannsóknum. Litlar líkur eru þó taldar á að Trump reki Sessions, alla vega ekki fyrir þingkosningar í haust.
24.08.2018 - 07:10
Vini Trumps veitt friðhelgi í Cohen-málinu
David Pecker, góðvinur Donalds Trump og forstjóri American Media sem gefur út bandaríska götublaðsins The National Enquirer, var veitt friðhelgi hjá saksóknurum í máli Michael Cohens, lögmanns Trumps til tíu ára. Cohen hefur játað að hafa greitt tveimur konum háar fjárhæðir árið 2016 að skipan Trumps og þar með brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu.
23.08.2018 - 18:35
Trump: Markaðurinn hrynur verði ég kærður
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina að hlutabréfaverð hríðfalli verði hann ákærður fyrir embættisglöp og góður árangur í efnahagsmálum verði fyrir bí fari hann úr embætti.
23.08.2018 - 11:51
Trump segir þagnargreiðslur hafa komið frá sér
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að peningarnir sem voru notaðir til að greiða tveimur konum fyrir að þegja um samband sitt við hann, hafi komið frá honum sjálfum en ekki kosningasjóði framboðs hans. Hann hafi ekki frétt af peningagreiðslunum fyrr en seinna. Þetta kemur fram í viðtali sem fréttaþátturinn Fox & Friends tók við forsetann. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sagði á blaðamannafundi að forsetinn hefði ekki gert neitt rangt né hefði hann logið að bandarísku þjóðinni.
22.08.2018 - 19:43
Trump vorkennir Manafort
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við fyrrverandi kosningastjóra sinn Paul Manafort og segist finna til með honum og fjölskyldu hans. Þetta gerði forsetinn á Twitter-síðu sinni.
22.08.2018 - 13:39
Trump útnefnir nýjan sendiherra á Íslandi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að sendiherralaust hefði verið í bandaríska sendiráðinu í eitt og hálft ár eftir að Robert Barber hætti störfum. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að staðfesta útnefningu Gunters.
21.08.2018 - 15:37