Færslur: tónlist

Djöfulleg en rosa kúl hljóð
„Ég held að ég vilji bara að tónlistin sé sérstaklega eitthvað sem maður upplifir, kannski meira en að maður sé að hugsa rosalega mikið og hlusta,“ segir gítarleikarinn og tónskáldið Gulli Björnsson. Hann fer fyrir Íslands hönd á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tampere í Finnlandi í sumar.
Peter Green úr Fleetwood Mac er látinn
Peter Green, annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac er látinn. Green, sem var 73 ára, lést í svefn á heimili sínu núna um helgina samkvæmt tilkynningu frá lögmönnum fjölskyldu hans. Green hafði glímt við geðsjúkdóma um áratuga skeið og yfirgaf hljómsveitina árið 1970 meðal annars vegna heilsufars síns.
25.07.2020 - 19:46
Týnda kynslóðin sungin í Neskaupstað
Það var mikið fjör á Tónaflóði um landið í Neskaupstað í kvöld. Sverrir og Elísabet fengu góða hjálp frá nokkrum af gestum kvöldsins, Bjartmari Guðlaugs, Magna Ásgeirssyni, Anyu Shaddock og Guðmundi R. Gíslasyni, auk gesta í Egilsbúð í Neskaupstað.
24.07.2020 - 21:20
Mynd með færslu
Í BEINNI
Tónaflóð um landið í Egilsbúð í Neskaupstað
Tónaflóð RÚV og Rásar 2 um landið heldur áfram í kvöld í Egilsbúð í Neskaupstað. Það er hljómsveitin Albatross, með Elísabetu Ormslev og Sverri Bergmann, sem ferðast um landið í sumar og leikur tónlist hvers landshluta fyrir sig.
24.07.2020 - 19:21
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi. 
Angurvær hljómasúpa með öndun
Hildur Elísa Jónsdóttir, myndlistarmaður og tónskáld, fer fyrir hönd Íslands á aðalhátíð Ung Nordisk Musik í Tempere í Finnlandi í sumar. Hildur blandar saman myndlist og tónlist í verkum sínum. „Ég vil helst vinna þannig að þú getir ekki sagt að verkið sé annað hvort myndlist eða tónlist, heldur að þetta sé einhvers konar blanda beggja.“ Pétur Eggertsson ræddi við hana í Tengivagninum á Rás 1.
Richard Scobie snýr aftur eftir 17 ára hlé
Tónlistarmaðurinn Richard Scobie sendi frá sér nýtt lag nú á dögunum í fyrsta sinn í sautján ár. Hann sló meðal annars í gegn með hljómsveitinni Rikshaw og var áberandi á níunda áratugnum.
09.07.2020 - 12:21
Ringo Starr áttræður
Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, er áttræður í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins verður tímamótunum fagnað á annan hátt en hann hefur gert undanfarin ár.
07.07.2020 - 07:58
Allir og amma þeirra gáfu út lög á miðnætti
Nú á miðnætti kom út heill hellingur af nýjum lögum og smáskífum frá íslensku tónlistarfólki. Mánudaginn 25.maí verður samkomubann rýmkað en þá mega 200 manns koma saman. Það styttist því í að almenningur komi saman á tónleikum og heyri þessa ljúfu tóna í lifandi flutningi.
22.05.2020 - 11:33
Myndu deyja fyrir stelpurnar sínar
Raftónlistartvíeykið ClubDub gáfu út lagið, Ég myndi deyja fyrir stelpurnar mínar, fyrir helgi. Lagið unnu þeir í samstarfi við Ra:tio, Arnar Inga Ingason og Magnús Jóhann Ragnarsson. Þeir fluttu lagið í Vikunni með Gísla Marteini.
18.05.2020 - 10:50
Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum
Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.
15.05.2020 - 22:34
Viðtal
Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar
Eftir að auglýsingar um leiksýninguna Níu líf, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, voru birtar fyrst, barst Borgarleikhúsinu nokkur fjöldi af athugasemdum því að hann var með sígarettu í munnvikinu á myndinni. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að það og sú staðreynd að Facebook, leyfi ekki myndir af sígarettum hafi orðið til þess að ákveðið var að fjarlægja sígarettuna af hluta af auglýsingaefninu.
07.05.2020 - 17:02
Söngelskir Skagfirðingar gera tónlistarmyndband
Skagfirðingar tóku höndum saman og gerðu tónlistarmyndband. Tónlistarmaður óskaði eftir þátttakendum á Facebook og viðbröðin létu ekki á sér standa.
29.04.2020 - 16:32
Landinn
Trommar, flýgur og klifrar í möstrum
„Eins og margir ungir menn eyddi ég nokkrum árum sitjandi fyrir framan tölvuna. Svo bara urðu ákveðnar lífstílsbreytingar hjá mér og ég fékk ógeð af því og reyni núna að lifa eftir því að vera ekki að gera ekki neitt,“ segir Ragnar Sverrisson sem er með mörg járn í eldinum.
29.04.2020 - 09:36
Nýtt lag frá Krassasig
Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, sem gengur undir listamannsnafninu Krassasig, hefur gefið út nýtt lag sem ber heitið Einn dag í einu. Lagið fjallar um vorið og draumana, að vera með einhvern á heilanum og að horfa fram á bjartari tíma.
24.04.2020 - 10:49
Söngvari Rammstein á gjörgæslu með kórónuveirusmit
Till Lindemann, söngvari þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á spítala í Berlín eftir að hann greindist með kórónuvírusinn. Hann mun þó vera á batavegi.
27.03.2020 - 17:10
Myndskeið
Daði Freyr fékk 12 stig frá BBC
Þó að Eurovision-keppnin í ár hafi verið blásin af telja ýmsir að lýsa ætti Íslendinga sem sigurvegara í keppninni. Daði og Gagnamagnið fengu fullt hús stiga hjá fréttaþul BBC í gær.
19.03.2020 - 20:07
Ashkenazy dregur sig í hlé frá öllu tónleikahaldi
Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur ákveðið að draga sig í hlé frá öllu tónleikahaldi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Jólastuð!
Bogomil Font og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar voru í jólastuði í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu gamlan jólasmell með nýjum íslenskum texta sem heitir einfaldlega Jólastuð. Samúel Jón Samúelsson Big Band verða með jólatónleika 18. desember næstkomandi í Gamla bíó ásamt góðum gestum.
Valdimar frumflytur nýtt jólalag
Þjóðargersemin Valdimar kom í Vikuna með Gísla Marteini ásamt Fjölskyldu. Þau frumfluttu jólalagið Ég þarf enga gjöf í ár.
06.12.2019 - 21:25
Viðtal
Þrjár Ingibjargir sameina krafta sína
Konan í speglinum kallast sönglagabálkur sem fluttur verður í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 14. nóvember. Þar renna þrjár Ingibjargir saman í eina konu, einn hugarheim, einn hljóm. Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir hafa unnið tónlist við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur í fjögur ár og eru nú tilbúnar að leyfa áhorfendum að njóta góðs.
14.11.2019 - 13:49
Bríet frumflytur nýtt lag
Bríet leit við í Vikunni með Gísla Marteini og frumflutti nýtt lag eftir hana sjálfa sem heitir „Esjan er falleg" ásamt Daníel Friðriki Böðvarssyni sem lék undir á gítar.
20.09.2019 - 21:10
Aðeins einn tónmenntakennari á Akureyri
Erfiðlega gengur að ráða tónmenntakennara á Akureyri og nú er aðeins einn slíkur í bænum. Hann getur aðeins sinnt tveimur af sjö grunnskólum í bænum.
09.09.2019 - 12:36
Óvíst um örlög verðmætrar fiðlu
Ekki hefur verið ákveðið hvort Maggini-fiðla Sinfóníuhljómsveitar Íslands verði seld, þrátt fyrir heimild í fjárlögum þess efnis. Verðmæti fiðlunnar er áætlað 15 til 20 milljónir.
Travis Scott flýgur hátt í nýrri heimildarmynd
Heimildarmyndin Travis Scott: Look Mom I Can Fly um tónlistarmanninn Travis Scott kom út í dag á Netflix. Myndin fjallar um það hvernig hann varð frægur og gerð þriðju plötu hans ASTROWORLD.
28.08.2019 - 11:37