Færslur: tölvuöryggismál
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
20.01.2022 - 09:12
Þrír nýir veikleikar viðhalda óvissustigi
Óvissustig vegna Log4j tölvukóðas er áfram í gildi eftir að nýir veikleikar uppgötvuðust í kóðasafninu. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum, kemur fram í fréttatilkynningu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir mikilvægt að stofnanir og rekstraraðilar uppfæri kerfi sín sem fyrst.
20.12.2021 - 13:59
Verkefnum netafbrotadeildar hefur fjölgað mikið
Verkefnum netafbrotadeildar lögreglunnar hefur fjölgað mikið að undanförnu og efla þyrfti deildina. Þetta segir lögreglufulltrúi í netafbrotadeild lögreglu. Hann segir að mikil að vitundarvakning hafi orðið í tölvuöryggismálum hér á landi.
24.09.2021 - 17:45
Siðprúðir hakkarar brjótist inn í tölvukerfi
Íslendingar eru aftarlega á merinni í tölvuöryggismálum og siðprúðir hakkarar ættu að vera fengnir til að finna öryggisgalla í kerfum hins opinbera. Þetta segir Theódór R. Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir að tölvuárásum hafi fjölgað og afleiðingar þeirra séu orðnar afdrifaríkari.
10.06.2021 - 16:38
„Það er hægt að hakka hakkara“
Theódór R. Gíslason, sérfræðingur í tölvuöryggi man ekki til þess að aðgerð þar sem glæpamenn eru plataðir til að nota app sem lögregluyfirvöld bjuggu til hafi gerst áður. Aðgerðin sýni að hægt sé að snúa á glæpamenn með tölvutækninni, hægt að hakka hakkara. Brotist er inn í tölvur fyrirtækja í auknum mæli bæði hér á landi og erlendis.
10.06.2021 - 07:30