Færslur: Tölvur

„Margir hressir fundir hjá millistjórnendum Facebook“
Forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofu segir að svo virðist öll þjónusta Facebook keyri á einu og sama kerfinu, en allar aðferðir í nethönnun segi að skipta eigi þjónustu upp í fleiri kerfi.
05.10.2021 - 12:23
Persónuupplýsingar ekki í hættu í Facebookhruni
Ekkert bendir til að árás hafi verið gerð á Facebook í gær eða að persónuupplýsingar notenda hafi verið í hættu, segir forstöðumaður netöryggissveitar Fjarskiptastofu.
05.10.2021 - 09:26
Bílaframleiðsla dregst saman á Bretlandseyjum
Bílaframleiðsla á Bretlandi í ágústmánuði dróst saman um 27 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Helst má kenna samdráttinn skorti á hálfleiðurum sem hefur hægt á bílaframleiðslu um allan heim.
Verkefnum netafbrotadeildar hefur fjölgað mikið
Verkefnum netafbrotadeildar lögreglunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og efla þyrfti deildina. Þetta segir lögreglufulltrúi í netafbrotadeild lögreglu. Hann segir að mikil að vitundarvakning hafi orðið í tölvuöryggismálum hér á landi.
Vandræði í morgun við rafrænt samræmt íslenskupróf
Hluti þeirra níundabekkjarnemenda sem áttu að þreyta rafrænt samræmt íslenskupróf í morgun lenti í vandræðum með að tengjast prófakerfinu eða missti ítrekað samband við það. Menntamálastofnun vinnur nú að greiningu vandans og metur í kjölfarið til hvaða bragðs verður tekið varðandi framhald samræmdra prófa.
08.03.2021 - 11:45
Spurt um hlutverk gervigreindar í samfélagi framtíðar
Lýðræðislegar reglur verða að ráða því hvernig gervigreind er notuð og tryggja verður öllum jafnan rétt til að móta þjóðfélag framtíðarinnar. Þetta kemur fram í vinnuskjali nefndar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði í október 2020 um ritun gervigreindarstefnu Íslands.
Ráðist á Twitter reikning forsætisráðherra Indlands
Tölvuþrjótur gerði atlögu að Twitter aðgangi Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Twitter staðfesti þetta í dag.
03.09.2020 - 04:23
GRID fær 1,6 milljarða í nýsköpun hugbúnaðar
Hugbúnaðarfyrirtækið GRID hefur tryggt sér nægilegt fjármagn til þess að ljúka vöruþróun á fyrstu afurð fyrirtækisins; veflausn sem er ætlað að umbylta gagnavinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga. Fjárfestingin er metin á 12 milljónir dala, um 1,6 milljarð króna.
27.08.2020 - 13:28
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Skammtafræðilegir yfirburðir Google
Tæknirisinn Google segist hafa búið til tölvu sem býr yfir skammtafræðilegum yfirburðum. Sycamore skammtagjörvi fyrirtækisins getur framkvæmt ákveðna aðgerð á 200 sekúndum. Öflugustu ofurtölvur heims væru í tíu þúsund ár að framkvæma sömu aðgerð samkvæmt Google. 
24.10.2019 - 05:54
Bretar herða lög um áhorf á klám
Ný lög um áhorf á klám taka gildi í Bretlandi í sumar. Samkvæmt lögunum þurfa þau sem vilja horfa á klám á netinu að sanna að þau séu eldri en 18 ára áður en áhorf hefst.
20.04.2019 - 13:52
Erlent · Bretland · Klám · tækni · Tölvur
Netþrjótar herjuðu á forsetaembættið
Netþrjótar herjuðu á Embætti forseta Íslands á dögunum með þeim afleiðingum að fólk, sem hafði sent þangað tölvupóst fyrir mörgum árum, fékk tilkynningu um að hann hafi verið móttekinn.
08.04.2019 - 11:19
Milljónir laga hurfu af Myspace
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Myspace báðust í gær afsökunar á því að tónlist sem hlaðið var upp á vefinn frá árunum 2003 til 2015 hafi horfið af vefnum. Alls gætu þetta verið um 50 milljónir laga segir á vef fréttastofu CNN. Myspace var vinsælasti samfélagsmiðillinn á netinu á milli áranna 2005 til 2008, áður en Facebook kom til sögunnar.
19.03.2019 - 07:08
Kínverjar loka á leitarvefinn Bing
Bing, leitarvefur Microsoft, er ekki lengur aðgengilegur í tölvum í Kína. Svo virðist sem honum hafi verið lokað í gær, þegar fólk fékk skyndilega villuboð þegar það hugðist nota vefinn. Talsmaður Microsoft sagði í stuttri tilkynningu að búið væri að loka Bing og verið væri að kanna hverju það sætti.
24.01.2019 - 07:22
Myndskeið
Netþrjótar stálu tæpum 80 milljónum króna
Lögregla hefur til rannsóknar tólf mál tengd stórfelldum peningaþjófnaði á netinu. Dæmi eru um að tæplega 80 milljónum króna hafi verið stolið, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
14.11.2018 - 19:26
Fortnite að mörgu leyti eins og íþróttir
Um tvö hundruð og fimmtíu manns komu saman í Háskólanum í Reykjavík í dag á svokölluðu Lan-móti eða tölvuleikum. Mótið var fyrsta mótið hér á landi þar sem keppendur keppa í leiknum Fortnite augliti til auglitis. Fortnite er geysivinsæll meðal yngra fólks og einn skipuleggjandi segir að leikirnir, sem spilaðir eru á mótinu, séu að mörgu leyti eins og íþróttir.
11.08.2018 - 19:43
Skjánotkun veldur unglingum streitu og verkjum
Streita og álag og verkir tengdir því eru að aukast meðal norskra unglinga samkvæmt nýrri rannsókn sem Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi, birti nýlega. Stelpur virðast samkvæmt rannsókninni frekar upplifa álag og verki og vill Hermundur tengja það við veika sjálfsmynd sem aftur má svo tengja við notkun samfélagsmiðla.
05.07.2018 - 15:43
Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL, hefur áhyggjur af þróuninni og segir kerfið vanbúið til að bregðast við vaxandi vanda. Þá hefur útköllum til lögreglu vegna tölvufíknimála fjölgað.
20.06.2018 - 16:24
Með tölvuleikjadellu á Djúpavogi
„Ég er nú ekki viss um að allir viti hvað ég er að bralla eftir vinnu,“ segir Birkir Fannar Smárason, 26 ára gamall Stöðfirðingur búsettur á Djúpavogi. Hann hefur haldið úti tölvuleikjastreymi á vefnum í nokkurn tíma en á næstu vikum fer hann af stað með Retró, nýja vefþætti sem fjalla um tölvuleiki og leikjatölvur af gamla skólanum.
22.04.2018 - 08:11
Sterklega varað við svikapósti í nafni Valitor
Valitor varar við tölvupóstum sem í dag hafa verið sendir í nafni fyrirtækisins um að kortum fólks hafi verið lokað eftir „tæknileg“ atvik í gagnagrunnum fyrirtækisins. „Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar,“ segir í tilkynningu frá Valitor.
24.03.2018 - 21:07
Skoða þarf skattlagningu á Bitcoin-gröft
Þingmaður Pírata segir áhyggjuefni að stórir erlendir aðilar nýti ódýra íslenska orku í að grafa eftir Bitcoin-rafeyri og græða milljarða án þess að skilja nokkuð eftir í landinu. Nauðsynlegt sé að ræða hvort skattleggja skuli starfsemina.
08.01.2018 - 21:50
Greindu ekki frá öryggisgalla í örgjörvum
Nokkur af stærstu tæknifyrirtækjum heims vinna nú í kappi við tímann að því að lagfæra tvo meiriháttar öryggisgalla í örgjörvum sem notaðir eru í tölvum og snjalltækjum um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Með því að nýta sér gallana gætu tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar fólks.
04.01.2018 - 22:57
Tvö tilvik þar sem trúnaðargögn voru lesin
Skýrsla um mistök við yfirfærslu gagna í tölvukerfi Borgarhólsskóla á Húsavík sýnir að afar ólíklegt sé að viðkvæmar upplýsingar hafi komist í almenna umferð innan skólans. Í tveimur tilfellum náðu nemendur þó að lesa trúnaðargögn.
29.11.2017 - 17:20
Húsavík: Trúnaðargögn skólans opnuðust öllum
Viðkvæmar trúnaðarupplýsingar úr tölvukerfi grunnskólans á Húsavík urðu aðgengilegar nemendum skólans vegna mistaka við yfirfærslu á gögnum. Sveitarstjóri Norðurþings segir tjónið minna en óttast var í fyrstu. Málið sé engu að síður litið alvarlegum augum.
25.11.2017 - 17:51