Færslur: tölvuárás

Fjöldi netárása truflar íslenskar vefsíður
Netárásir hafa truflað fjölda íslenskra vefsíðna í dag. Kerfisstjóri hjá Netheimum, sem hýsir vefsíður fjölda fyrirtækja, segir árásirnar hafa staðið yfir óvenju lengi síðustu daga.
14.04.2022 - 16:08
Netárás á varnarmálaráðuneyti Úkraínu
Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varð fyrir tölvuárás í dag. Neðri deild rússneska þingsins biðlar til Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu. Atlandshafsbandalagið varar hins vegar við þeirri aðgerð.
15.02.2022 - 17:37
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Spegillinn
Hættuleg glufa inn í tölvukerfi enn opin
Um helgina varaði netöryggissveitin CERT-IS við því að herjað væri á íslenska innviði erlendis frá; reynt að finna þjóna og kerfi sem væru mögulega berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta vegna galla í kóðasafni.  Svipað mál kom upp í haust, fjöldi fyrirtækja lenti þá í hremmingum þegar hrappar nýttu sér veikleika til að taka gögn í gíslingu. Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir að gallinn hafi uppgötvast í kóðasafni sem margir þeirra sem bjóða þjónustu á netinu nýta. 
13.12.2021 - 16:48
Tölvuþrjótar krefja HR um lausnargjald
Tölvuþrjótar réðust á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og dulkóðuðu skrár. Talið er að árásin hafi valdið takmörkuðum skaða á einn póstþjón og tölvupóstar nemenda séu ekki undir, þar sem þeir eru geymdir í sameiginlegu skýi. Árásarmennirnir hóta því að birta tölvupóst starfsmanna, og krefjast lausnargjalds.
18.10.2021 - 14:39
Tölvuárás á norska Stórþingið
Enn ein tölvuárásin var gerð á Stórþingið í Noregi í dag. Útlit er fyrir að hún sé enn víðfeðmari en sú sem gerð var síðastliðið haust, að því er norskir fjölmiðlar hafa eftir Tone WilhelmsenTrøen, forseta þingsins. Hún segir að vísbendingar séu um að einhverjum gögnum hafi verið stolið, en óvíst sé hve miklum.
10.03.2021 - 16:58
Ráðist á Twitter reikning forsætisráðherra Indlands
Tölvuþrjótur gerði atlögu að Twitter aðgangi Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. Twitter staðfesti þetta í dag.
03.09.2020 - 04:23
Tölvuþrjótar komust í tölvupóst norskra þingmanna
Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi norska Stórþingsins á dögunum. Þeir komust inn í tölvupóst nokkurra þingmanna. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki glæpnum og hefur málið verið tilkynnt lögreglu.
01.09.2020 - 15:38
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48
Tölvuárás á vefsíðu Isavia
Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar um alla íslenska áætlunarflugvelli, varð fyrir tölvuárás í dag og lá niðri í um tvo tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
10.06.2019 - 18:13
Gögnum stolið frá stjórnmálamönnum
Hundruð þýskra stjórnmálamanna hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþorpurum, sem komust yfir ýmis gögn um þá, svo sem greiðslukortaupplýsingar, farsímanúmer og fleira. Þetta hafa þeir birt á samfélagsmiðlum. Upplýsingum var meðal annars stolið frá forseta og kanslara Þýskalands.
04.01.2019 - 11:49
Hakkarar tóku yfir milljón heilsufarsskýrslur
Hakkarar stálu á dögunum fjölda heilsufarsskýrslna í Singapúr, þar á meðal skýrslu forsætisráðherra borgríkisins. Alls tóku þeir eina og hálfa milljón skýrslna. Þetta er mesti gagnastuldur sem átt hefur sér stað í Singapúr.
20.07.2018 - 16:35
Tölvuárás á RÚV litin alvarlegum augum
Tölvuárás var gerð á vef Ríkisútvarpsins í gærkvöld og var brugðist við með því að loka fyrir alla umferð inn á vefinn.  Þetta er önnur árásin á síðuna á stuttum tíma. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla, segir RÚV taka árásina mjög alvarlega. 
15.05.2018 - 12:33
Mikilvægt að tilkynna sýktar tölvur
Ef tölva reynist sýkt af spilliforriti sem notað var í viðamikla netárás á þriðjudag er mikilvægt að tilkynna það netöryggissveitinni CERT-ÍS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Spilliforritið beitir líklega nýju afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu Petya og herjar nú á tölvukerfi í nokkrum löndum svo sem Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi.
29.06.2017 - 12:57
Þjónusta TNT liggur niðri eftir tölvuárás
Fyrirtækið TNT hraðsendingar er eitt af mörgum sem urðu fyrir barðinu á viðamikilli tölvuárás á þriðjudag og þjónusta þess liggur tímabundið niðri. Starfsmaður fyrirtækisins staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en starfsfólk TNT á Íslandi hefur fengið tilmæli frá aðalskrifstofu fyrirtækisins í Amsterdam um að tjá sig ekki frekar um málið á meðan það er í skoðun.
29.06.2017 - 12:04
Brutust inn í opinberar vefsíður
Brotist var inn í nokkrar opinberar vefsíður í Ohio-fylki Bandaríkjanna í dag og þær látnar sýna áróður fyrir hið svokallaða Íslamska ríki. Þar á meðal var vefsíða ríkisstjórans, Johns Kasichs. Skilaboðin eru sett fram á svartan bakgrunn og stendur að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni svara til saka fyrir „hvern blóðdropa fellur í múslimaríki“ en þar fyrir neðan stendur „ég elska Íslamska ríkið“. 
26.06.2017 - 01:35
Hundruð tölva sýktar í Danmörku
Að minnsta kosti þrjú hundruð tölvur í Danmörku eru smitaðar af veirunni sem dreifði sér um heimsbyggðina um nýliðna helgi. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur þetta eftir öryggissérfræðingi hjá tölvufyrirtækinu CSIS. Að hans sögn hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar orðið fyrir barðinu á veirunni.
15.05.2017 - 09:49
Yfir 200 þúsund tölvukerfi orðið fyrir árás
Netárásin sem hófst á föstudaginn nær nú til meira en 150 ríkja og hefur haft áhrif á yfir 200 þúsund tölvur og tölvukerfi, segir Rob Wainwright, yfirmaður Europol, Evrópulögreglunnar. Árásin veldur því að tölvugögn dulkóðast og krafist er lausnargjalds fyrir að veita notendum aðgang á ný. Wainwright sagði í viðtali við bresku ITV sjónvarpsstöðina í morgun að ógnin væri enn til staðar.
14.05.2017 - 10:39