Færslur: Transfólk

Íslenskir „hommabanar“ ógna hinsegin fólki
Svo virðist sem hópur fólks stundi það að áreita hinsegin fólk, einkum homma og transfólk með símtölum. Fatlaðir hafa einnig orðið fyrir barðinu á ásóknunum. Formaður Samtakanna '78 segir skorta úrræði gegn hatursglæpum í íslenska löggjöf.
Hernum bannað að reka transkonu
Suður-kóreski herinn var í morgun dæmdur fyrir að hafa ranglega vísað Byun Hee-soo úr hernum eftir að hún fór í kynleiðréttingaraðgerð. Sjö mánuðir eru síðan Byun fyrirfór sér vegna ákvörðunar hersins.
Aukin bið eftir meðferð veldur transfólki vanlíðan
Formaður samtakanna Trans Ísland segir að það valdi transfólki mikilli vanlíðan að þurfa að bíða mánuðum saman eftir því að komast að í hormónameðferð eða kynleiðréttingaraðgerð. Geðlæknir í transteymi Landspítalans, segir kórónuveirufaraldurinn og álag á innkirtladeild spitalans hafa lengt biðtíma en hann sé þó ekki mjög langur. 
08.08.2021 - 12:00
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum, festi í ríkislög í fyrradag að trans konur geti ekki keppt í kvennaflokki á íþróttamótum í skólum innan ríkisins. Lögin taka gildi 1. júlí. Þau eru mjög umdeild og hefur þeim verið mótmælt kröftuglega.
03.06.2021 - 09:33
Transkarlar undir 55 ára eiga ekki að fá AstraZeneca
Sóttvarnalæknir hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar er varðar bólusetningar transfólks, þar sem notkun AstraZeneca bóluefnis er mismunandi eftir kynjum.
Ekki upp á punt segir tilvonandi forseti borgarstjórnar
Blað verður brotið í borgarstjórn í næstu viku þegar transkona verður forseti borgarstjórnar. Hún byrjaði tíu ára að fylgjast með borgarstjórnarfundum og segist ekki vera upp á punt - heldur sé henni treyst. 
Á fimmta tug barna eru hjá transteymi BUGL
42 börn eru nú í meðferð hjá transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala, 83 börn hafa notið slíkrar meðferðar undanfarin tíu ár og flest koma þau í meðferð á kynþroskaskeiðinu. Tvö af hverjum þremur eru líffræðilega kvenkyns.
Arkansas bannar kynleiðréttingarmeðferð barna
Þingmenn í Arkansas í Bandaríkjunum samþykktu í gær lög sem banna læknum að gera kynleiðréttingaraðgerðir á börnum. Ríkisstjórinn, Asa Hutchinson, neitaði að undirrita lögin en aukinn meirihluti þingmanna kom frumvarpinu í gegn. Ríkið er þar með það fyrsta til að lögfesta slíkt bann.
Aldrei fleiri hinsegin myrt í Bandaríkjunum en í ár
Aldrei áður hafa fleiri trans eða kynsegin fallið fyrir morðingjahendi í Bandaríkjunum en á þessu ári. Minnst 37 hafa verið myrt það sem af er árinu.
21.11.2020 - 03:53
JK Rowling skilar mannréttindaverðlaunum
Breski rithöfundurinn JK Rowling ákvað að afsala sér verðlaunum frá mannréttindasamtökum Robert Kennedy. Formaður samtakanna, dóttir Kennedy, gagnrýndi Rowling fyrir skoðanir sínar á málefnum transfólks.  Rowling hlaut hlaut verðlaunin í desember síðastliðnum fyrir góðgerðarstarfsemi sína í þágu barna.
29.08.2020 - 08:19
Viðtal
Ugla segir skilið við umboðsskrifstofu J.K. Rowling
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og maki háns, Fox Fisher, voru þar til í gær hjá sömu umboðsskrifstofu og J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna. Ummæli Rowling um trans fólk á Twitter hafa vakið mikla óánægju.
23.06.2020 - 12:39
Rowling svarar ásökunum um fordóma sína gegn transfólki
J. K. Rowling birti í gær yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hún skrifar um ástæður þess að hún hafi tjáð sig um málefni kyn og kyngervis. Yfirlýsingin kemur í kjölfar tísta sem hún birti síðustu helgi sem þóttu gera lítið úr upplifun kynsegin og transfólks.
11.06.2020 - 10:37
Ungverjar banna breytingar á kynskráningu
Lög sem banna breytingu á skráningu kyns voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á ungverska þinginu í gær. Samkvæmt lögunum verður ekki hægt að breyta skráðu kyni til samræmis við kynvitund heldur á það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð alltaf að vera í gildi. Réttindahópar óttast að fordómar gagnvart hinsegin fólki eigi eftir að aukast eftir samþykkt laganna. Stjórnarandstöðuþingmenn sögðu lögin einfaldlega ill.
20.05.2020 - 04:53
Frumvarp gegn transfólki lagt fyrir ungverska þingið
Ungverska stjórnin virðist ætla að þrýsta lögum gegn réttindum transfólks í gegnum þingið á næstunni. Samkvæmt lögunum er kyn einstaklinga ákvarðað út frá líffræðilegum kynfærum og litningum við fæðingu. Þannig yrði ómögulegt fyrir transfólk að fá leiðréttingu á kyni sínu staðfesta. Þingmenn hafa þegar fengið frumvarpið í hendurnar. 
27.04.2020 - 06:14
Viðtal
Ein sú áhrifamesta og Sigríður ánægð með lögin
Ein af hundrað áhrifamestu konum heims að mati BBC er íslensk og formaður Trans Íslands. Hún og Sigríður Hlynur bóndi í Þingeyjarsveit, sem enginn kallar Sigurð lengur, fagna lögum um kynrænt sjálfræði. 
20.10.2019 - 19:01
Viðtal
Enn margt ógert í málefnum transfólks
Starfshópar um málefni transfólks verða skipaðir á vegum forsætisráðuneytisins til þess að taka á réttarstöðu barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Heilbrigðisráðherra segir að þrátt fyrir réttarbót með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði, hafi þessi hópur setið eftir.
14.09.2019 - 17:42
Viðtal
Hættulegt að hæðast að trans fólki
Teikning Helga Sigurðssonar í Morgunblaðinu á mánudag vakti ekki lukku hjá öllum. Formaður Trans Ísland, aktívistinn og kvikmyndagerðarkonan Ugla Stefanía, gagnrýnir hana og segir grín af þessu tagi ýta undir fordóma gagnvart trans fólki.
24.07.2019 - 13:43
Myndskeið
Reið og sár þegar hún er kölluð gamla nafninu
Átta ára telpa sem er trans segist verða bæði sár og reið þegar hún er kölluð strákanafninu sem er skráð í Þjóðskrá. Hún fagnar nýjum lögum um kynrænt sjálfræði.
23.06.2019 - 19:36
Fékk að vera hún sjálf í World of Warcraft
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur verið afar virk í réttindabaráttu transgender og kynsegin fólks á síðustu misserum. Um þessar mundir býr hún í Brighton ásamt maka sínum, Fox Fisher, en saman skrifuðu þau nýverið bók sem á að hjálpa ungu fólki að fóta sig í hinum flókna heimi kynjatvíhyggjunnar.
01.10.2018 - 16:27
Mér líður bara eins og ég sé stelpa
„Ég man eiginlega ekki eftir neinu öðru en að vera stelpa. Ég get ekki munað eftir mér, eða hugsað um mig, sem strák,“ segir Gabríela María Daðadóttir. Gabríela María er trans. Við fæðingu var henni úthlutað karlkyni en hún hefur alla tíð vitað að hún væri stúlka.
09.01.2018 - 10:10