Færslur: Tölvuleikir

Hefur fengið ótal vinabeiðnir síðan leikurinn kom út
„Ég hafði sjálfur ekki spilað tölvuleiki síðan árið 2000 svo ég fékk mér PlayStation-tölvu og keypti mér leikinn til að skilja eitthvað hvað ég var að fara út í,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari sem fer með eitt aðalhlutverkanna í nýjum geysivinsælum tölvuleik. Leikurinn nefnist Assassins Creed Valhalla og kom út í vikunni.
Apple lokar á framleiðendur Fortnite
Tæknirisinn Apple ákvað í gærkvöld að loka á tölvuleikjaframleiðandann Epic Games, sem framleiðir meðal annars hinn geysivinsæla Fortnite. Leiknum var úthýst úr tækjum Apple 13. ágúst eftir uppfærslu þar sem Epic Games reyndi að koma í veg fyrir að Apple hlyti sinn skerf af tekjum leiksins.
29.08.2020 - 06:57
Hlaupandi hlaupbaunir heilla tölvuleikjaheiminn
Tölvuleikurinn Fall Guys: Ultimate Knockout hefur notið óvæntra vinsælda í tölvuleikjaheiminum upp á síðkastið. Í leiknum spila spilarar sem hlaupandi hlaupbaunir (e. jelly beans) sem hafa það að markmiði að vera síðasta baunin uppistandandi.
28.08.2020 - 16:25
Senua þverar Ísland í leiknum Hellblade II
Leikjaheimur Hellblade II, frá tölvuleikjaframleiðandanum Ninja Theory, er byggður á Íslandi. Hönnuður leiksins fékk hugmyndina eftir ferð til landsins, sem hann lýsir sem fallegu, framandi og hættulegu, allt í senn.
27.07.2020 - 11:08
Margar leyna kyni sínu til að forðast áreitni
Jana Sól Ísleifsdóttir stefnir á atvinnumennsku í tölvuleikjum. Að undanförnu hefur hún vakið athygli á kynferðislegri áreitni innan tölvuleikjaheimsins sem hún segir vera daglegt brauð. Margar konur fari leynt með kyn sitt í leikjunum til að forðast áreitnina, sem er sumum ofviða, segir Jana Sól. Hún hefur fengið nóg og vill að leikir verði aðgengilegir fyrir allt fólk, óháð kyni.
Lestin
Hljóðguð með mörg hliðarsjálf
Tónlistarmaðurinn Hermigervill sá um hljóðhönnun og tónlistarsköpun fyrir snjallsímatölvuleikinn Trivia Royale sem fyrirtækið Teatime gaf út á dögunum.
27.06.2020 - 11:54
Svona lítur nýja PlayStation 5 tölvan út
Sony hefur nú opinberað útlit PlayStation 5 tölvunnar sem væntanleg er á þessu ári. Mikil eftirvænting hefur skapast í kringum tölvuna sem spilarar hafa margir beðið lengi eftir enda sjö ár síðan PlayStation 4 kom út.
12.06.2020 - 10:12
Lestarklefinn
Deilt um heilindi marðarhundsins á eyðieyjunni
„Þessi leikur er staðalbúnaður í heimsfaraldri. Við keyptum hann eftir alveg skelfilega helgi þegar faraldurinn brast á og ég fer ekki ofan af því að þetta hafi bjargað geðheilsu heimilismeðlima,“ segir Íris Ellenberger sagnfræðingur um tölvuleikinn Animal Crossing sem kom út í miðju samkomubanni.
24.04.2020 - 09:14
Kynning á fjarstýringu í hlýrabol sniðug markaðssetning
Playstation 5 leikjatölvan kemur til með að líta dagsins ljós í vetur eftir mjög langa bið spilara. Geir Finnsson, tækninörd RÚV núll, fór yfir væntingarnar fyrir tölvuna sem spáð er að verði bæði of dýr og fá eintök verði framleidd til að byrja með.
20.04.2020 - 15:07
Sýndarveruleiki og framtíð tölvuleikja
Bjarki Þór Jónsson rýnir í framtíð tölvuleikja. „Með sýndarveruleikabúnaði getur spilarinn á einu augnabliki yfirgefið raunheima og birst í stafrænum leikjaheimi. Hann er innan leikjaheimsins, hvert sem litið er, og ef leikurinn og sýndaveruleikabúnaðurinn er vandaður er auðvelt að gleyma stað og stund.“
Lestin
Leikir sem fá mann til að hugsa
Flestir tölvuleikir eru hannaðir með skemmtanagildi í huga. En til eru leikir sem ýta undir að spilarinn velti fyrir sér því málefni sem leikurinn tekur fyrir, til dæmis kvíða, alkóhólisma, fórnalömb stríðs, fíkn og einhverfu.
12.03.2020 - 15:07
Lestin
Ör þróun á sviði tölvuleikja í hálfa öld
Frá Pong til 1.000 km² leikjaheima. Bjarki Þór Jónsson stiklar á stóru í sögu tölvuleikja.
09.03.2020 - 12:32
Vinsæll samfélagsmiðlaleikur hakkaður
Tölvuleikjaframleiðandinn Zynga greindi frá því í gær að upplýsingar yfir 170 milljón notenda leiksins Words With Friends hafi komist í hendur tölvuþrjóta fyrr á árinu. Fyrirtækið greindi frá því í september að það hafi orðið fyrir árás en gerði ekki grein fyrir umfanginu fyrr en í gær.
20.12.2019 - 06:13
Kveikur
Foreldrar þurfi að stíga inn í heim barnanna
Foreldrar þurfa að sýna tölvuleikjum barna sinna áhuga. Ef þeir ætla að ná til barnanna og vinna með þeim þá verða þeir að skilja um hvað þau eru að tala, segir sérfræðingur.
29.10.2019 - 20:09
Kveikur
Segir áhugaleysi foreldra aðalvandamálið
Rafíþróttadeild Ármanns var stofnuð fyrr á árinu. 30 til 40 börn mæta tvisvar í viku í húsakynni Ground Zero á Grensásvegi og spila tölvuleiki undir leiðsögn þjálfara. „Við viljum að allir einhvern veginn labbi héðan út sem betri manneskjur en þeir voru fyrir æfinguna.”
29.10.2019 - 13:43
Walmart auglýsir ekki ofbeldisfulla tölvuleiki
Bandaríski verslunarrisinn Walmart ætlar að fjarlægja allar auglýsingar fyrir ofbeldisfulla tölvuleiki og kvikmyndir. Fyrirtækið hefur ekki í hyggju að hætta sölu skotvopna.
09.08.2019 - 15:41
Hliðarvídd Stranger Things birtist í Fortnite
Þriðja þáttaröð af yfirnáttúrulegu þáttunum Stranger Things kemur út á streymisveitunni Netflix á morgun, 4. júlí. Af því tilefni virðist „The Upside Down“, hliðarvíddin sem geymir ýmiss konar skrímsli, hafa opnast í tölvuleiknum Fortnite.
03.07.2019 - 14:44
Tölvuleikur með nasistum leyfður í Þýskalandi
Í fyrsta sinn frá því að dómstóll í Þýskalandi felldi úr gildi bann við nasistatáknum í tölvuleikjum í fyrra kemur tölvuleikur út í landinu þar sem nasistar eru í stóru hlutverki og tákn þeirra fyrirferðarmikil.
27.06.2019 - 18:00
Viðtal
Stýrir 100 manna Minecraft-teymi hjá Microsoft
„Ferilskráin mín fer á eitthvað flakk inni í Microsoft og endar hjá Minecraft,“ segir Torfi Frans Ólafsson tölvuleikjahönnuður sem hóf feril sinn hjá OZ og starfaði um árabil hjá CCP. Hann er nú yfirhönnuður nýs Minecraft leiks og starfar í Seattle.
21.05.2019 - 09:41
Getur stafræn ást verið raunveruleg?
Útvarpsleikhúsið frumflytur um páskana útvarpsleikritið SOL eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson, en leikritið var upphaflega sett upp í Tjarnarbíói árið 2017 og hlaut mikið lof. 
17.04.2019 - 09:49
Fjórir bestu FIFA spilarar landsins etja kappi
Íslandsmótið í FIFA fer fram laugardaginn 6. apríl en þar munu fjórir bestu FIFA spilarar landsins keppa um Íslandsmeistaratitilinn.
05.04.2019 - 13:28
Viðtal
Vandamál ef börn vilja ekki gera annað
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir barnasálfræðingur segir að tölvuleikir séu orðnir vandamál hjá börnum ef þau taka leikina fram yfir allt annað og sýni skapgerðarbreytingar. Þá sé ráðlegt að leita ráðgjafar hjá sálfræðingi. Arnar Hólm Einarsson, sjálfskipaður tölvunörd og fræðslustjóri Rafíþróttasambands Íslands, segir mikilvægt fyrir foreldra að setja ramma í samstarfi við krakkana og sýna þessu áhugamáli þeirra áhuga. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
28.01.2019 - 21:09
Tíu undarleg smáforrit fyrir helgina
Hugvitsfólk í hugbúnaðargeiranum hefur þróað margskonar öpp í gegnum tíðina en þau eru mis-gagnleg. Við tökum saman tíu öpp sem eiga það sameiginlegt að vera frumleg eða hafa notagildi sem er ekki augljóst við fyrstu sýn.
Er búinn að fara of oft úr buxunum
Fortnite var líklega einn mest spilaði tölvuleikur síðasta árs og vinsældirnar virðast ekki vera að dvína. Stefán Atli Rúnarsson og Ingi Þór Bauer halda úti YouTube síðunni IceCold þar sem þeir streyma beint frá því þegar þeir spila leikinn.
04.01.2019 - 12:20
Vill lögbann á „Carlton-dansinn“ í Fortnite
Leikarinn Alfonso Ribeiro, sem er frægastur fyrir að hafa leikið á móti Will Smith í The Fresh Prince of Bel Air, hefur kært framleiðendur tölvuleikjanna Fortnite og NBA 2K fyrir að nota dansspor sem hann hafi fundið upp.
18.12.2018 - 17:28