Færslur: tónlist

Stofna Shesaid til að jafna völlinn í tónlistarheiminum
Alþjóðlega samfélagið Shesaid.so opnar nú á Íslandi í fyrsta sinn, en opnunarpartí verður haldið á Iceland Airwaves hátíðinni 5. nóvember til að fagna áfanganum. Shesaid.so er alþjóðlegt samfélag kvenna og kynbundinna minnihlutahópa í tónlist, en í tilkynningu félagsins segir að stefna þess sé að tengja og styrkja þá hópa sem hafa ekki hlotið nægan stuðning, með það markmið að jafna völlinn í tónlistarheiminum fyrir alla. 
31.10.2022 - 15:37
Stuðmenn aflýsa tónleikum vegna veikinda Egils
„Með allt á hreinu“-kvikmyndatónleikum sem áttu að vera í Hörpu 11. nóvember hefur verið aflýst. Ástæðan er veikindi forsöngvarans Egils Ólafssonar. Þetta kemur fram í tölvupósti til miðahafa, en þar segir að Egill harmi að þurfa að segja sig frá viðburðinum og biðjist velvirðingar, „en þar sem hann getur ekki lengur stólað á röddina vegna parkinson-sjúkdóms, telur hann best að koma hreint fram og játa sig vanmáttugan.“ 
31.10.2022 - 10:57
Rokkgoðsögnin Jerry Lee Lewis látinn
Tónlistarmaðurinn og frumkvöðullinn Jerry Lee Lewis er látinn, 87 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Desoto-sýslu í Missisippi í Bandaríkjunum. Hann glímdi við veikindi síðustu ár og fékk heilablóðfall árið 2019.
28.10.2022 - 18:50
Pussy Riot konur handteknar fyrir eignaspjöll Sviss
Meðlimir rússnesku pönk rokkhljómsveitarinnar Pussy Riot, voru handteknir skamma stund í Sviss í vikunni fyrir eignaspjöll. Pussy Riot á að halda tónleika á Íslandi síðar á árinu.
31.08.2022 - 00:57
Fyrsta lag Britney eftir sex ára hlé
Söngkonan Britney Spears gaf út lag í morgun eftir sex ára hlé. Lagið er dúett með Elton John og það fyrsta sem kemur út síðan söngkonan var leyst undan forsjá föður síns og fékk fullt sjálfræði fyrir tæpu ári.
26.08.2022 - 12:25
Rasískur gervigreindarrappari missir plötusamning
Plötuútgáfufyrirtækið Capitol Records hefur slitið samningi við gervigreindarrapparann FN Meka og beðist afsökunar. Rapparinn var meðal annars gagnrýndur fyrir rasisma og fyrir að gera lítið úr menningu svartra.
25.08.2022 - 16:37
Leggur fram fyrstu opinberu tónlistarstefnu Íslands
Drög að heildstæðum lögum um tónlist og fyrstu opinberu tónlistarstefnu Íslands voru birt á samráðsgátt stjórnvalda í morgun. Menningamálaráðherra segir að aðgerðirnar séu löngu tímabærar fyrir íslenska tónlist.
Ætluðu að selja stolna texta frá Eagles á uppboði
Þrír menn hafa verið ákærðir í New York í Bandaríkjunum fyrir að hafa ólöglega haft undir höndum og áætlað sölu á um 100 blaðsíðum af handskrifuðum textum hljómsveitarinnar Eagles.
13.07.2022 - 01:28
Þetta helst
Ferill og fall R Kelly
Bandaríski tónlistarmaðurinn og stórstjarnan R Kelly var nýverið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring, misnota konur og börn kynferðislega, stunda mansal, fjárkúgun og mútur. Það má færa rök fyrir því að þessi þrjátíu ára dómur sé nánast ljóðrænn að því leytinu til að Kelly virðist hafa fengið að stunda níðingsskap sinn svo til óáreittur í einmitt þrjátíu ár, allan sinn farsæla tónlistarferil. Þetta helst skoðaði mál R Kelly.
01.07.2022 - 14:56
BTS leggur upp laupana
Suðurkóreska drengjahljómsveitin BTS hefur lagt upp laupana, að minnsta kosti í bili. 
14.06.2022 - 17:59
Erlent · tónlist · BTS
Kveikur
Prinsinn og dauðinn
Hinn landsþekkti Svavar Pétur Eysteinsson dýrkar hversdagsleikann með hliðarsjálfi sínu Prins Póló meðan hann glímir við ólæknandi krabbamein á fjórða stigi. Hann hugsar mikið um dauðann en óttast hann ekki.
26.04.2022 - 20:00
Kveikur
Fann Prinsinn aftur
Listamaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson segist eiga auðveldara með að fjalla um myrka hluti í sköpun sinni eftir að hann greindist með ólæknandi krabbamein.
26.04.2022 - 08:00
Sjónvarpsfrétt
Lána út æskuheimili Paul McCartney
Ungir og upprennandi tónlistarmenn geta nú sótt um athvarf á æskuheimili Bítilsins Paul McCartney til að semja tónlist sína. Með þessu vilja McCartney og bróðir hans gefa ungu fólki tækifæri á að láta ljós sitt skína.
06.04.2022 - 08:00
Jon Batiste stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni
Hin árlega bandaríska Grammy-tónlistarverðlaunahátíð var haldin í 64. sinn í Las Vegas í nótt og var stjörnum prýdd að venju. Flest verðlaun hlaut Jon Batiste, en hann fékk verðlaun í fjórum flokkum auk bestu plötu. Dúóið Silk Sonic vakti mikla lukku á hátíðinni, sem og nýstirnið Olivia Rodrigo. Átökin í Úkraínu lituðu þó hátíðahöldin, en Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpaði áhorfendur um heim allan.
04.04.2022 - 04:50
Ein frægasta óperusöngkona Rússa látin fara
Rússneska óperan hefur aflýst tónleikum sópransöngkonunnar Önnu Netrebko, eftir að hún fordæmdi opinberlega innrás Rússa í Úkraínu. Netrebko er fimmtug, margverðlaunuð og víðfræg óperusöngkona, en hún er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu.
01.04.2022 - 00:52
Sjónvarpsfrétt
Verða af milljónum vegna gervimenna á Spotify
Íslenskt tónlistarfólk verður af töluverðum tekjum því uppskálduð íslensk gervimenni ná að fanga athygli Íslandsaðdáenda á streymisveitunni Spotify. Forráðamenn Spotify hafa hunsað óskir Íslands um að fjarlægja gervimennin. Verkefnastjóri hjá ÚTÓN segir Spotify spara sér milljónir með gervimennunum.
30.03.2022 - 19:18
Nefna Spotify-lög gervimenna eftir íslenskum örnefnum
Fjöldi uppdiktaðra tónlistarmanna sem sagðir eru vera íslenskir, njóta töluverðra vinsælda á streymisveitunni Spotify. Þessi gervimenni nefna lög sín oft eftir íslenskum örnefnum. Framkvæmdastjóri STEFs segir að streymisveitan sé samsek í málinu. 
30.03.2022 - 12:19
Dolly Parton afþakkar inngöngu í frægðarhöllina
Bandaríska tónlistarkonan Dolly Parton hefur afþakkað tilnefningu í frægðarhöll rokksins. Hún segist frekar vilja hleypa öðrum tilnefndum að sem rokkstimpillinn eigi betur við.
15.03.2022 - 15:16
Sjónvarpsfrétt
Mataræði úlfa meðal yrkisefna í Eurovision
Öll Norðurlöndin fimm hafa nú valið sinn fulltrúa í Eurovision í ár. Matarræði úlfa og sterkar sjálfstæðar konur eru meðal yrkisefna.
14.03.2022 - 17:01
Myndskeið
Eminem kraup á kné
Fjöldi fólks fylgdist með þegar Los Angeles Rams varð í nótt meistari í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Eminem vakti athygli fyrir að krjúpa á kné en mjög skiptar skoðanir hafa verið um þá líkamsstöðu innan NFL-deildarinnar í gegnum tíðina.
14.02.2022 - 17:00
Aldrei fór ég suður verði haldin um páskana
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði verður haldin í ár, en það hefur ekki verið mögulegt að halda hátíðina með hefðbundnu sniði síðastliðin tvö ár vegna samkomutakmarkana. Stjórnvöld kynntu í gær afléttingaráætlun og sögðust bjartsýn um að í mars yrði öllum samkomutakmörkunum aflétt.
Birkir Blær í fimm manna úrslit sænska Idolsins í kvöld
Birkir Blær Óðinsson rúmlega tvítugur Akureyringur er kominn í fimm manna úrslit í sænska Idolinu. Hann söng dúett með söngleikjastjörnunni Peter Jöback í kvöld.
19.11.2021 - 23:23
Sjónvarpsfrétt
Bítlarnir í nýju ljósi
Tugir klukkustunda af áður óbirtu efni nýttust við gerð nýrrar heimildamyndar um Bítlana sem sýnd verður á streymisveitunni Disney plús síðar í mánuðinum. Eftirlifandi Bítlum og afkomendum þeirra allra var boðið á frumsýningu í Lundúnum í gær.
17.11.2021 - 19:25
Heimskviður
Um hvað og hverja er sungið í American Pie?
Lagið American Pie eftir Don McLean varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, meira en átta mínútur. Textinn hefur valdið mörgum vangaveltum í áratugi. Höfundurinn, Don McLean, hefur verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Hann elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna tímamótunum.
09.11.2021 - 07:30
Skutu á brúðkaupsgesti fyrir að spila tónlist
Minnst tveir eru látnir og tíu særðir, eftir að þrír menn skutu á brúðkaupsgesti í Afganistan. Árásarmennirnir sögðust vera úr röðum Talíbana og þeir hefðu gripið til aðgerða vegna tónlistar sem var spiluð í veislunni. En tónlist var bönnuð í Afganistan þegar Talíbanar réðu síðast ríkjum þar, frá 1996 til 2001. Sjónarvottar segja mennirnir hafi byrjað á því að brjóta hátalara áður en þeir hleyptu af skotum.
31.10.2021 - 15:43

Mest lesið