Færslur: Trúarbrögð

Telur að Þjóðkirkjan geti byggt upp tapað traust
Traust til Þjóðkirkjunnar hefur dregist verulega saman síðustu áratugi og aldrei hafa færri verið skráðir í Þjóðkirkjuna. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, segist trúa því að hægt sé að byggja upp traust til kirkjunnar á ný. Til þess þurfi betri kynningu á starfi kirkjunnar. Sólveig Lára er bjartsýn á að fólk muni sækja í það sem þar er í boði.
Mikilvægt að trúfélög sameinist um framtíð jarðarinnar
Samráðsvettvangur hinna ýmsu trúfélaga boðar í dag til ráðstefnunnar Öll á sama báti í Þjóðminjasafninu, þar verða trúin og loftslagið til umræðu. Forsvarsmaður ráðstefnunnar, Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guð- og trúarbragðafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að leggja vandann algerlega í hendur vísindamanna.
Silfrastaðakirkja flutt á brott til viðgerðar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði hefur verið flutt inn á Sauðárkrók til viðgerðar. Kirkjan var reist árið 1896 og er friðuð, en hún var farin að láta verulega á sjá. Kirkjan var orðin sigin, illa farin af fúa og var kirkjuturninn sagður alveg ónýtur. Söfnuðurinn hefur fengið háan styrk frá Húsfriðunarsjóði fyrir verkinu, fimm milljónir króna, en það dugar þó aðeins fyrir um einum tíunda af viðgerðarkostnaði.
Sjónvarpsfrétt
Hátíðahöld í skugga hörmunga
Eid al-Adha, ein af stærstu trúarhátíðum Múslima, er gengin í garð. Gleðin er þó ekki ráðandi alls staðar því íbúar Gaza takast enn á við afleiðingar loftárásanna í maí.
20.07.2021 - 19:52
Ásatrúarfólki fjölgar mest á meðan zúistum fækkar
Enn fækkar í þjóðkirkjunni samkvæmt nýrri töflu yfir skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög sem Þjóðskrá birti í dag.
Myndskeið
Ómögulegt að alhæfa um 30.000 manna hóp
Sumir hafa áhyggjur af því að umræðan um sóttvarnabrotin í Landakotskirkju liti viðhorf til Pólverja á Íslandi almennt. Þetta segir mannfræðingur. Áhrif sóttvarnareglna á helgihald hafi líka verið til umræðu í Póllandi. 
Slæðubann í skólum ólögmætt
Stjórnarskrárréttur í Austurríki kvað upp þann úrskurð í dag að lög um bann við slæðum í grunnskólum, sem samþykkt voru í fyrra, væru í ekki samræmi við stjórnarskrá landsins auk þess sem þau fælu í sér mismunun. Í tilkynningu frá dómstólnum segir að lögin brjóti í bága við ákvæði um trúfrelsi, enda hafi þeim verið beint sérstaklega að múslimum.
11.12.2020 - 17:31
Myndskeið
Sá glaðlegar myndir en ekki afskræmingu af Jesú
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar, segir það ekki hafa verið ætlunin að valda sársauka hjá fólki með umdeildri auglýsingaherferð fyrir sunnudagaskóla kirkjunnar. „Þegar ég sá þessar myndir sá ég fallegar, glaðlegar myndir en ekki endilega einhverja afskræmingu af Jesú.“ Hún bað sjálf um að myndin yrði fjarlægð af Facebook-síðu kirkjunnar „af því hún særir fólk.“
16.09.2020 - 20:22
Jesúkynningin kostaði kirkjuna tvær milljónir
Kostnaður við umdeilt kynningarefni Þjóðkirkjunnar, þar sem Jesú er sýndur með brjóst og varalit, er um tvær milljónir. Svokallaður Jesústrætó mun aka áfram um götur borgarinnar að minnsta kosti næstu þrjá vikurnar. Pétur Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir ekki liggja fyrir hvort fjölgað hafi eða fækkað í kirkjunni vegna þessa.
13.09.2020 - 12:24
Kirkjuþing biðst afsökunar á Jesúmynd
Sextugasta kirkjuþing Þjóðkirkjunnar sendi í kvöld frá sér stutta yfirlýsingu þess efnis að því þyki afar miður að umdeild mynd af Jesú Kristi hafi sært fólk. Ætlunin hafi verið sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða.
12.09.2020 - 21:06
Tilraun vísindamanna til að ákvarða útlit Jesú Krists
Útliti Jesú Krists er hvergi lýst í Nýja Testamentinu né hafa fundist samtímateikningar af honum. Um aldir hafa listamenn af ýmsu tagi, um víða veröld varpað fram hugmyndum sínum um útlit Krists.
12.09.2020 - 18:38
Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn Kanye West
Á tímum þar sem sífellt færri Bandaríkjamenn líta á sig sem kristna fer Kanye West í hina áttina, og slær upp gospel-skotnum herbúðum á því svæði pólitíska litrófsins þar sem þeir trúuðu eru að verða enn trúaðari.
09.11.2019 - 14:29
Pistill
Jesús býr í Háteigskirkju, mamma
Þegar ég var um fjögurra ára gömul hélt ég að ég væri merkilegri en annað fólk. Ég hélt líka að Jesús byggi í Háteigskirkju og að enginn ætti í jafn nánu sambandi við hann og ég.
06.05.2019 - 14:17
Þriðja konan komst inn í hofið
Konu tókst í gærkvöld að komast inn í Sabarimala hof hindúa í Kerala á Indlandi. Konum á aldrinum 10 til 50 ára hefur verið bannað að fara inn í hofið. Hæstiréttur landsins afnam bannið í september.
04.01.2019 - 16:35
Guðsbréf Einsteins á uppboð
Bréf sem vísindamaðurinn Albert Einstein ritaði árið 1954 er orðið að nánast helgum grip, en búist er við að það verði selt á vel á annað hundrað milljónir króna á uppboði hjá Christie's uppboðshúsinu í kvöld.
04.12.2018 - 17:10
Þurfum að hlusta og kalla fólk til ábyrgðar
„Ég geng út frá því að það sé hlutverk okkar guðfræðinga að láta okkur þau mál varða sem eru efst á baugi í okkar samfélagi, og að gefa rödd, þeim sem vanalega hafa ekki rödd,“ segir Arnfríður Guðmundsdóttir, prestur og guðfræðiprófessor, en hún rannsakar nú áhrif metoo-byltingarinnar á guðfræðina.
Nútímadýrlingur í þrotlausri þekkingarleit
Óeigingjörn sýn franska heimspekingsins Simone Weil á réttlæti, og þrotlaus leit hennar að bættri samfélagsskipan sem þjónar fleirum án mismununar, gerir það að verkum að hún hefur hlotið stöðu eins konar nútímadýrlings. Lestin á Rás 1 fjallaði um fræðikonuna.
01.07.2018 - 15:00
Fréttaskýring
Íslenskur kosher-ostur bíður blessunar
Mjólkursamsalan stefnir að því að fá kosher-vottun á smjör, skyr og ost. Neytendur munu að sögn Egils Thoroddsen, gæðastjóra MS á Akureyri, ekki finna neinn mun á vörunum eftir vottun en hún eykur útflutningstækifæri samsölunnar. Ekki liggur fyrir hvenær vottunin verður komin í hús. Fyrst þarf að klára rannsóknar- og pappírsvinnu og blessa tækjabúnað.
25.06.2018 - 17:06
Umskurðarbann gæti skaðað hagsmuni Íslands
Háttsettir menn úr alþjóðakerfinu hafa haft samband við íslenska utanríkisráðuneytið og lýst áhyggjum af frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um að umskurður drengja verði gerður refsiverður. Ráðuneytið segir ekki útilokað að yrði frumvarpið að lögum setti það Ísland í neikvætt ljós og hefði áhrif á íslenska hagsmuni.
03.04.2018 - 16:54
Siðmennt styður bann við umskurði
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi lýsir yfir stuðningi við frumvarp þar sem bann er lagt við umskurði drengja og segir að um „alvarlegt og óafturkræft inngrip“ að ræða, sem sé óásættanlegt. Þetta kemur fram í umsögn sem félagið sendi Alþingi vegna umdeilds frumvarps um bann við umskurði drengja.
18.02.2018 - 14:58
Segir að umskurður geti verið hættuleg aðgerð
Umskurður á drengjum er ekki hættulaus aðgerð, að sögn barnaskurðlæknis. Í aðgerðinni felst að öll forhúð er skorin af nýfæddum drengjum. Þráinn Rósmundsson, barnaskurðlæknir, segir að slíkar aðgerðir í trúarlegum tilgangi hafi verið lagðar af á Landspítala fyrir nokkrum árum.
07.02.2018 - 11:19
Átti ekki von á viðbrögðum að utan
Yfirrabbínar í Danmörku og Noregi hvetja gyðinga í Evrópu til að mótmæla frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur og átta annarra þingmanna um bann við umskurði drengja á Íslandi. Þeir óttast að frumvarpið setji fordæmi fyrir önnur lönd. Að meðaltali hafa tvær slíkar aðgerðir verið gerðar á ári að undanförnu.
03.02.2018 - 16:49
„Við bjóðum okkur fram í þessa vinnu“
Hvernig er dagur í lífi trúboðans? Hvernig er að vera trúboði á Íslandi? Trevor Jakobsson og Johan Johansen, trúboðar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, ræddu um starfsemi sína
29.08.2017 - 16:20