Færslur: Tónleikar

Waters aflýsir tónleikum vegna afstöðu til innrásinnar
Breski tónlistarmaðurinn Roger Waters hefur aflýst tvennum tónleikum sem hann hugðist halda í Póllandi á næsta ári. Ástæðuna má, að sögn pólskra fjölmiðla, rekja til afstöðu tónlistarmannsins til innrásar Rússa í Úkraínu.
Skotárás í Kaupmannahöfn
Lögreglan upplýsti um þau særðu og látnu í morgun
Verslanamiðstöðin Field's verður lokuð að minnsta kosti í viku fram á mánudag 11. júlí vegna skotárásarinnar í gær. Kaupmannahafnarlögreglan upplýsti um stöðu mála á blaðamannafundi klukkan sex í morgun.
Passenger bauð tíu ára aðdáanda baksviðs
Stór draumur rættist hjá hinum tíu ára Arnóri Smára Gunnarssyni þegar söngvarinn Michael David Rosenberg, betur þekktur sem Passenger, bauð honum að koma baksviðs fyrir tónleika sína í Hörpu í gær.
13.06.2022 - 16:21
GDRN: Hugarró
„Ekki vera svona gagnrýnin við sjálfa þig“
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð hefur í gegnum tíðina glímt við þann vanda að efast um sjálfa sig. Fengi hún tækifæri til að hitta sjálfa sig í fortíðinni myndi hún hvetja ungu Guðrúnu Ýr til að þora og hætta að rífa sig niður. Sem betur fer öðlaðist hún aukið sjálfstraust og varð í kjölfarið ein stærsta tónlistarstjarna Íslands ásamt því að slá í gegn á skjánum í sjónvarpsþáttunum Kötlu á árinu.
30.12.2021 - 12:38
Bubbi fær undanþágu fyrir Þorláksmessutónleika
Bubbi Morthens er fullur þakklætis í kvöld, eftir honum var veitt undanþága til þess að halda sína árvissu Þorláksmessutónleika. „Þetta er mikill léttir, þetta hefur legið í loftinu og núna þegar þetta skellur á með svona litlum fyrirvara er maður þakklátur að hægt sé að klára þetta á þessum forsendum“ segir Bubbi.
21.12.2021 - 19:11
Kastljós
Segir miðasölu á tónleika í frosti
Forsvarsmenn samtaka fyrirtækja á tónleika- og veitingamarkaði segja geirann búinn að vera í sárum í rúma tuttugu mánuði vegna faraldursins. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, og Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri bandalags íslenskra tónleikahaldara, segja reksturinn lamast af endurteknum boðum og bönnum og það verði að leita hófsamra og öruggra lausna.
Sting segir að stjórnmálaástandið sé víða afar eldfimt
Breski tónlistarmaðurinn Sting segir stjórnmálaástand eldfimt víða meðal annars vegna þess að verkafólki finnist það svikið og yfirgefið af þeim hópi sem það kallar elítu. Ný plata, fimmtánda hljóðversplatan, er væntanleg í lok vikunnar.
Tónleikum Bocelli frestað - „Þetta hefði átt að ganga“
Stórtónleikum Andrea Bocelli sem áttu að fara fram hérlendis eftir rúma viku, hefur nú verið frestað í þriðja sinn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðafyrirtækisins Senu Live, segir synd að þurfa að aflýsa, enn eina ferðina, viðburði sem hefði blásið hundruðum milljóna inn í hagkerfið. Hann kallar eftir því að yfirvöld líti til skipulags og öryggis viðburðahalds fremur en fjölda áhorfenda.
15.11.2021 - 17:16
Málshöfðunum gegn Travis Scott fjölgar sífellt
Bandaríski rapparinn Travis Scott á yfir höfði sér fjölda málshöfðana eftir að átta fórust og tugir slösuðust alvarlega á tónleikum hans í Houstonborg í Texas síðastliðinn föstudag.
09.11.2021 - 04:11
Höfðar einkamál gegn Scott og öðrum tengdum tónleikunum
Lögmannsstofa í Texasríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn bandaríska rapparanum Travis Scott og þeim kanadíska Drake fyrir að hvetja til upplausnar á tónleikum í Houstonborg á föstudagskvöld.
08.11.2021 - 03:23
Sjónvarpsfrétt
Hrekkjavökutónleikar á Akureyri
Þann 29. október verða haldnir Hrekkjavökutónleikar fyrir alla fjölskylduna í Hofi á Akureyri. Þar er von á hryllilegri skemmtun og allir hvattir til að mæta í hrekkjavökubúning.
29.10.2021 - 11:20
Iceland Airwaves frestað til næsta árs
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer ekki fram á þessu ári og hefur verið frestað fram í nóvember á næsta ári. Hátíðin fór heldur ekki fram í fyrra. Í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar segir að þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi hamli tónleikahaldi og að Airwaves-teymið sé „eyðilagt“ yfir því að færa þurfi hátíðina um eitt ár í viðbót.
02.09.2021 - 10:13
Lokunin þungt högg fyrir klassíska tónlistarmenn
Menningarsetrinu Hannesarholti var lokað í dag, að óbreyttu til frambúðar. Hallveig Rúnarsdóttir, formaður félags íslenskra tónlistarmanna, segir þetta mjög sorglega stöðu þar sem mikill skortur sé á tónleikaaðstöðu af þessari stærðargráðu í Reykjavík.
21.06.2021 - 12:20
Myndskeið
Þjóðhátíðarstemning í Liverpool
Þúsundir gátu dansað og sungið eins og enginn væri heimsfaraldurinn í Liverpool í Bretlandi í gær og í dag. Viðburðirnir eru nokkurs konar tilraun á vegum stjórnvalda sem vilja kanna hvort óhætt sé að leyfa fjölmenna viðburði á ný.
02.05.2021 - 20:04
Myndskeið
Breskir tónlistarmenn kvarta undan Brexit
Tónlistarfólk í Bretlandi segir stöðu sína hafa versnað til muna eftir Brexit. Nú sé bæði flóknara og dýrara að fá leyfi til tónleikahalds í öðrum Evrópulöndum. Bresk stjórnvöld segja vilja hafa staðið til að semja betur en það hafi strandað á Evrópusambandinu.
08.02.2021 - 20:04
Frumsýningu James Bond enn frestað
Frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um ævintýri njósnara hennar hátignar James Bond hefur enn verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kvikmyndaunnendur þurfa að bíða enn um sinn eftir að geta séð fjölda stórmynda á hvíta tjaldinu.
22.01.2021 - 09:37
Tónleikahaldarar ósáttir – „finnst þetta dálítið skítt“
Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahaldari á Græna hattinum á Akureyri, varð fyrir miklum vonbrigðum með þær breytingar sem gerðar voru á samkomutakmörkunum í vikunni. Hann hefur frestað öllum tónleikum fram í febrúar, hið minnsta.
15.01.2021 - 14:55
Síðdegisútvarpið
Nennti ekki að hafa lokað lengur
Tónleikahald hófst aftur á Græna hattinum um helgina og er staðurinn nú nánast fullbókaður til áramóta. Vert á staðnum segist hafa verið að koðna niður meðan staðurinn var lokaður og hafi hreinlega ekki nennt að hafa lokað lengur.
01.09.2020 - 17:55
Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir
„Mikill munur er á menningarlífi og næturlífi. Næturklúbbur og tónleikastaður eru ekki það sama.“ Þetta segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.
„Þú ert búinn að vera í tjóni í langan tíma“
„Við vinnum eiginlega ekki lengur við að halda viðburði, heldur bara færa, aflýsa og endurgreiða,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá viðburðafyrirtækinu Senu. Síðan COVID-19 skall á heimsbyggðinni hefur hann þurft að fresta eða aflýsa 35 viðburðum.
12.08.2020 - 13:53
Óvíst hvort að Iceland Airwaves fari fram
Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fari fram í haust eður ei. Ef fjöldatakmarkanir verða áfram þær sömu og þær eru nú þarf að endurhugsa framkvæmd hátíðarinnar verulega, að sögn aðstandenda.
10.08.2020 - 15:08
Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Dans er melting fyrir sálina
„Menningin á Íslandi er öðru vísi hvað varðar virka þátttöku tónleikagesta og tilfinningatjáningu, samanborið við það sem ég var alin upp við,“ segir Justyna Wilczyńska, í pistli sínum í Tengivagni Rásar 1. „Allt í einu fannst mér ekki eðlilegt að tjá viðbrögð mín við tónlist með hreyfingu.“
27.07.2020 - 14:43
Myndskeið
Íbúar ekki látnir vita af útitónleikaröð
Engar tilkynningar bárust íbúum um útitónleikaröð í miðborginni í sumar. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir það standa upp á tónleikahaldara að láta vita. Þó svo að borgin styrki og skipuleggi viðburði beri hún ekki ábyrgð á samráð sé haft við íbúa.
24.07.2020 - 19:16
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi.