Færslur: Tjörnesbrotabeltið

Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 við Skjálfanda
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 varð þegar klukkan var rúmar tuttugu mínútur gengin eitt í nótt. Upptök skjálftans eru í Þverárfjalli um þrettán kílómetra suð- suðvestur af Flatey á Skjálfanda.
Tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð nærri Grímsey
Á þriðja tímanum í nótt mældust tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð norður af landinu. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir skjálftana hluta jarðskorpuhreyfinga á svæðinu.
Óvissustigi vegna jarðskjálfta á Norðurlandi aflýst
Óvissustigi vegna jarðskjálfta, sem hefur verið í gildi á Norðurlandi frá 20. júní, hefur verið aflýst. Því var lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu sem hófst um 20 km NA við Siglufjörð. Á fyrstu þremur vikunum eftir að skjálftarnir hófust í júní mældust yfir 13 þúsund jarðskjálftar með sjálfvirku staðsetningakerfi Veðurstofunnar.  Stærstu skjálftarnir urðu á fyrstu dögum hrinunnar og mældust þeir yfir 5 að stærð.
Fjórir skjálftar yfir 3 að stærð á Kolbeinseyjarhrygg
Á annan tug jarðskjálfta varð á Kolbeinseyjarhrygg, um 200 kílómetra norður af Gjögurtá, í nótt. Fjórir þeirra mældust yfir þrír að stærð, sá stærsti 3,3 og varð hann klukkan hálf tvö í nótt.
09.12.2020 - 09:13
Jarðskjálfti 2,7 að stærð – yfir 21.000 skjálftar
Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 mældist skammt frá Gjögurtá skömmu fyrir klukkan 12 á hádegi. Gjögurtá er á Tjörnesbrotabeltinu þar sem á þriðja tug þúsunda skjálfta hafa mælst síðan í júní.
Jarðskjálfti yfir 3 við Grímsey í morgun
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð aust-suðaustur af Grímsey skömmu fyrir hádegi í dag. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Myndskeið
Aurskriðan í Eyjafirði mögulega vegna jarðskjálfta
Stór aurskriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun. Engan sakaði en mikil mildi þykir að ekki varð tjón á íbúðarhúsi. Skriðan stöðvaðist um hundrað metra frá húsinu. Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni útilokar ekki að skriðan tengist jarðhræringum á Tjörnesbrotabelti.
06.10.2020 - 20:18
Jarðskjálfti 3,4 að stærð – 17.721 skjálfti á svæðinu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist um 12 kílómetra norður af Gjögurtá á tólfta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst á Dalvík og í Ólafsfirði og á upptök í Tjörnesbrotabeltinu. Þar hefur mælst 17.721 skjálfti hefur síðan jarðskjálftahrina hófst þar 19. júní.
Minnkandi skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu
Þó talsvert hafi dregið úr skjáftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar er hrinan þar enn í gangi. Nú mælast aðeins smáskjálftar, um 100 á sólarhring. Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga þar sem þrír stórir jarðskjáftar urðu í gær.
Mikil skjálftavirkni nyrðra og í Krýsuvík
Í nótt hafa mælst yfir 30 jarðskjálftar við Gjögurtá, sem er á Tjörnesbrotabeltinu, sá stærsti var 2,8 og varð skömmu eftir klukkan 5 í morgun. Um 30 jarðskjálftar mældust í Krýsuvík í nótt, enginn þeirra var yfir 2 að stærð.
Áframhaldandi skjálftavirkni
Áframhaldandi skjálftavirkni er á Tjörnesbrotabeltinu og Reykjanesi og mældust nokkrir smáir skjálftar í nótt.
14.000 jarðskjálftar hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu
Nokkuð hefur dregið úr skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Færri skjálftar mælast nú á sólarhring og þeir eru minni. Enn má þó búast við stærri skjálftum á svæðinu, jarðskjálfti af stærðinni 3 varð á níunda tímanum í morgun og frá miðnætti til klukkan hálf 12 í morgun mældust þar 74 skjálftar.
Jarðskjálfti 4,7 stig á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálfti sem mældist 4,7 stig mældist norð-norðvestur af Gjögurtá laust eftir klukkan þrjú í nótt.
Jarðskjálfti af stærð 3,0 við mynni Eyjafjarðar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist kl. 14:39, skammt norð-norðvestur af Gjögurtá. Margir smærri skjálftar mælast enn á Tjörnesbrotabeltinu.
Sá stærsti í 11 daga
Jarðskjálftinn sem mældist á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 17:41 í dag er sá stærsti þar undanfarna 11 daga. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Skjálftinn var 4,2 og voru upptök hans 12,9 km vest-norðvestur af Gjögurtá, á svipuðum slóðum og yfir 10.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 19. júní.
Jarðskjálfti yfir fjórir að stærð fyrir norðan
Jarðskjálfti sem var yfir fjórir að stærð mældist á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 17:45 í dag.
08.07.2020 - 17:53
„Við búum hérna á óvenju virku svæði“ 
Ekkert lát virðist vera á skjálftavirkni við mynni Eyjafjarðar og við utanverðan Reykjanesskaga. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til beinna tengsla milli þessara atburða.
07.07.2020 - 11:42
Yfir 10.000 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu
Yfir 10.000 jarðskjáftar hafa mælast fyrir mynni Eyjafjarðar frá því hrinan þar hófst 19. júní. Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu.
Enn skelfur jörð við Eyjafjörð
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar, sem hófst 19. júní, stendur enn. Frá upphafi hafa mælst þar yfir 9.000 skjálftar, frá miðnætti hafa mælst 50 skjálftar, allir eru þeir minni en 3 að stærð og engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að þeir hafi fundist. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að í gær hafi verið töluverð virkni. Óvissustig almannavarna, sem lýst var yfir á svæðinu 20. júní, er enn enn í gildi.
Vara við skriðuföllum austur á Melrakkasléttu
Veðurstofa Íslands og Almannavarnir minna á að óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Rannsóknir á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð sjö á misgenginu.
Skjálfti af stærðinni 2,9 mældist í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mældist 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan rúmlega tvö í nótt. Samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum Veðurstofunnar mældist annar af stærðinni 2 klukkan þrjú í nótt um 30 kílómetra vestur af Grímsey.
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Tveir skjálftar með stuttu millibili uppá 4,2 og 3,5
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar stendur enn yfir. Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 varð rétt fyrir hádegi klukkan 11:51, 29 kílómetra norðaustur af Siglufirði. Annar skjálfti af stærðinni 3,5 varð svo klukkan 12:02 á svipuðum slóðum.
Þarf að fylgjast með þekktum skriðusvæðum á Norðurlandi
Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að meira hrynji úr fjöllum og klettabeltum á Norðurlandi verði fleiri stórir jarðskálftar. Þá þurfi að skoða nokkur þekkt skriðusvæði, þegar skjálftahrinan er gengin yfir, til að athuga hvort land hafi gengið til.
Hrinan stendur enn yfir
Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar er enn yfirstandandi. Heldur hefur þó dregið úr virkni frá því í gær. Þetta kemur fram í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands.
23.06.2020 - 20:27