Færslur: Tölvuþrjótar

Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Komust yfir launakerfi Strætó og afrit af Þjóðskrá
Tölvuþrjótarnir sem brutust inn í tölvukerfi Strætó komust yfir aðgang að gagnagrunnum sem hafa að geyma afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kerfiskennitöluskrá. Eins komust þeir inn í launakerfi Strætó, þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks fyrirtækisins.
11.01.2022 - 21:13
Náðu gögnum um notendur Strætó
Tölvuþrjótarnir sem gerðu netárás á tölvukerfi Strætó bs í lok síðasta árs komust yfir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra sem Strætó sinnir fyrir hönd sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó í kvöld.
10.01.2022 - 21:46
Hundrað tilraunir til tölvuglæpa á hverri mínútu
Hundrað tilraunir eru gerðar á hverri mínútu til að nýta galla í tölvukóða sem uppgötvaðist fyrir skömmu. CERT-IS, netöryggissveit Fjarskiptastofu, hefur virkjað samhæfingarferli vegna veikleikans.
14.12.2021 - 08:30
Kastljós
Íslenskir innviðir í hættu vegna veikleika tölvukerfa
Íslenskir innviðum stafar hætta af veikleika sem hefur uppgötvast í fjölda tölvukerfa. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveitinni, segir að á meðan óvissa ríki um öryggi íslenskra innviða og hvort tölvuþrjótar hafi náð að nýta sér þennan veikleikann í vafasömum tilgangi, verði virkt óvissustig almannavarna um netöryggi.
Spegillinn
Hættuleg glufa inn í tölvukerfi enn opin
Um helgina varaði netöryggissveitin CERT-IS við því að herjað væri á íslenska innviði erlendis frá; reynt að finna þjóna og kerfi sem væru mögulega berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta vegna galla í kóðasafni.  Svipað mál kom upp í haust, fjöldi fyrirtækja lenti þá í hremmingum þegar hrappar nýttu sér veikleika til að taka gögn í gíslingu. Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir að gallinn hafi uppgötvast í kóðasafni sem margir þeirra sem bjóða þjónustu á netinu nýta. 
13.12.2021 - 16:48
Vefsíða Donalds Trumps hökkuð
Tölvuþrjótur hakkaði sér leið inn á vefsíðu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og gjörbreytti því sem þar var að finna um hríð. Í stað myndar af glaðlegum og brosandi Trump með Hvíta húsið í bakgrunni og texta þar sem óskað er eftir fjárframlögum birtist lesendum boðskapur sem sóttur er í kóraninn og íslömsk gildi.
Verkefnum netafbrotadeildar hefur fjölgað mikið
Verkefnum netafbrotadeildar lögreglunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og efla þyrfti deildina. Þetta segir lögreglufulltrúi í netafbrotadeild lögreglu. Hann segir að mikil að vitundarvakning hafi orðið í tölvuöryggismálum hér á landi.
Tölvuþrjótar oft með forskot
Netöryggissérfræðingur segir að baráttan gegn tölvuglæpum snúist að mörgu leyti um að elta og bregðast við aðferðum tölvuþrjóta. Með auknum netviðskiptum vegna heimsfaraldursins þurfi mögulega að bæta varnir fyrirtækja enn frekar.
Veldisvöxtur í netárásum
Veldisvöxtur er í netárásum á fyrirtæki að sögn aðstoðarforstjóra netöryggisfyrirtækis. Nauðsynlegt sé að vera á varðbergi gagnvart tölvupóstum sem fólk kannist ekki við.
Hægt að tryggja sig fyrir netárás
Framkvæmdastjóri Geislatækni segir unnið hörðum höndum að endurræsingu tölvukerfis fyrirtækisins eftir netárás í síðustu viku og sú vinna gangi vel. Hægt er að tryggja sig fyrir svona glæpum og afleiðingum þeirra.
Með íslenskt fyrirtæki í gíslingu og vilja lausnargjald
Rússneskir tölvuþrjótar hafa tekið allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í Garðabæ í gíslingu og krefjast tuga milljóna í lausnargjald. Verði það ekki greitt í dag tvöfaldast upphæðin. Eigandi fyrirtæksins segir ekki koma til greina að borga.
Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Tölvuárás á norska Stórþingið
Enn ein tölvuárásin var gerð á Stórþingið í Noregi í dag. Útlit er fyrir að hún sé enn víðfeðmari en sú sem gerð var síðastliðið haust, að því er norskir fjölmiðlar hafa eftir Tone WilhelmsenTrøen, forseta þingsins. Hún segir að vísbendingar séu um að einhverjum gögnum hafi verið stolið, en óvíst sé hve miklum.
10.03.2021 - 16:58
Brotist inn í tölvukerfið hjá ráðuneyti netöryggis
Hópur útfarinna tölvuþrjóta náði að smeygja sér framhjá öllum rafrænum vörnum bandaríska heimavarnaráðuneytisins um helgina og brjótast inn í tölvukerfi þess. Fjölmiðlar vestra hafa eftir ónefndum heimildarmönnum í ráðuneytinu að grunur leiki á að hakkararnir séu á mála hjá rússneskum stjórnvöldum. Heimavarnaráðuneytið er feikilega valdamikil og fjölmenn stofnun, sem ber meðal annars ábyrgð á öryggi landamæranna og netöryggi.
Ráðist á Twitter reikning forsætisráðherra Indlands
Tölvuþrjótur gerði atlögu að Twitter aðgangi Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Twitter staðfesti þetta í dag.
03.09.2020 - 04:23
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Segja Rússa hafa reynt að stela gögnum um bóluefni
Bretar saka rússneska tölvuþrjóta um að hafa reynt að komast yfir upplýsingar frá vestrænum rannsóknarstofum um þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Stjórnvöld í Kreml segjast ekkert kannast við málið.
Nýta sér faraldurinn til að svíkja fólk
Alda tölvuglæpa gengur nú yfir netheima þar sem tölvuþrjótar reyna að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að komast yfir lykilnúmer og greiðslukortaupplýsingar.
04.04.2020 - 19:20
Instagrami Örnu stolið og henni hótað af tölvuþrjóti
Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, berst nú við tölvuþrjót sem hefur tekið yfir aðgang hennar á Instagram. Sá hótar henni öllu illu og sjálf er hún ekki bjartsýn að hún fái aðganginn aftur.
14.01.2020 - 14:30
Hulduvefþjónum lokað í fyrrum NATO-byrgi
Þýsku lögreglunni tókst að loka á gagnaver tölvuþrjóta sem hafði verið komið fyrir í fyrrum byrgi Atlantshafsbandalagsins, NATO, í smábæ á bökkum Mósel árinnar. Yfir 600 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni, þar á meðal sérsveit ríkislögreglunnar. 
28.09.2019 - 07:37
Nærri 300 handteknir vegna svikapósta
Nærri 300 voru handteknir í sameiginlegri aðgerð nígerískra og bandarískra yfirvalda gegn netsvindlurum. Handtökurnar voru uppskera margra mánaða rannsóknarvinnu.
11.09.2019 - 01:16
Svona forðastu fjársvik netglæpamanna
Tölvuþrjótar sviku á fjórða hundruð milljóna króna út úr HS Orku eins og kom fram í fréttum í gær. Þetta er langt frá því að vera einu rafrænu fjársvikin. Í fyrra voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu 130 tilvik þar sem reynt var að blekkja fólk með því að láta það leggja inn á reikning hjá svikahröppum. En hvernig getur fólk forðast að lenda í klóm netglæpamanna? Lögreglufulltrúi gefur nokkur góð ráð.
10.09.2019 - 16:17