Færslur: tónlist

Lestin
Vill búa áfram á Íslandi en yfirvöld segja nei
Tónlistarkonan Elham Fakouri frá Íran hefur verið búsett á Íslandi í þrjú ár. Eftir útskrift úr námi við Listaháskóla Íslands fékk hún atvinnutilboð og var spennt fyrir framtíðinni. Ísland lítur hún á sem heimili sitt og hún vill ekki vera í Íran, þar sem konur geta til dæmis verið fangelsaðar fyrir að flytja tónlist fyrir framan áhorfendur. Vinnumálastofnun vill hins vegar ekki viðurkenna að hún uppfylli skilyrði fyrir búsetu hér svo hún neyðist til að yfirgefa heimkynnin.
03.10.2021 - 08:00
ABBA gefur út nýja hljómplötu og heldur röð tónleika
Sænska hljómsveitin ABBA gefur út nýja hljómplötu, ABBA Voyage, í nóvember. Platan er sú fyrsta sem hljómsveitin gefur út í fjörutíu ár og í maí hefst röð tónleika þar sem hljómsveitarmeðlimirnir fjórir koma fram í líki heilmynda sem búnar eru til með sambærilegri tækni og í kvikmyndinni Avatar.
02.09.2021 - 17:53
Sjónvarpsfrétt
Í mál við Nirvana vegna plötuumslags Nevermind
Maðurinn sem prýddi umslag einnar mest seldu plötu allra tíma hefur höfðað mál gegn hljómsveitinni Nirvana. Hann segir hljómsveitina hafa í leyfisleysi notað mynd af honum nöktum á umslagi plötunnar Nevermind. Myndin hafi alla tíð valdið honum ama og honum líði eins og hann hafi verið misnotaður.
25.08.2021 - 17:42
Tíu ára gamall draumur rættist á Wagner-hátíðinni
Þessa dagana fer fram hin árlega Wagner-hátíð í Bayreuth, en hún telst ein virtasta tónlistarhátíð Þýskalands. Íslenski baritonsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með einsöngshlutverk á hátíðinni en aðeins hefur einn Íslendingur hlotið þann heiður áður.
28.07.2021 - 18:24
G! Festival aflýst vegna fjölgunar smita í Færeyjum
Skipuleggjendur færeysku tónlistarhátíðarinnar G! Festival hafa ákveðið að aflýsa henni vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Smitum hefur fjölgað töluvert þar í landi undanfarið.
Magnús Kjartan stýrir Brekkusöngnum
Nú er orðið ljóst hver mun stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Það er Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins á Selfossi, sem tekur að sér verkið og mun stýra söngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1.ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd.
13.07.2021 - 09:16
ABBA-smellir á vinsældalista í 1000 vikur samfleytt
Sænska hljómsveitin ABBA sló nýtt met í dag en svokölluð Gullplata hljómsveitarinnar eða platan „ABBA Gold“ hefur nú verið á topp hundrað lista yfir plötur í Bretlandi í þúsund vikur samfleytt eða í samtals 19 ár.
05.07.2021 - 14:08
Myndskeið
Hannesarholti lokað
Menningasetrinu Hannesarholti verður lokað á morgun. Fjármagn er á þrotum og ekki er lengur hægt að reka húsið án opinberra styrkja. Forstöðumaðurinn segir að rekstrarform stofnunarinnar hafi útilokað hana frá covid-styrkjum.
20.06.2021 - 19:15
Myndskeið
Víkingur kveður gamla flygilinn
Víkingur Heiðar Ólafsson, einn fremsti píanóleikari heims, hefur fengið það hlutverk að finna nýjan flygil fyrir Hörpu. Hann kvaddi gamla flygilinn á 10 ára afmælishátíð Hörpu í dag með sama lagi og hann spilaði fyrst í húsinu.
13.05.2021 - 19:23
Upptökur á Húsavík í dag: „Þetta er bara lagið okkar“
„Þær vita eiginlega ekki ennþá út í hvað við erum komnar, og ég er að springa mest af öllum,“ segir Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri á Húsavík sem undirbýr nú stúlkur í 5. bekk í Borgarhólsskóla undir upptökur á tónlistarmyndbandi sem verður sýnt á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok mánaðarins. 
17.04.2021 - 13:06
Heimskviður
Hið þjáða andlit X-kynslóðarinnar
Á mánudaginn var voru liðin 27 ár frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Cobain svipti sig lífi. Hann var þá 27 ára að aldri og forsprakki einnar vinsælustu hljómsveitar heims. Hann var tákn heillar kynslóðar. En vanlíðanin var aldrei langt undan í lífi Cobains, bæði líkamleg og andleg.
11.04.2021 - 07:30
Myndskeið
Segja Eurovision-lag upphefja djöfladýrkun
Skipulögð mótmæli fóru fram við höfuðstöðvar ríkissjónvarps Kýpur vegna framlags landsins til Eurovision í ár. Mótmælendur segja lagið upphefja tilbeiðslu á djöflinum.
06.03.2021 - 17:12
Harpa leitar að tíu ára tónskáldum
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er tíu ára í ár og af því tilefni verður nokkrum tíu ára krökkum boðið að semja saman afmælislag undir handleiðslu reyndra tónlistarmanna. Lagið verður svo frumflutt við hátíðlega athöfn í maí.
Næstum 90 prósent tónlistarsölu í gegnum Spotify
Hátt í 90 prósent af söluandvirði hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi fór í gegnum Spotify árið 2019. Í nýjum tölum Hagstofu Íslands kemur fram að söluandvirði hljóðrita hafi aukist fjórða árið í röð eftir að hafa dregist saman nær samfellt frá áramótum, nú um 18 prósent.
02.03.2021 - 09:50
Myndskeið
Breskir tónlistarmenn kvarta undan Brexit
Tónlistarfólk í Bretlandi segir stöðu sína hafa versnað til muna eftir Brexit. Nú sé bæði flóknara og dýrara að fá leyfi til tónleikahalds í öðrum Evrópulöndum. Bresk stjórnvöld segja vilja hafa staðið til að semja betur en það hafi strandað á Evrópusambandinu.
08.02.2021 - 20:04
Myndskeið
Hefur leikið á píanó í meira en 100 ár
Ef æfingin skapar meistarann ætti píanóleikarinn Colette Maze að standa nokkuð vel að vígi. Hún er búin að æfa píanóleik í yfir hundrað ár og leggur nú drög að sinni fimmtu plötu.
02.02.2021 - 10:00
Lagið frumflutt 13. mars — Keppnishugur í Daða
Lag Daða Freys Péturssonar, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí, verður frumflutt í nýjum sjónvarpsþætti á RÚV 13. mars. Daði segist stefna á sigur.
27.01.2021 - 12:52
„Það er einhver að þykjast vera ég“
Borgar Magnason, tónlistamaður, var spenntur fyrir streymistónleikum sem hann sá auglýsta á dögunum. „Ég sá bara á Facebook að Mugison með hljómsveit væri með ókeypis tónleika í Hafnarfirði á laugardagskvöldi. Ég er spurður hvort mig langi að fara og segi já, svo mæti ég og eyði svolitlum tíma í að reyna að finna þetta streymi, þangað til ég fer að spyrjast fyrir og þá reynist þetta bara hafa verið eitthvert svindl,“ segir Borgar.
22.01.2021 - 17:55
 · Innlent · menning · Svindl · Samfélagsmiðlar · Streymi · tónlist · Mugison
Myndskeið
Tæpar 250 milljónir frá Spotify og vínylplatan vinsæl
Þrátt fyrir að mikið hafi verið hlustað á tónlist á Íslandi á nýliðnu ári, á bæði sala og streymi á íslenskri tónlist undir högg að sækja. Tekjur af íslenskri tónlist sem streymt var á Spotify á nýliðnu ári nema hátt í 250 milljónum króna. Vínylplatan virðist ekki hafa verið vinsælli um langt skeið.
03.01.2021 - 19:30
Daníel Bjarnason: „Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt“
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri hafa hlotið tilnefningu til Grammy-verðlaunanna 2021 í flokknum 'Besti tónlistarflutningur hljómsveitar' fyrir flutning og hljómsveitarstjórn á plötunni Concurrence. Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri fagnar því að tilnefningin veki athygli á hljómsveitinni, tónlistinni og tónskáldunum.
25.11.2020 - 13:08
Myndskeið
Ungur Sauðkrækingur með tugi milljóna spilana á Spotify
Nítján ára lítt þekktur Sauðkrækingur hefur á skömmum tíma komist á stall með Sigurrós og Björk á tónlistarveitunni Spotify. Vinsælustu lög hans hafa fengið tugi milljóna spilana en þau eru öll tekin upp í kjallaranum heima hjá honum.
17.11.2020 - 21:16
Fá endurgreitt fyrir helmingi styttri upptökur
Íslenskri tónlistarmenn fá endurgreiðslu fyrir helmingi styttri upptökur en áður, ef lagasetningaráform atvinnu- og nýsköpunarráðherra verða að lögum. Tónlistarmenn fá nú fjórðung upptökukostnaðar endurgreiddan ef samanlagður spilunartími tónlistarinnar er meiri en 30 mínútur. Lagt er til að tíminn verði styttur í 14 mínútur.
21.09.2020 - 10:16
Engin úrræði fyrir tónlistarfólk – mínútuþögn í útvarpi
Mínútuþögn var á stærstu útvarpsstöðvum landsins á níunda tímanum í morgun. Tilgangurinn var að vekja athygli á aðstæðum sjálfstætt starfandi tónlistarfólks í kórónuveirufaraldrinum. Helgi Björnsson, tónlistarmaður og formaður Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, segir að engin úrræði séu fyrir þennan hóp og margt tónlistarfólk sé orðið verulega illa statt eftir margra mánaða tekjuleysi.
11.09.2020 - 12:29
Hallfríður Ólafsdóttir er látin
Hallfríður Ólafsdóttir, tónlistarmaðurinn ástsæli og höfundur metsölubókanna um Maxímús Músíkús, lést 4. september á líknardeild Landspítalans. Hún var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og nam tónlist á Íslandi, í London og í París.
06.09.2020 - 17:59