Færslur: Tónaflóð Rásar 2 2019

Hljóðbrot
Koma ekki saman og hoppa í hring
Hljómsveitin Valdimar var ein þeirra sem skemmti á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt við frábærar undirtektir. Í aðdraganda tónleikanna heimsótti Óli Palli hljómsveitina við æfingar og sögðust liðsmenn sveitarinnar ekki hafa uppi sérstaka siði í undirbúningi, eins og að hoppa í hring eða slíkt.
28.08.2019 - 13:30
Mynd með færslu
Tónaflóð Rásar 2 í beinni
Bein útsending frá Tónaflóði, árlegum stórtónleikum Rásar 2 á Menningarnótt frá Arnarhóli. Fram koma ClubDub, Auður, GDRN, Vök, Valdimar, Hjaltalín og Stjórnin.
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Hjaltalín og Stjórnin á Tónaflóði Rásar 2
Stjórnin, ClubDub, Vök og Hjaltalín eru meðal þeirra flytjenda sem skemmta á Tónaflóði, hinni árlegu tónlistarveislu Rásar 2 á Menningarnótt, laugardagskvöldið 24. ágúst.