Færslur: Tollverðir

Kastljós
Mannekla í öryggisstéttum ógni öryggi landsmanna
„Að mínu mati erum við komin alveg upp við vegg og kominn í það mikinn vanda að það verður að bregðast við og það strax,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og formaður félags þeirra, um manneklu í stéttinni. Sem er vandamál víða; samtals vantar á þriðja hundrað starfsmanna í lögreglulið landsins, ásamt toll- og fangavörðum, bæði vegna langvarandi manneklu og styttingar vinnuvikunnar. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa.
Segir að tryggt verði að engir hópar lækki í launum
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mikla vinnu hafa verið lagða í að tryggja að markmið vaktavinnubreytinga samkvæmt kjarasamningum náist. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli hafa lýst yfir óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktavinnukerfinu sem ætlað er að taki gildi 1. maí næstkomandi.