Færslur: Tölvuþrjótar

Nýta sér faraldurinn til að svíkja fólk
Alda tölvuglæpa gengur nú yfir netheima þar sem tölvuþrjótar reyna að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að komast yfir lykilnúmer og greiðslukortaupplýsingar.
04.04.2020 - 19:20
Instagrami Örnu stolið og henni hótað af tölvuþrjóti
Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, berst nú við tölvuþrjót sem hefur tekið yfir aðgang hennar á Instagram. Sá hótar henni öllu illu og sjálf er hún ekki bjartsýn að hún fái aðganginn aftur.
14.01.2020 - 14:30
Hulduvefþjónum lokað í fyrrum NATO-byrgi
Þýsku lögreglunni tókst að loka á gagnaver tölvuþrjóta sem hafði verið komið fyrir í fyrrum byrgi Atlantshafsbandalagsins, NATO, í smábæ á bökkum Mósel árinnar. Yfir 600 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni, þar á meðal sérsveit ríkislögreglunnar. 
28.09.2019 - 07:37
Nærri 300 handteknir vegna svikapósta
Nærri 300 voru handteknir í sameiginlegri aðgerð nígerískra og bandarískra yfirvalda gegn netsvindlurum. Handtökurnar voru uppskera margra mánaða rannsóknarvinnu.
11.09.2019 - 01:16
Svona forðastu fjársvik netglæpamanna
Tölvuþrjótar sviku á fjórða hundruð milljóna króna út úr HS Orku eins og kom fram í fréttum í gær. Þetta er langt frá því að vera einu rafrænu fjársvikin. Í fyrra voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu 130 tilvik þar sem reynt var að blekkja fólk með því að láta það leggja inn á reikning hjá svikahröppum. En hvernig getur fólk forðast að lenda í klóm netglæpamanna? Lögreglufulltrúi gefur nokkur góð ráð.
10.09.2019 - 16:17