Færslur: Trúfélög

Fallið frá lækkun sóknargjalds
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar alþingis leggur til að sóknargjöld næsta árs verði 1.107 krónur á mánuði, í stað 985 króna eins og lagt hafði verið til í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Tímabundin hækkun gjaldsins í fyrra verður þar með fest í sessi, en breytingin mun kosta ríkissjóð um 340 milljónir króna.
23.12.2021 - 07:44
Áfram fækkar í Þjóðkirkjunni en fjölgar í Siðmennt
229.314 voru skráð í Þjóðkirkjuna í upphafi mánaðar samkvæmt skráningu Þjóðskrár, eða 61 prósent þjóðarinnar. Þetta er nokkuð minna hlutfall en á sama tíma í fyrra þegar 62,3 prósent voru skráð í Þjóðkirkjuna. Hlutfallið var 65,2 prósent árið 2019.
06.12.2021 - 16:31
Félagsstarf Ásatrúarmanna hefst í Öskjuhlíð undir haust
Jóhanna G. Harðardóttir starfandi allsherjargoði segir hægt en vel miða við byggingu hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð. Nú styttist í að hluti starfseminnar flytji þangað inn.
Ásatrúarfólki fjölgar mest á meðan zúistum fækkar
Enn fækkar í þjóðkirkjunni samkvæmt nýrri töflu yfir skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í dag.
Breyting ætluð á trúfélagalögum í samræmi við áhættumat
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur fullt tilefni til að endurskoða ákvæði laga um skráð trú- og lífskoðunarfélög með hliðsjón af ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra um skýrslugjöf og upplýsingar um fjárhag og ráðstöfun fjármuna slíkra félaga.
3,5% fleiri skráningar utan trúfélaga
Skráningum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 988 frá 1. desember á síðasta ári til 1. október. Á sama tíma hefur fjölgað um 469 manns í kaþólska söfnuðinum, um 454 í Siðmennt og um 228 í Ásatrúarfélaginu. Þetta kemur fram í samantekt á vef Þjóðskrár.
03.10.2019 - 08:22