Færslur: Tónleikar á Rás 2

Reykjavík kraumar af kátínu - Airwaves dagur 3
Það má með sanni segja að Reykjavík kraumi af kátínu. Hvar sem fæti er stigið niður er eitthvað að gerast, tónleikar á hverju götuhorni og bros á hverju mannsbarni.
05.11.2016 - 15:52
Við erum HAM og þið eruð HAM + Dómsdagsreggí
Í Konsert vikunnar syngja og spila HAM og Jimi Tenor og Hjálmar.
Sprengjuhöllin og Vampire Weekend á Airwaves!
Í Konsert í kvöld rifjum við upp tónleika Sprengjuhallarinnar í Lódó á Iceland Airwaves 2007, Vampire Weekend í Listasafninu 2008 og Mugison á sama stað 2006.
Skemmtileg sögustund með söngvaskáldi -
Konsert vikunnar er með Svavari Knúti - útgáfutónleikar plötunnar Brot sem fóru fram í Gamla bíó 6. október í fyrra.
02.10.2016 - 21:44
Þorparinn Pálmi syngur öll sín bestu lög...
...í Konsert vikunnar, en Konsert er á dagskrá öll fimmtudagskvöld kl. 22.05
Aldrei aftur og Thom Yorke og Young á Bridge
Í Konsert vikunnar verður boðið upp á 3 síðustu númerin sem spiluðu á laugardagskvöldinu á Aldrei fór ég suður um páskana, og svo upptökur frá 25 ára afmælisútgáfu Bridge School benefit concert sem Neil Young og Pegi - fyrri kona hans hafa staðið fyrir síðan 1986.
Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA
Í konsert kvöldsins verður boðið upp á upptökur frá tónlistarhátíðinni HEIMA 2015 með hafnfirksu bræðrunum Jóni Jónssyni og Friðrik Dór annarsvegar, og svo Eivör Pálsdóttur hinsvegar.
Bryan Ferry í Hörpu 2012
Í Konsert kvöldsins rifjum við upp frábæra tónleika með Bryan Ferry og hljómsveit sem fóru fram í Eldborg í Hörpu fyrir fyrir bráðum fjórum árum.
Fögnum með John Grant og sinfó!
Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska. Hann var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga. Þennan dag minnast kristnir þess að kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hina heilögu kvöldmáltíð sem kölluð hefur verið síðusta kvöldmáltíðin.
Folk og blús í Reykjavík
Í Konsert kvöldsins verður boðið upp á folk og blús frá Reykjavík Folk Festival 2015 og Blúshátíð í Reykjavík 2015.
Eagles í kvöld á Rás 2
Glenn Frey, einn af stofnendum The Eagles og annar upphaflegu meðlimanna sem verið hefur í hljómsveitinni frá upphafi lést á mánudaginn. Við ætlum að minnast hans í þættinum Konsert í kvöld og heyra tónleika sem sveitin hélt í Melbourne í Ástralíu árið 2004.
21.01.2016 - 12:39

Mest lesið