Færslur: Tómstundastarf

Efla á félagstengsl og frístundir barna í Breiðholti
Sérstaklega er nú unnið að því að auka þátttöku íbúa Breiðholtshverfa af erlendum uppruna, í íþrótta- tómstundastarfi og til eflingar lýðheilsu. Unnið er að því að efla lýðheilsu í öllum hverfum en í Breiðholti gengur verkefnið undir heitinu „Frístundir í Breiðholti“.
20.01.2021 - 09:18
Myndskeið
Óljóst með skipulag skólastarfs á morgun
Reglugerð um hvernig haga skuli takmörkunum í skóla- og íþróttastarfi barna var birt fyrir fáum klukkustundum. Því hefur ekki náðst að skipuleggja hvernig því verður nákvæmlega háttað á morgun. Íþróttafélög eru tilbúin að taka á móti börnum á æfingar þrátt fyrir óvissuna. Von er á tillögum forsætisráðherra um fyrirkomulag á landamærum á föstudaginn. 
Hollustuklemma hamlar þátttöku í Breiðholti
Frístundakortið er vannýtt. Nýtingin er minnst í Breiðholti, nánar tiltekið í Efra-Breiðholti. Þar er þátttaka í skipulögðu starfi sömuleiðis einna lökust. Íþróttastjóri ÍR segir börn í hverfinu verða af tugum milljóna af þessum sökum. Orsakirnar eru að mati forsvarsmanna íþróttafélaganna í hverfinu fjölþættar og þeir hafa ólíka sýn á hversu þungt hver vegur. Þeir sammælast um að hollustuklemma hamli íþróttaþátttöku að einhverju leyti.
21.11.2016 - 17:11