Færslur: Tónlistarhátíð

Jaðartónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím
Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím er á Akureyri um helgina. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn. Markmið hennar er að skapa vettvang fyrir jaðartónlistarfólk til að koma fram.
22.07.2022 - 16:49
Sjónvarpsfrétt
Stranglega bannað að vera fáviti á Eistnaflugi
„Það er í lagi að vera fullur, en stranglega bannað að vera fáviti,“ segja tónleikagestir á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi. Hátíðin hefur farið sístækkandi síðan hún var fyrst sett á laggirnar fyrir nærri tuttugu árum. Undanfarin ár hafa 30 til 40 bönd komið þar fram, oftar en ekki vel þekktar útlenskar þungarokkssveitir.
Daði Freyr og Ásgeir verða á G! Festival í sumar
Daði Freyr verður aðalnúmerið á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival í sumar. Hátíðinni var aflýst tvö undanfarin ár vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur eru nú í óða önn að undirbúa hátíð sumarsins.
09.03.2022 - 00:42
G! Festival aflýst vegna fjölgunar smita í Færeyjum
Skipuleggjendur færeysku tónlistarhátíðarinnar G! Festival hafa ákveðið að aflýsa henni vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Smitum hefur fjölgað töluvert þar í landi undanfarið.
COVID-19 setur örlítið strik í G!Festival
Þrátt fyrir að ekkert útlit sé fyrir að fresta þurfi tónlistarhátíðinni G! Festival í Færeyjum hefur kórónuveirufaraldurinn áhrif á hverjir koma þar fram. Hátíðin verður haldin í Götu á Austurey dagana 15. til 17. júlí næstkomandi. 
10.06.2021 - 23:04
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Tónlistarhátíð fyrir alla nema karla
Tónlistarhátíð fyrir konur, kynsegin fólk og trans fólk, eða með öðrum orðum, alla nema sís karlmenn (karlmenn sem eru ekki trans), fer fram í Gautaborg í dag og á morgun.
31.08.2018 - 10:08
Rigning kemur ekki í veg fyrir stemmningu
Secret Solstice-hátíðin hefst fimmtudaginn 21. júní og er eins og undanfarin ár haldin í Laugardalnum. Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjandi hátíðarinnar, sagði frá því helsta sem hátíðin hefur upp á að bjóða í ár.
20.06.2018 - 12:25
Reykjavíkurdætur „flippuðu út“ á G-festival
Tónlistarhátíðin G-festival stendur nú yfir í bænum Götu í Færeyjum. Hátíðin, sem haldin er árlega, varr stofnuð árið 2003 með það að markmiði að hrista upp í tónlistarsenu Færeyinga, en bönd hvaðanæva að koma fram, þó flest frá Norðurlöndunum. Mörg íslensk bönd hafa stigið á stokk á G-festival í gegnum árin og eru Reykjavíkurdætur framlag Íslands þetta árið.
14.07.2017 - 12:19
„Komin merkilega langt þrátt fyrir aldur“
„Þetta er ársferli. Um leið og það er verið að pakka niður tjöldum síðustu hátíðar, þá er strax byrjað að plana, plotta, finna bönd og byggja upp næstu hátíð,“ segir Þórunn Antonía Magnúsdóttir, einn af skipuleggjendum Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar.
15.06.2017 - 10:25