Færslur: Tónleikar

Síðdegisútvarpið
Nennti ekki að hafa lokað lengur
Tónleikahald hófst aftur á Græna hattinum um helgina og er staðurinn nú nánast fullbókaður til áramóta. Vert á staðnum segist hafa verið að koðna niður meðan staðurinn var lokaður og hafi hreinlega ekki nennt að hafa lokað lengur.
01.09.2020 - 17:55
Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir
„Mikill munur er á menningarlífi og næturlífi. Næturklúbbur og tónleikastaður eru ekki það sama.“ Þetta segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.
„Þú ert búinn að vera í tjóni í langan tíma“
„Við vinnum eiginlega ekki lengur við að halda viðburði, heldur bara færa, aflýsa og endurgreiða,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá viðburðafyrirtækinu Senu. Síðan COVID-19 skall á heimsbyggðinni hefur hann þurft að fresta eða aflýsa 35 viðburðum.
12.08.2020 - 13:53
Óvíst hvort að Iceland Airwaves fari fram
Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fari fram í haust eður ei. Ef fjöldatakmarkanir verða áfram þær sömu og þær eru nú þarf að endurhugsa framkvæmd hátíðarinnar verulega, að sögn aðstandenda.
10.08.2020 - 15:08
Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Dans er melting fyrir sálina
„Menningin á Íslandi er öðru vísi hvað varðar virka þátttöku tónleikagesta og tilfinningatjáningu, samanborið við það sem ég var alin upp við,“ segir Justyna Wilczyńska, í pistli sínum í Tengivagni Rásar 1. „Allt í einu fannst mér ekki eðlilegt að tjá viðbrögð mín við tónlist með hreyfingu.“
27.07.2020 - 14:43
Myndskeið
Íbúar ekki látnir vita af útitónleikaröð
Engar tilkynningar bárust íbúum um útitónleikaröð í miðborginni í sumar. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir það standa upp á tónleikahaldara að láta vita. Þó svo að borgin styrki og skipuleggi viðburði beri hún ekki ábyrgð á samráð sé haft við íbúa.
24.07.2020 - 19:16
Skipuleggjandi harmar umræðu um tónleika á Egilsstöðum
Fernir tónleikar hafa verið auglýstir á hótelinu Valaskjálf á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir það á samfélgsmiðlum að engar konur skuli koma fram. Þráinn Lárusson, eigandi hótelsins, segir í samtali við fréttastofu að sér finnist afskaplega leiðinlegt að tónleikarnir hafi raðast niður með þessum hætti og segist sammála því að það sé vont að engin kona stígi á svið þessa helgi. 
Segulmögnuð áhrif tónlistar eftir samkomubann
„Tónleikar eru ekki bara veisla fyrir eyrað, þeir eru líka sjónræn upplifun, tónlistin vekur upp tilfinningar og jafnvel gæsahúð.“ Justyna Wilczyńska fjallar um nándina sem skapast á tónleikum á milli flytjenda tónlistar og hlustenda í pistli sínum í Tengivagninum.
Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu
Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.
10.07.2020 - 15:39
Síðdegisútvarpið
Horfðu á allt hverfa á einni nóttu
Þeir sem starfa í kringum tónleikahald horfðu á iðnaðinn nánast gufa upp á einni nóttu þegar að samkomubann tók gildi. Nú stefnir í að kreppan þar verði lengri og dýpri en áður var gert ráð fyrir en reikna má með að meiri áhersla verði sett á íslenska viðburði frekar en stórtónleika með erlendum stjörnum á næstu misserum.
26.05.2020 - 13:08
„Þetta er ekki heimsendir og þetta ástand mun líða hjá“
Páll Óskar Hjálmtýsson er fimmtugur í dag. Hann ætlaði upphaflega að halda þrenna tónleika til að halda upp á afmælið en varð að fresta þeim vegna COVID-19 faraldursins. Hann segir mánuðinn fram undan verða erfiðan, en minnir á að þetta sé tímabundið ástand.
16.03.2020 - 13:05
Umferðarlokanir vegna tónleika Ed Sheeran
Vegna tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli verður lokað fyrir umferð um Reykjaveg og Engjaveg frá hádegi í dag og á morgun. Suðurlandsbraut verður lokuð fyrir umferð af sömu ástæðu síðdegis. Göturnar verða opnaðar aftur þegar tónleikagestir eru komnir úr Laugardalnum. Óvíst er hversu langan tíma það taki.
10.08.2019 - 10:21
Ed Sheeran lenti á Íslandi í nótt
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er lentur á Íslandi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sheeran heldur tvenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina og hefur undirbúningur verið í fullum gangi. Búist er við um 50 þúsund gestum í dalinn. 
08.08.2019 - 14:45
Þetta er að gerast um helgina
Þá er Eurovision helgin gengin í garð. Við tókum saman það helsta sem fram fer um helgina hvort sem þú ætlar að fagna Eurovision eða sniðganga það.
Þetta er að gerast um helgina
Þá er helgin gengin í garð. Við tókum saman það helsta sem fram fer um helgina. Mikið fjör verður í bænum hvort sem fólk elskar söngleiki eða enska boltann.
10.05.2019 - 11:35
Þetta er að gerast um helgina
Þá er helgin enn eina ferðina að ganga í garð og nóg um að vera. Við tókum saman það helsta sem hægt er að gera sér til skemmtunar á höfuðborgarsvæðinu og minnum á að svo gæti farið að sólin léti sjá sig.
03.05.2019 - 15:40
Stimming til Íslands
Þýski raftónlistarmaðurinn Martin Stimming er væntanlegur til landsins en hann kemur fram á útgáfutónleikum vegna nýrrar plötu tónlistarmannsins Janusar Rasmussen.
27.04.2019 - 15:00
Ástarljóðavalsar í Hörpu
Á sunnudaginn næstkomandi stilla saman strengi sína fjórir einsöngvarar og tveir píanóleikarar, en þau munu halda tónleika í Norðurljósasal Hörpu.
05.04.2019 - 15:56
Tvíhöfði skemmtir á Aldrei fór ég suður
Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson koma fram á kvöldskemmtun á skírdag á Aldrei fór ég suður á Ísafirði.
Tónaveisla án landamæra
„Stóru númerin í ár eru Páll Óskar, Salka Sól og Ingó Veðurguð en þau koma fram ásamt einstaklingum með fatlanir,“ segir Halla Karen Guðjónsdóttir verkefnastýra Hljómlistar án landamæra.
02.04.2019 - 13:29
Sigrid með tónleika í Höllinni í desember
Norska poppstjarnan Sigrid heldur tónleika á Íslandi í annað sinn, laugardaginn 7. desember í Laugardalshöll, en hún kom fram á Airwaves 2017. Sigrid hefur síðan slegið í gegn á heimsvísu og flestir Íslendingar þekkja slagara hennar Don’t Kill My Vibe og Sucker Punch.
28.03.2019 - 10:58
Tónleikar í Trékyllisvík
Trékyllisvík mun heldur betur lifna við um helgina þar sem tónleikar verða haldnir í kirkju staðarins.
28.07.2018 - 11:05
Andsetinn Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauti hefur nú haldið tónleika á níu stöðum um allt land á níu dögum, það þýðir að það eru aðeins fjórir dagar eftir af þrettán, á Íslandstúrnum hans 1313. Það er sannarlega komin þreyta í mannsskapinn en enn eru þó allir á lífi þó svo að þeir hafi meðal annars orðið varir við draugagang.
08.06.2018 - 11:55
Gólfið í Silfurbergi nötraði - Airwaves
Það var rafmögnuð stemning í Silfurbergi í Hörpu í gær þegar fjórða kvöld Iceland Airwaves hófst, með tónleikum Gunnars Jónssonar Collider.