Færslur: Tónverk

Landinn
Tónlist eftir átján borholur og eina virkjun
„Ég skynja tónlistina sem listform og ég hef ekki áhuga á því að skipa henni bás í klassískt form. Ég hef meiri áhuga á að hlusta á það sem fyrir er og þá einkum í náttúrunni sem í reynd er músík,“ segir Konrad Korabiewski, listamaður. Konrad býr á Seyðisfirði en sækir efnivið fyrir verk, sem hann vinnur nú að, í Kröfluvirkjun og borholur hennar.
12.05.2021 - 08:35
Síðdegisútvarpið
Leggja af stað í óráðið tónleikaferðalag
Þær Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari, halda af stað í tónleikaferðalag þar sem tónlist kvenna verður í fyrirrúmi. Þær segja að verkum kvenna hafi lengi verið sópað undir teppið. Hugmynd þeirra er að gramsa undir teppinu og draga fram einn og annan fjársjóð sem þar leynist.
Hlaupari á hlaupabretti stjórnar tempói tónverksins
„Ég pæli í flutningi sem meira flæði, að það gæti allt gerst og gæti breyst og það gæti eitthvað komið upp á, og allir þurfa bara að taka það inn og vinna með það,“ segir Katrín Helga Ólafsdóttir tónskáld. Hún fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar.
Djöfulleg en rosa kúl hljóð
„Ég held að ég vilji bara að tónlistin sé sérstaklega eitthvað sem maður upplifir, kannski meira en að maður sé að hugsa rosalega mikið og hlusta,“ segir gítarleikarinn og tónskáldið Gulli Björnsson. Hann fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar.
Maðurinn reynir að búa til mynstur úr óreiðu
Áslaug Rún Magnúsdóttir tónsmiður fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég hef mjög gaman af því að búa til augnablik sem verða trufluð um leið og þau eru að komast á flug. Eyðilögð af einhverju öðru; af hljóði, hljóðfæri, hreyfingu eða þögn, og þannig hristir maður aðeins upp í söguþræðinum,“ segir hún. Pétur Eggertsson ræddi við Áslaugu í Tengivagninum á Rás 1.
Angurvær hljómasúpa með öndun
Hildur Elísa Jónsdóttir, myndlistarmaður og tónskáld, fer fyrir hönd Íslands á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tempere í Finnlandi í sumar. Hildur blandar saman myndlist og tónlist í verkum sínum. „Ég vil helst vinna þannig að þú getir ekki sagt að verkið sé annað hvort myndlist eða tónlist, heldur að þetta sé einhvers konar blanda beggja.“ Pétur Eggertsson ræddi við hana í Tengivagninum á Rás 1.