Færslur: Tónaflóð

Tónaflóð
Esjan er ekki fallegri en þessi flutningur
Söngkonan Bríet lokaði Tónaflóði á Arnarhóli í gær með kröftugum flutningi á nokkrum af sínum vinsælustu lögum. Brekkan tók undir þegar hún söng Esjuna, svo undirtók í miðbænum.
21.08.2022 - 11:32
Mynd með færslu
Í BEINNI
Tónaflóð - Menningarnæturtónleikar 2022
Bein útsending frá hátíðartónleikum Rásar 2 við Arnarhól í tilefni af Menningarnótt 2022.
20.08.2022 - 19:15
Morgunútvarpið
Espressobolli og konfettísprengja á Tónaflóði
„Faraldurinn kom og fólk festist heima en gat bara hugsað sér að fara á klúbbinn. Ég sem fór aldrei neitt á klúbb var að láta mig dagdreyma að ég stæði einn í miðjum klúbbi að dansa þar sem ég þekkti engan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn sem flytur meðal annars nýja dansvæna tónlist á Tónaflóði í kvöld.
20.08.2022 - 11:42
Átta ómissandi dagskrárliðir á Menningarnótt
Það er mikið um dýrðir í Reykjavíkurborg í dag. Hátíðarhöld Menningarnætur standa yfir frá morgni til kvölds og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
20.08.2022 - 09:55
Tónaflóð
Tónaflóð snýr aftur á Arnarhól
Að venju verður mikið um dýrðir á Menningarnótt í Reykjavík. Hinir ýmsu menningarviðburðir, gjörningar, sýningar og tónleikar spretta upp í borginni. Dagskránni verður svo slaufað með Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2 á Arnarhóli.
RÚV óheimilt að kosta þættina Tónaflóð
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi brotið lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru sumrin 2020 og 2021. Nefndin taldi þættina ekki falla undir hugtakið „íburðarmikill dagskrárliður“ og hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins.
01.07.2022 - 11:13
Tónaflóð
Bríet og Sturla Atlas frumflytja lag úr Rómeó og Júlíu
Bríet og Sturla Atlas fluttu nýtt lag úr leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Tónaflóði á RÚV. Bríet tekur þátt í leiksýningunni ásamt stórum leikhópi og tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Tónaflóð um landið
Jóhanna Guðrún, Bryndís Jakobsdóttir og bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir halda uppi stuðinu í Vestmannaeyjum í kvöld ásamt hljómsveitinni Albatross, í Tónaflóði RÚV og Rásar 2.
02.07.2021 - 19:15
Mynd með færslu
Í BEINNI
Menningarnæturgleði heima í stofu
Á venjulegu ári hefði Menningarnótt farið fram með pompi og prakt í dag en vegna kórónuveirunnar var ákveðið að aflýsa hátíðinni. Það verður þó nóg um menningu og gleði á RÚV og Rás 2 í kvöld þar sem þéttpökkuð dagskrá er fram undan.
22.08.2020 - 19:39
Tónaflóð um landið
Hamingjan var alltumlykjandi á Tónaflóði í Aratungu
Hamingjan var svo sannarlega í félagsheimilinu Aratungu í Reykholti þar sem Tónaflóð um landið fór í kvöld. Jónas Sig var meðal gesta og tók lagið Hamingjan er hér ásamt hljómsveitinni Albatross og öðrum gestum kvöldsins.
31.07.2020 - 22:23
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Tíst og taggað á Menningarnótt
Tuttugustu og þriðju menningarnótt í Reykjavík lauk með flugeldasýningu rúmlega ellefu í kvöld. Borgin iðaði af lífi og fjöldi viðburða setti svip sinn á svæðið. Veður var gott og fjölmennt í bænum. Það fór ekki framhjá notendum samfélagsmiðla að mikið stæði til en hér er brot af því besta þaðan.
18.08.2018 - 23:44
Króli, Eyþór og eftirhermurnar tóku B.O.B.A.
„Þetta var ekki æft, ekki neitt,“ segir Króli gersamlega agndofa yfir útkomunni á flutningi B.O.B.A. þar sem Eyþór Ingi bregður sér í gervi Bubba og Páls Óskars. Eyþór Ingi og Króli eru meðal hinna fjölmörgu listamanna sem troða upp á Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2 á Arnarhóli annað kvöld.
17.08.2018 - 16:45
Kjarnasamruni Hjálma og Prins Póló
„Þetta verður bara einhver eðlilegur kjarnasamruni,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló um fyrirhugaðan bræðing Prins Póló og Hjálma á Tónaflóðstónleikum Rásar 2 á menningarnótt. Böndin eiga langa sögu af samvinnu en hafa þrátt fyrir það aldrei spilað saman á sviði áður.
17.08.2018 - 11:20
Tónaflóð við Arnarhól
„Það eru ekki mörg önnur skipti þar sem fleira fólk kemur saman til að hlusta saman á músík, það er alveg á hreinu,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður og verkefnisstjóri Tónaflóðs, um stórtónleika Rásar 2 á menningarnótt.
18.08.2017 - 14:10
BorgarstjóraRokk + Deep Purple 1973
Gestur þáttarins að þessu sinni er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er duglegr að sækja tónleika og hlusta á músík. Við vitum hvar hann stendur í pólitíkinni en hvar er hann í músíkinni? Er eitthvað rokk í honum? Hann mætir með uppáhalds rokkplötuna sína í Füzz kl. 21.00
18.08.2017 - 13:11
Lifandi áramótabland...
Í Konsert kvöldins verður boðið upp á brot af því best, eða blöndu, tóndæmi frá hinum ýmsu Konsert þáttum ársins 2016.
Glimrandi Tónaflóð á Menningarnótt
Í Rokklandi vikunnar er boðið upp á brot af því besta sem var spilað og sungið á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt.
Papar - Þursar og Todmobile á Menningarnótt
Í Konsert vikunnar heyrum við þrenna heila Menningarnætur-tónleika, Papana og Þursalokkinn í Hljómskálagarðinum 2009 og síðan Todmobile á Hafnarbakkanum 2005.
18.08.2016 - 17:55