Færslur: Tosca

Tosca á tímum fasismans
María Kristjánsdóttir fjallaði um uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu í Viðsjá á Rás 1.
03.11.2017 - 14:12
Gagnrýni
„Mikill sigur fyrir Íslensku óperuna“
Óperutónlist hefur aldrei verið betur flutt á Íslandi en í Toscu í uppfærslu sem er sigur fyrir Íslensku óperunnar, að mati gagnrýnanda Menningarinnar. Hlín Agnarsdóttir og Magnús Lyngdal Magnússon sagnfræðingur fjölluðu um uppfærsluna sem frumsýnd var í Hörpu fyrir skemmstu. 
01.11.2017 - 15:32
Feðgar saman á sviði í hlutverki illmenna
Óperan Tosca er frumsýnd í Hörpu í kvöld. Þetta eitt af stærstu verkunum hjá Íslensku óperunni. Tosca er svo vinsæl að þetta er í þriðja skipti sem hún er sett upp hér á landi. Feðgar eru saman í hlutverkum illmenna í óperunni, þeir Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem syngur hlutverk Scarpia, og Fjölnir Ólafsson, sem eri einnig illmenni í sýningunni.
21.10.2017 - 20:04
Fær að „gjósa eins og Geysir á góðum degi“
„Þessi unga ást og vonin um að allt fari vel, vonleysið og síðan hugrekkið í vonleysinu. Mér finnst standa upp úr í Toscu hvað Puccini spilar á öll litbrigði vonarinnar í þessu stykki. Vonarstefið hljómar aftur og aftur en í ólíkum búningi og segir allt aðra sögu. Það finnst mér vera sú tilfinning sem stendur upp úr, það er vonin,“ segir Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjórnandi Toscu sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni laugardaginn 21. október.