Færslur: Tölvuleikir

Lestin
Kínversk stjórnvöld þjarma að tæknirisum
Í lok ágúst bárust fréttir af því að til stæði að takmarka þann tíma sem kínversk ungmenni mega spila net-tölvuleiki í viku hverri. Óljóst er hvernig yfirvöld ætla að framfylgja banninu, en ljóst er að það er angi af stærra máli.
02.10.2021 - 10:51
Lestin
Kotbóndasaga Íslands ryður sér til rúms í tölvuleikjum
Leikjafyrirtækið Parity sendi fyrir helgi frá sér fyrstu kitluna fyrir tölvuleikinn Island of Winds, eða Eyju káranna, sem á að koma út á næsta ári.
23.09.2021 - 09:31
Hildur siglir á ný mið og semur tónlist fyrir tölvuleik
Nýjasta verkefni Hildar Guðnadóttur, tónskálds og sellóleikara, er að semja tónlist fyrir tölvuleikinn Battlefield 2042.
23.08.2021 - 12:42
Jóhannes Stefánsson heiðraður í namibískum tölvuleik
Ein af persónum nýr tölvuleiks sem ungur namibískur maður þróaði heitir Stefi, til heiðurs uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni. Leikurinn heitir Fishrot og er í anda frægra leikja á borð við Super Mario Bros.
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Pistill
Hvað er svona merkilegt við þennan nýja heim?
„Helstu gagnrýnisraddirnar á hvernig samfélagsmiðlar eru settir upp í hinu nútíma kapítalíska kerfi tala oft um að auglýsingum sé beint að fólki, þar sem algóriþminn nær að sanka að sér upplýsingum um hvað hann vill og hvað hann vill ekki,“ segir Þórður Ingi Jónsson sem flytur pistil í Lestinni um stafrænan veruleika.
Myndskeið
600 spilarar lúta ströngum reglum í Laugardalshöll
Eitt stærsta rafíþróttamót í heimi hófst í Laugardalshöll í dag. Um 600 manns koma til landsins vegna þess. Mjög strangar sóttvarnir eru í gildi í Höllinni.
Viðtal
„Hann er bara eldri bróðir minn í dag“
Þegar aktívistinn Ugla Stefanía var að alast upp í sveitinni komu reglulega í heimsókn börn sem dvöldu þar sumarlangt hjá fjölskyldu hennar og kynntust sveitalífinu. Flest bjuggu þau við erfiðar fjölskylduaðstæður eða voru að glíma við áföll, og komu til að kúpla sig út og njóta kyrrðarinnar í náttúrunni. Einn drenginn tóku foreldrar Uglu í varanlegt fóstur og er hann í dag sem bróðir hennar.
17.03.2021 - 11:08
Frábær skóli en líka grimmd og kynferðisofbeldi
Ung kona sem hyggur á atvinnumennsku í tölvuleik segir tölvuleiki hafa kennt sér teymisvinnu, en að þar þrífist einnig kynferðisofbeldi og grimmd. Margir krakkar sem ekki finna sig í hefðbundnu íþróttastarfi hafa blómstrað hjá rafíþróttadeildum íþróttafélaga. 
24.01.2021 - 18:29
 · Innlent · Rafíþróttir · Tölvuleikir · Geðheilsa · íþróttir · Fylkir · ofbeldi · Börn
Rafíþróttir blómstra í miðjum heimsfaraldri
Ólíkt flestum íþróttum hafa rafíþróttir blómstrað í faraldrinum. Rafíþróttadeildir hafa verið stofnaðar innan hátt í 20 íþróttafélaga á Íslandi og menntamálaráðherra vill styrkja umhverfi þeirra enn frekar. 
23.01.2021 - 19:01
Ungur Færeyingur ein auðugasta rafíþróttastjarna heims
Ein auðugasta rafíþróttastjarna heims er 27 ára gamall Færeyingur, Johan Sundstein að nafni, en hann er betur þekktur í rafíþróttaheiminum undir heitinu N0tail.
17.01.2021 - 14:19
Hætta sölu á umdeildum tölvuleik
Mikill styr hefur staðið um hinn nýútgefna tölvuleik Cyberpunk 2077, sem margir biðu með eftirvæntingu. Nú hefur Sony ákveðið að hætta sölu hans og Microsoft býður kaupendum endurgreiðslu.
22.12.2020 - 15:15
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.
Hefur fengið ótal vinabeiðnir síðan leikurinn kom út
„Ég hafði sjálfur ekki spilað tölvuleiki síðan árið 2000 svo ég fékk mér PlayStation-tölvu og keypti mér leikinn til að skilja eitthvað hvað ég var að fara út í,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari sem fer með eitt aðalhlutverkanna í nýjum geysivinsælum tölvuleik. Leikurinn nefnist Assassins Creed Valhalla og kom út í vikunni.
Apple lokar á framleiðendur Fortnite
Tæknirisinn Apple ákvað í gærkvöld að loka á tölvuleikjaframleiðandann Epic Games, sem framleiðir meðal annars hinn geysivinsæla Fortnite. Leiknum var úthýst úr tækjum Apple 13. ágúst eftir uppfærslu þar sem Epic Games reyndi að koma í veg fyrir að Apple hlyti sinn skerf af tekjum leiksins.
29.08.2020 - 06:57
Hlaupandi hlaupbaunir heilla tölvuleikjaheiminn
Tölvuleikurinn Fall Guys: Ultimate Knockout hefur notið óvæntra vinsælda í tölvuleikjaheiminum upp á síðkastið. Í leiknum spila spilarar sem hlaupandi hlaupbaunir (e. jelly beans) sem hafa það að markmiði að vera síðasta baunin uppistandandi.
28.08.2020 - 16:25
Senua þverar Ísland í leiknum Hellblade II
Leikjaheimur Hellblade II, frá tölvuleikjaframleiðandanum Ninja Theory, er byggður á Íslandi. Hönnuður leiksins fékk hugmyndina eftir ferð til landsins, sem hann lýsir sem fallegu, framandi og hættulegu, allt í senn.
27.07.2020 - 11:08
Margar leyna kyni sínu til að forðast áreitni
Jana Sól Ísleifsdóttir stefnir á atvinnumennsku í tölvuleikjum. Að undanförnu hefur hún vakið athygli á kynferðislegri áreitni innan tölvuleikjaheimsins sem hún segir vera daglegt brauð. Margar konur fari leynt með kyn sitt í leikjunum til að forðast áreitnina, sem er sumum ofviða, segir Jana Sól. Hún hefur fengið nóg og vill að leikir verði aðgengilegir fyrir allt fólk, óháð kyni.
Lestin
Hljóðguð með mörg hliðarsjálf
Tónlistarmaðurinn Hermigervill sá um hljóðhönnun og tónlistarsköpun fyrir snjallsímatölvuleikinn Trivia Royale sem fyrirtækið Teatime gaf út á dögunum.
27.06.2020 - 11:54
Svona lítur nýja PlayStation 5 tölvan út
Sony hefur nú opinberað útlit PlayStation 5 tölvunnar sem væntanleg er á þessu ári. Mikil eftirvænting hefur skapast í kringum tölvuna sem spilarar hafa margir beðið lengi eftir enda sjö ár síðan PlayStation 4 kom út.
12.06.2020 - 10:12
Lestarklefinn
Deilt um heilindi marðarhundsins á eyðieyjunni
„Þessi leikur er staðalbúnaður í heimsfaraldri. Við keyptum hann eftir alveg skelfilega helgi þegar faraldurinn brast á og ég fer ekki ofan af því að þetta hafi bjargað geðheilsu heimilismeðlima,“ segir Íris Ellenberger sagnfræðingur um tölvuleikinn Animal Crossing sem kom út í miðju samkomubanni.
24.04.2020 - 09:14
Kynning á fjarstýringu í hlýrabol sniðug markaðssetning
Playstation 5 leikjatölvan kemur til með að líta dagsins ljós í vetur eftir mjög langa bið spilara. Geir Finnsson, tækninörd RÚV núll, fór yfir væntingarnar fyrir tölvuna sem spáð er að verði bæði of dýr og fá eintök verði framleidd til að byrja með.
20.04.2020 - 15:07
Sýndarveruleiki og framtíð tölvuleikja
Bjarki Þór Jónsson rýnir í framtíð tölvuleikja. „Með sýndarveruleikabúnaði getur spilarinn á einu augnabliki yfirgefið raunheima og birst í stafrænum leikjaheimi. Hann er innan leikjaheimsins, hvert sem litið er, og ef leikurinn og sýndaveruleikabúnaðurinn er vandaður er auðvelt að gleyma stað og stund.“
Lestin
Leikir sem fá mann til að hugsa
Flestir tölvuleikir eru hannaðir með skemmtanagildi í huga. En til eru leikir sem ýta undir að spilarinn velti fyrir sér því málefni sem leikurinn tekur fyrir, til dæmis kvíða, alkóhólisma, fórnalömb stríðs, fíkn og einhverfu.
12.03.2020 - 15:07
Lestin
Ör þróun á sviði tölvuleikja í hálfa öld
Frá Pong til 1.000 km² leikjaheima. Bjarki Þór Jónsson stiklar á stóru í sögu tölvuleikja.
09.03.2020 - 12:32