Færslur: Trans Ísland

Morgunútvarpið
Getur ekki lýst hve særandi pistillinn var
„Að sjá þetta í dagblaði sem er dreift á landsvísu, ég á engin orð til að lýsa hvernig mér leið við að sjá þetta,“ segir Andie Sophia Fontaine, gjaldkeri samtakanna Trans Ísland. Morgunblaðið birti nýverið skoðanapistil þar sem farið var með transfóbísk ummæli og brugðust samtökin við með yfirlýsingu.
29.03.2022 - 09:54
Gagnrýna fjölmiðla sem birta pistla sem smána jaðarhópa
Samtökin Trans Ísland gagnrýna fjölmiðla fyrir að birta ítrekað pistla þar sem minnihlutahópar eru smánaðir, undir því yfirskini að um sé að ræða skoðanir fólks. Lítið hefur reynt á löggjöf um birtingu slíkra greina.
26.03.2022 - 16:20
Aukin bið eftir meðferð veldur transfólki vanlíðan
Formaður samtakanna Trans Ísland segir að það valdi transfólki mikilli vanlíðan að þurfa að bíða mánuðum saman eftir því að komast að í hormónameðferð eða kynleiðréttingaraðgerð. Geðlæknir í transteymi Landspítalans, segir kórónuveirufaraldurinn og álag á innkirtladeild spitalans hafa lengt biðtíma en hann sé þó ekki mjög langur. 
08.08.2021 - 12:00
Trans Ísland hluti af Kvenréttindafélaginu
Félagið Trans Ísland er gengið í Kvenréttindafélag Íslands. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kvenréttindafélagsins í dag. Aðildarfélög þess eru nokkur eins og Druslubækur og doðrantar, Femínísk fjármál, Fjöruverðlaunin, Rótin, Samtök um kvennaathvarf og W.O.M.E.N. in Iceland. Þá var Tatjana Latinovic endurkjörin formaður félagsins.
30.04.2021 - 16:25
Spegillinn
Trans fólk á að geta valið búningsklefa
Formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar telur að samkvæmt nýjum lögum um kynrænt sjálfræði eigi trans fólk rétt á að fara í búningsklefa sundlauga í samræmi við kyn sitt óháð því hvort það hafi farið í leiðréttingaaðgerð. Í dag er minningardagur trans fólks.
20.11.2020 - 18:09
„Get ímyndað mér að ég fengi möguleikana karl og karl“
Stofnanir og fyrirtæki hafa sex mánuði til að verða við kröfum laga um kynrænt sjálfræði sem nú eru orðin eins árs. Þar á meðal eru kvaðir um að bjóða upp á hlutlausa kynskráningu. Samtökin 78 og Trans Ísland hafa ráðist í átak til að leiðbeina fyrirtækjum. Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Ugla Stefanía ræddu átakið á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Trans fólks minnst í Hörpu í dag
Minningardagur trans fólks er haldinn í dag með athöfn sem hefst í Hörpu sem skreytt verður litum trans fánans í tilefni dagsins. Þar mun trans fólk, aðstandendur og baráttufólk koma saman í samstöðu og von um bjartari framtíð klukkan 17. „Trans fólk er ekki bara myrt lengst í burtu, morðin eiga sér líka stað í Evrópu,“ segir Ugla Stefanía Jónsdóttir formaður Trans Íslands.
20.11.2019 - 09:34
Viðtal
„Næstum óþægilegt að sjá mig á listanum“
Ugla Stefanía sem er meðal 100 áhrifamestu kvenna heims að mati BBC, segir að umræðan um trans málefni sé komin töluvert skemur á veg þar í Bretlandi en á Íslandi. Oft sé gefið í skyn að trans fólk sé smitandi og var Ugla meðal annars spurð í beinni útsendingu hvort það mætti þá ekki allt eins skilgreina sig sem fíl ef það má vera trans.
21.10.2019 - 14:42