Færslur: Tölvuleikir

Vefsíða ofsóknarmanna fær íslenskt lén
Notendur vefsíðunnar Kiwifarms hafa meðal annars ástundað ofsóknir gegn hinsegin- og transfólki. Minnst þrír hafa svipt sig lífi vegna ofsókna á síðunni. Fyrirtækið Internet á Íslandi hefur samþykkt íslenskt lén fyrir síðuna.
Viðtal
Rúmlega þúsund spilarar Eve online streyma til landsins
EVE Fanfest, hátíð íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP, fer fram í Laugardalshöll um helgina og eru rúmlega þúsund spilarar tölvuleiksins teknir að streyma hingað til lands. Fjölmargir hliðarviðburðir hátíðarinnar eru þegar farnir af stað. 
05.05.2022 - 08:52
New York Times kaupir Wordle
Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur fest kaup á orðaleiknum Wordle. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda á árinu en hann var fyrst settur í loftið í október.
01.02.2022 - 07:14
Risavaxin kaup Microsoft merki um vöxt leikjaiðnaðarins
Bandaríski tæknirisinn Microsoft greinir frá því að fyrirtækið muni festa kaup á tölvuleikjaframleiðandanum Activision Blizzard. Kaupverðið er 68,7 milljarðar dala, andvirði um níu þúsund milljarða króna, og er það langstærsta yfirtaka í sögu tölvuleikjageirans.
18.01.2022 - 21:00
Stærsta yfirtaka í sögu tölvuleikjamarkaðar
Bandaríski tæknirisinn Microsoft greinir frá því að fyrirtækið muni festa kaup á tölvuleikjaframleiðandanum Activision Blizzard. Kaupverðið er 68,7 milljarðar dala, andvirði um níu þúsund milljarða króna, og er þetta langstærsta yfirtakan í sögu tölvuleikjageirans.
18.01.2022 - 14:25
Grænir og gulir reitir hist og her – nýjasta þráhyggjan
Síðustu vikur hefur nýr orðaleikur náð undraverðum tökum á netverjum um heim allan.
13.01.2022 - 13:27
Edensgarðurinn nýi tekst á við höfuðóvini Doktors Who
Leikmenn tölvuleiksins EVE-online fá tækifæri til að glíma við Dalekana höfuðóvini tímaflakkarans Doktor Who síðustu tvær vikurnar í janúar. Þróunarstjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP segir verkefnið æsispennandi.
04.01.2022 - 23:29
Tölvuleikjaannáll
Eilíf hringrás martraða og óstöðvandi drápsmaskínur
Árið 2021 hefur reynst flestum erfitt og er tölvuleikjaiðnaðurinn þar ekki undanskilinn. Lítið var um stór meistarastykki sem áttu sviðið, eins og oft vill verða, en í stað þess nutu smærri leikir sín betur.
30.12.2021 - 15:09
Aðdáendur GTA keyptu köttinn í sekknum
Endurútgáfa af Grand Theft Auto þríleiknum hefur hvorki mætt væntingum aðdáenda né gagnrýnenda. Framleiðandi leikjanna hefur beðist afsökunar og lofar betrumbótum.
23.11.2021 - 13:21
Morgunútvarpið
Rafíþróttabraut hleypt af stokkunum á Húsavík
Rafíþróttir eru á mikilli siglingu hjá hinum ýmsu íþróttafélögum sem bjóða upp á sértæka þjálfun í tölvuleikjum. Nú hefur Framhaldsskólinn á Húsavík um nokkurra mánaða skeið boðið upp á almennt nám í rafíþróttum.
15.11.2021 - 11:35
Krassandi háðsádeila kemur gljáfægð út af verkstæðinu
Grand Theft Auto þríleikurinn kemur út í nýjum og endurbættum útgáfum í dag. Þríleikurinn samanstendur af leikjunum Grand Theft Auto III, Vice City og San Andreas, sem hver og einn hefur haft mikil áhrif á nútímatölvuleikjahönnun.
11.11.2021 - 16:05
Orð af orði
Bíp og búp hins stafræna heims
Mál tölvuleikja getur verið af ýmsum toga. Í sumum leikjum hermir tölva eftir raunverulegu tali eða framkallar hljóð sem koma í stað talsins meðan spilarar lesa texta; sums staðar eru það leikarar sem herma eftir tölvuhljóðunum; og sums staðar er farin eins konar blönduð leið þar sem tölvulegu hljóðin sem heyrast meðan textinn er lesinn byggjast að hluta á málhljóðum og að hluta á bípum og búpum hins stafræna heims.
09.11.2021 - 13:46
Viðtal
„Ísland er frábær vettvangur fyrir rafíþróttaviðburði“
Ísland hefur reynst frábær staður fyrir heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends, segir upplýsingafulltrúi mótsins. Keppendur og starfsfólk á mótinu hefur keypt um tuttugu þúsund gistinætur hér á landi. 
03.11.2021 - 20:00
Lestin
Kínversk stjórnvöld þjarma að tæknirisum
Í lok ágúst bárust fréttir af því að til stæði að takmarka þann tíma sem kínversk ungmenni mega spila net-tölvuleiki í viku hverri. Óljóst er hvernig yfirvöld ætla að framfylgja banninu, en ljóst er að það er angi af stærra máli.
02.10.2021 - 10:51
Lestin
Kotbóndasaga Íslands ryður sér til rúms í tölvuleikjum
Leikjafyrirtækið Parity sendi fyrir helgi frá sér fyrstu kitluna fyrir tölvuleikinn Island of Winds, eða Eyju káranna, sem á að koma út á næsta ári.
23.09.2021 - 09:31
Hildur siglir á ný mið og semur tónlist fyrir tölvuleik
Nýjasta verkefni Hildar Guðnadóttur, tónskálds og sellóleikara, er að semja tónlist fyrir tölvuleikinn Battlefield 2042.
23.08.2021 - 12:42
Jóhannes Stefánsson heiðraður í namibískum tölvuleik
Ein af persónum nýr tölvuleiks sem ungur namibískur maður þróaði heitir Stefi, til heiðurs uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni. Leikurinn heitir Fishrot og er í anda frægra leikja á borð við Super Mario Bros.
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Pistill
Hvað er svona merkilegt við þennan nýja heim?
„Helstu gagnrýnisraddirnar á hvernig samfélagsmiðlar eru settir upp í hinu nútíma kapítalíska kerfi tala oft um að auglýsingum sé beint að fólki, þar sem algóriþminn nær að sanka að sér upplýsingum um hvað hann vill og hvað hann vill ekki,“ segir Þórður Ingi Jónsson sem flytur pistil í Lestinni um stafrænan veruleika.
Myndskeið
600 spilarar lúta ströngum reglum í Laugardalshöll
Eitt stærsta rafíþróttamót í heimi hófst í Laugardalshöll í dag. Um 600 manns koma til landsins vegna þess. Mjög strangar sóttvarnir eru í gildi í Höllinni.
Viðtal
„Hann er bara eldri bróðir minn í dag“
Þegar aktívistinn Ugla Stefanía var að alast upp í sveitinni komu reglulega í heimsókn börn sem dvöldu þar sumarlangt hjá fjölskyldu hennar og kynntust sveitalífinu. Flest bjuggu þau við erfiðar fjölskylduaðstæður eða voru að glíma við áföll, og komu til að kúpla sig út og njóta kyrrðarinnar í náttúrunni. Einn drenginn tóku foreldrar Uglu í varanlegt fóstur og er hann í dag sem bróðir hennar.
17.03.2021 - 11:08
Frábær skóli en líka grimmd og kynferðisofbeldi
Ung kona sem hyggur á atvinnumennsku í tölvuleik segir tölvuleiki hafa kennt sér teymisvinnu, en að þar þrífist einnig kynferðisofbeldi og grimmd. Margir krakkar sem ekki finna sig í hefðbundnu íþróttastarfi hafa blómstrað hjá rafíþróttadeildum íþróttafélaga. 
24.01.2021 - 18:29
 · Innlent · Rafíþróttir · Tölvuleikir · Geðheilsa · íþróttir · Fylkir · ofbeldi · Börn
Rafíþróttir blómstra í miðjum heimsfaraldri
Ólíkt flestum íþróttum hafa rafíþróttir blómstrað í faraldrinum. Rafíþróttadeildir hafa verið stofnaðar innan hátt í 20 íþróttafélaga á Íslandi og menntamálaráðherra vill styrkja umhverfi þeirra enn frekar. 
23.01.2021 - 19:01
Ungur Færeyingur ein auðugasta rafíþróttastjarna heims
Ein auðugasta rafíþróttastjarna heims er 27 ára gamall Færeyingur, Johan Sundstein að nafni, en hann er betur þekktur í rafíþróttaheiminum undir heitinu N0tail.
17.01.2021 - 14:19
Hætta sölu á umdeildum tölvuleik
Mikill styr hefur staðið um hinn nýútgefna tölvuleik Cyberpunk 2077, sem margir biðu með eftirvæntingu. Nú hefur Sony ákveðið að hætta sölu hans og Microsoft býður kaupendum endurgreiðslu.
22.12.2020 - 15:15

Mest lesið