Færslur: traust

Meirihluti treystir niðurstöðum kosninga
Tveir af hverjum þremur treysta niðurstöðum nýafstaðinna kosninga á meðan 22 prósent treysta þeim illa. Vantraustið er minnst í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að Landskjörstjórn hafi ekki borist staðfesting um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað hafi verið fullnægjandi.
Mæla traust og bera saman milli ríkja
Norðurlöndin öll, Ísland þeirra á meðal og mörg OECD-ríki ætla að gera könnun á trausti almennings til opinberra stofnana. OECD hefur lengi þróað kannanir um traust, því það er ekki einfalt að mæla segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem kynnti þessi áform á ríkisstjórnarfundi.
06.07.2021 - 14:37
Þriðjungur landsmanna treystir Alþingi
Landhelgisgæslan er sú stofnun samfélagsins sem flestir bera traust til og forsetaembættið er í öðru sæti. Traust fólks á heilbrigðiskerfinu hefur aukist mikið síðan í fyrra, þriðjungur landsmanna ber traust til Þjóðkirkjunnar og Alþingis og um einn af hverjum fimm treystir borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
19.02.2021 - 18:30
RÚV nýtur yfirburðatrausts almennings
Ný könnun MMR um traust fjölmiðla var kynnt í gær. RÚV er sem fyrr með yfirburðastöðu er varðar traust almennings til frétta.
28.12.2016 - 09:16