Færslur: Tóbak

Staðlaðar tóbaksumbúðir höfðu engin áhrif á neyslu
Viðleitni norskra stjórnvalda til að draga úr tóbaksnotkun með því að gera umbúðir tóbaksins óaðlaðandi skilaði litlum sem engum árangri. Svar norskra stjórnvalda er að gera umbúðirnar enn meira óaðlaðandi.
06.10.2021 - 11:07
Tóbaksrisi sakaður um mútugreiðslur í Afríku
Tóbaksframleiðandinn British American Tobacco er sagður hafa reitt fram á þriðja hundrað grunsamlegar greiðslur í tíu Afríkuríkjum á fimm ára tímabili. Er talið að greiðslurnar hafi verið nýttar til að hafa áhrif á heilbrigðisstefnu og skaða samkeppni, hefur AFP fréttastofan eftir eftirlitsstofnun.
14.09.2021 - 02:10
Sala á neftóbaki hefur minnkað um rúmlega þriðjung
Sala á neftóbaki var ríflega þriðjungi minni á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í frétt blaðsins segir að tæp 14 tonn af neftóbaki hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 36 prósentum minna en fyrstu sex mánuði ársins 2019. Það ár varð hins vegar lítilsháttar aukning á neftóbakssölu frá árinu áður.
24.07.2020 - 05:19
Síðdegisútvarpið
Nikótínpokar valda allskyns óþverra
Síðustu árin hafa tóbaksframleiðendur kynnt allskyns nýjungar fyrir neytendum sem eru auglýstar sem hollari og hættuminni vörur heldur en hefðbundnar tóbaksvörur á borð við sígarettur. Ein nýjungin eru nikótínpúðar sem eru án tóbaks. Púðarnir eru þó langt frá því að vera hættulausir þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja krabbameinsvaldandi efni. Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir, segir að aðrar hættur fylgi þessum hreinu nikótínvörum.
03.06.2020 - 18:09