Færslur: tónlist

„Það er einhver að þykjast vera ég“
Borgar Magnason, tónlistamaður, var spenntur fyrir streymistónleikum sem hann sá auglýsta á dögunum. „Ég sá bara á Facebook að Mugison með hljómsveit væri með ókeypis tónleika í Hafnarfirði á laugardagskvöldi. Ég er spurður hvort mig langi að fara og segi já, svo mæti ég og eyði svolitlum tíma í að reyna að finna þetta streymi, þangað til ég fer að spyrjast fyrir og þá reynist þetta bara hafa verið eitthvert svindl,“ segir Borgar.
22.01.2021 - 17:55
 · Innlent · menning · Svindl · Samfélagsmiðlar · Streymi · tónlist · Mugison
Myndskeið
Tæpar 250 milljónir frá Spotify og vínylplatan vinsæl
Þrátt fyrir að mikið hafi verið hlustað á tónlist á Íslandi á nýliðnu ári, á bæði sala og streymi á íslenskri tónlist undir högg að sækja. Tekjur af íslenskri tónlist sem streymt var á Spotify á nýliðnu ári nema hátt í 250 milljónum króna. Vínylplatan virðist ekki hafa verið vinsælli um langt skeið.
03.01.2021 - 19:30
Daníel Bjarnason: „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt“
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hafa hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna 2021 í flokknum 'Besti tónlistarflutningur hljómsveitar' fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence. Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri fagnar því að tilnefningin veki athygli á hljómsveitinni, tónlistinni og tónskáldunum.
25.11.2020 - 13:08
Myndskeið
Ungur Sauðkrækingur með tugi milljóna spilana á Spotify
Nítján ára lítt þekktur Sauðkrækingur hefur á skömmum tíma komist á stall með Sigurrós og Björk á tónlistarveitunni Spotify. Vinsælustu lög hans hafa fengið tugi milljóna spilana en þau eru öll tekin upp í kjallaranum heima hjá honum.
17.11.2020 - 21:16
Fá endurgreitt fyrir helmingi styttri upptökur
Íslenskri tónlistarmenn fá endurgreiðslu fyrir helmingi styttri upptökur en áður, ef lagasetningaráform atvinnu- og nýsköpunarráðherra verða að lögum. Tónlistarmenn fá nú fjórðung upptökukostnaðar endurgreiddan ef samanlagður spilunartími tónlistarinnar er meiri en 30 mínútur. Lagt er til að tíminn verði styttur í 14 mínútur.
21.09.2020 - 10:16
Engin úrræði fyrir tónlistarfólk – mínútuþögn í útvarpi
Mínútuþögn var á stærstu útvarpsstöðvum landsins á níunda tímanum í morgun. Tilgangurinn var að vekja athygli á aðstæðum sjálfstætt starfandi tónlistarfólks í kórónuveirufaraldrinum. Helgi Björnsson, tónlistarmaður og formaður Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, segir að engin úrræði séu fyrir þennan hóp og margt tónlistarfólk sé orðið verulega illa statt eftir margra mánaða tekjuleysi.
11.09.2020 - 12:29
Hallfríður Ólafsdóttir er látin
Hallfríður Ólafsdóttir, tónlistarmaðurinn ástsæli og höfundur metsölubókanna um Maxímús Músíkús, lést 4. september á líknardeild Landspítalans. Hún var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og nam tónlist á Íslandi, í London og í París.
06.09.2020 - 17:59
Sinfóníuhljómsveitin í sýnatöku í dag 
Allir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara í sýnatöku í dag. Fyrsta tónleikavika starfsársins hefst á mánudag og Íslensk erfðagreining hefur fallist á að skima hljóðfæraleikara og annað starfsfólk hljómsveitarinnar í sóttvarnarskyni. Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar segir í samtali við fréttastofu að í framhaldinu verði skoðað hvort starfsfólk verður skimað reglulega.  
Iceland Airwaves frestað um ár
Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem halda átti dagana 4.-7. nóvember verður frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir listamenn sem höfðu boðað komu sína í ár munu verða á dagskrá á næsta ári og að auki muni 25 listamenn bætast í hópinn.
26.08.2020 - 10:38
Myndband
Frumflutningur á nýju lagi frá Kristínu Sesselju
Söngkonan Kristín Sesselja hefur getið sér gott orð á tiltölulega skömmum tíma í tónlistarbransanum. Á dögunum átti hún lag ofarlega á vinsældalista Rásar 2 en nú er nýtt lag á leiðinni frá Kristínu. Við kíktum í hljóðverið til hennar í spjall og heyrðum frumflutning á laginu FUCKBOYS sem kemur formlega út föstudaginn 21. ágúst á Spotify.
14.08.2020 - 10:36
„Lífið getur leikið við þig dag' og nætur“
„Lífið er engu líkt. Lífið getur leikið við þig dag' og nætur,“ syngur tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson í nýju lagi. Herbert segir það hafa verið nokkuð þungan róður að vera tónlistarmaður á tímum Covid-19 faraldursins. Honum tekst þó ávallt að hafa jákvæðnina að leiðarljósi, líkt og texti lagsins ber með sér.
08.08.2020 - 10:04
Ameríka heldur sitt eigið Eurovision
Það er komið að því, Ameríka fær sína eigin söngvakeppni í anda Eurovision. The American Song Contest lítur dagsins ljós á næsta ári.
07.08.2020 - 12:11
„Tónlistin er eins og sálfræðitími fyrir mig“
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Bragi sem kemur fram undir listamannsnafninu Ouse hefur verið að gera það gott í tónlistarbransanum, þá sérstaklega erlendis. Hann er með um 1,3 milljónir spilana á mánuði á streymisveitunni Spotify og vinsælasta lagi hans hefur verið streymt um 26 milljón sinnum þrátt fyrir að fáir Íslendingar viti af þessum unga tónlistarmanni.
06.08.2020 - 15:52
 · rúv núll efni · RÚV núll · Ouse · tónlist
Djöfulleg en rosa kúl hljóð
„Ég held að ég vilji bara að tónlistin sé sérstaklega eitthvað sem maður upplifir, kannski meira en að maður sé að hugsa rosalega mikið og hlusta,“ segir gítarleikarinn og tónskáldið Gulli Björnsson. Hann fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar.
Peter Green úr Fleetwood Mac er látinn
Peter Green, annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac er látinn. Green, sem var 73 ára, lést í svefn á heimili sínu núna um helgina samkvæmt tilkynningu frá lögmönnum fjölskyldu hans. Green hafði glímt við geðsjúkdóma um áratuga skeið og yfirgaf hljómsveitina árið 1970 meðal annars vegna heilsufars síns.
25.07.2020 - 19:46
Týnda kynslóðin sungin í Neskaupstað
Það var mikið fjör á Tónaflóði um landið í Neskaupstað í kvöld. Sverrir og Elísabet fengu góða hjálp frá nokkrum af gestum kvöldsins, Bjartmari Guðlaugs, Magna Ásgeirssyni, Anyu Shaddock og Guðmundi R. Gíslasyni, auk gesta í Egilsbúð í Neskaupstað.
24.07.2020 - 21:20
Mynd með færslu
Í BEINNI
Tónaflóð um landið í Egilsbúð í Neskaupstað
Tónaflóð RÚV og Rásar 2 um landið heldur áfram í kvöld í Egilsbúð í Neskaupstað. Það er hljómsveitin Albatross, með Elísabetu Ormslev og Sverri Bergmann, sem ferðast um landið í sumar og leikur tónlist hvers landshluta fyrir sig.
24.07.2020 - 19:21
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi. 
Angurvær hljómasúpa með öndun
Hildur Elísa Jónsdóttir, myndlistarmaður og tónskáld, fer fyrir hönd Íslands á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tempere í Finnlandi í sumar. Hildur blandar saman myndlist og tónlist í verkum sínum. „Ég vil helst vinna þannig að þú getir ekki sagt að verkið sé annað hvort myndlist eða tónlist, heldur að þetta sé einhvers konar blanda beggja.“ Pétur Eggertsson ræddi við hana í Tengivagninum á Rás 1.
Richard Scobie snýr aftur eftir 17 ára hlé
Tónlistarmaðurinn Richard Scobie sendi frá sér nýtt lag nú á dögunum í fyrsta sinn í sautján ár. Hann sló meðal annars í gegn með hljómsveitinni Rikshaw og var áberandi á níunda áratugnum.
09.07.2020 - 12:21
Ringo Starr áttræður
Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, er áttræður í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins verður tímamótunum fagnað á annan hátt en hann hefur gert undanfarin ár.
07.07.2020 - 07:58
Allir og amma þeirra gáfu út lög á miðnætti
Nú á miðnætti kom út heill hellingur af nýjum lögum og smáskífum frá íslensku tónlistarfólki. Mánudaginn 25.maí verður samkomubann rýmkað en þá mega 200 manns koma saman. Það styttist því í að almenningur komi saman á tónleikum og heyri þessa ljúfu tóna í lifandi flutningi.
22.05.2020 - 11:33
Myndu deyja fyrir stelpurnar sínar
Raftónlistartvíeykið ClubDub gáfu út lagið, Ég myndi deyja fyrir stelpurnar mínar, fyrir helgi. Lagið unnu þeir í samstarfi við Ra:tio, Arnar Inga Ingason og Magnús Jóhann Ragnarsson. Þeir fluttu lagið í Vikunni með Gísla Marteini.
18.05.2020 - 10:50
Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum
Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.
15.05.2020 - 22:34
Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02