Færslur: Tjáningarfrelsi

RSÍ fordæmir aðför Samherja að æru og málfrelsi
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) segir í ályktun að með öllu ólíðandi sé að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu.
Hættir athugun á lokadögum í starfi
Umboðsmaður Alþingis telur ekki ástæðu til að halda áfram almennri athugun á því hvort brotið sé á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Hann segir að í ljósi nýlegrar lagasetningar sem styrki tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna sé rétt að sjá hver reynslan af því verður. Hann tekur þó fram að framkvæmd laganna falli undir eftirlit umboðsmanns Alþingis og að fólk geti komið kvörtunum og ábendingum á framfæri við embættið telji það tilefni til.
28.04.2021 - 11:06
„Einkenni þess að við búum í þöggunarmenningu“
Þingmenn Pírata lýstu áhyggjum af stöðu fjölmiðlafrelsis hér á landi og tjáningarfrelsis hér á landi á Alþingi í dag. Bæði ríki og Alþingi þurfi að sýna að þau skilji mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar, fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi.
27.04.2021 - 15:10
Ummæli Helga Seljan brot á siðareglum en önnur ekki
Siðanefnd RÚV vísar ýmist frá eða metur svo að siðareglur hafi ekki verið brotnar vegna um­mæla tíu starfs­manna RÚV á samfélagsmiðlum um Sam­herja. Nokkur ummæli Helga Seljan, eins stjórnanda fréttaskýringarþáttarins Kveiks, voru talin fela í sér alvarlegt brot. Engin efnisleg afstaða var tekin til fréttaflutningsins sjálfs. Samherji kærði 11 starfsmenn RÚV til siðanefndarinnar.
Mótmæli í Barselóna, sjötta kvöldið í röð
Sjötta daginn í röð flykktust mótmælendur út á götur Barselónaborgar til að segja álit sitt á fangelsun rapparans Pablos Haséls, sem dæmdur var og fangelsaður fyrir óvirðingu við konungsfjölskylduna og það sem dómurinn segir vera „upphafningu hryðjuverka" í textum hans og færslum á Twitter. Líkt og fimm undanfarin kvöld tók að hitna í kolunum þegar kvölda tók, en þó ekki jafn mikið og áður, enda farið að fækka nokkuð í hópi mótmælenda.
21.02.2021 - 23:56
Fangelsun rappara mótmælt fjórða kvöldið í röð
Mótmælendur hafa flykkst út á stræti Barselóna og fleiri spænskra borga í kvöld, fjórða kvöldið í röð, til að mótmæla dómi og fangelsun rapparans Pablos Haséls. Mótmælin voru þó heldur fámennari í kvöld en áður. Í Barselóna söfnuðust nokkur hundruð mótmælenda saman á torgi í miðborginni, kröfðust frelsis fyrir Hasél og sökuðu spænska fjölmiðla um að ganga erinda yfirvalda.
20.02.2021 - 00:18
Handtöku rappara mótmælt þriðja kvöldið í röð á Spáni
Efnt var til mótmæla í Barselóna og fleiri borgum Spánar í gærkvöld, þriðja kvöldið í röð, vegna handtöku og fangelsunar rapparans Pablos Haséls, sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi fyrir óvirðingu við konungsfjölskylduna og „upphafningu hryðjuverka" í textum sínum og færslum á Twitter. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í gærkvöld líkt og fyrri kvöldin tvö.
19.02.2021 - 02:51
Þúsundir mótmæla handtöku rappara á Spáni
Til harðra átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Barcelona og Madríd á miðvikudagskvöld, eftir handtöku rapparans Pablo Hasél. Hasél, sem var dæmdur fyrir að móðga spænsku konungsfjölskylduna og hvetja til hryðjuverka, var handtekinn síðdegis á þriðjudag. Þá strax brutust út harkaleg mótmæli í nokkrum borgum, sem víða þróuðust út í átök og óspektir. Grímuklæddir mótmælendur köstuðu flöskum og öðru lauslegu að óeirðalögreglu, veltu ruslatunnum og reistu götuvígi.
Heimskviður
Drepin vegna starfa sinna
Í vikunni hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að skotárás á ritstjórnarskrifstofu franska blaðsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum. Þau ellefu sem voru myrt í vinnunni þennan janúardag í París eru ekki einu blaðamennirnir sem ekki fá að snúa aftur heim eftir vinnu. Bara í ár hafa 17 fréttamenn látist vegna vinnu sinnar, meirihluti þeirra var myrtur.
05.09.2020 - 07:30
Maria Ressa dæmd en berst ótrauð áfram
Maria Ressa, fillippseyskur blaðamaður og eigandi fréttavefsins Rappler, var í dag dæmd fyrir meiðyrði. Hún hefur strengt þess heit að halda áfram að berjast fyrir frelsi fjölmiðla.
15.06.2020 - 02:59
Mannréttindadómstóllinn vísaði máli Carls Jóhanns frá
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að mál Carls Jóhanns Lilliendahl, sem dæmdur var fyrir hatursorðræðu í Hæstarétti Íslands fyrir þremur árum, sé ekki tækt til efnismeðferðar. Málinu var því vísað frá.
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. 
Gagnrýna fjölmiðlafrumvarpið í umsögnum
Héraðsfréttamiðlar eru óánægðir með skilyrði um stuðning í fjölmiðlafrumvarpi um fjölda tölublaða. Kjarninn vill að endurgreiðsluhlutfall frumvarpsins verði hækkað. Lögfræðiprófessor bendir á að tilbúið frumvarp sem ætlað sé að styrkja tjáningarfrelsi hafi ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Fimm umsagnir hafa borist um fjölmiðlafrumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Umsagnarfrestur rennur út í dag.
10.01.2020 - 12:12
Ærumeiðingar verða ekki refsiverðar
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um bætur vegna ærumeiðinga. Það felur í sér að ærumeiðingar varða ekki lengur við hegningarlög og verða því ekki refsiverðar.
Viðtal
Bylting að birta málaskrár ráðuneyta
Málaskrár ráðuneytanna verða aðgengilegar að hluta á vefnum, verði tillögur nefndar um löggjöf á sviði tjáningarfrelsis að lögum. Á dögunum skilaði nefndin af sér drögum að níu frumvörpum.
10.03.2019 - 16:00
Tjáningarfrelsi sé ekki skert án ríkra ástæðna
Davíð Þór Björgvinsson, landsréttardómari og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, segir að það þurfi að standa sérstakan vörð um tjáningarfrelsið. Háværar kröfur séu í samfélaginu um að þagga niður í fólki með óæskilegar skoðanir. 
07.11.2018 - 09:59
Fimm frumvörp til að rýmka tjáningarfrelsi
„Einstaklingar sem lesa meiðyrðalöggjöfina í dag eru líklegir til að þegja því þar kemur fram að það sé hægt að kasta þér í fangelsi fyrir að móðga einhvern,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um tjáningar- fjölmiðla- og upplýsingafrelsi. Nefndin kynnti fimm tillögur um rýmra tjáningarfrelsi á blaðamannafundi í dag. Hún ætlar í framhaldinu að leggja til breytingar á lögum vegna lögbanns á umfjöllun einstakra fjölmiðla.
15.10.2018 - 19:27
„Nasista-amman“ tapar í hæstarétti Þýskalands
Hæstiréttur Þýskalands staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Ursulu Haverbeck, tæplega níræðri þýskri konu, fyrir að afneita helförinni. Þetta er þriðji dómurinn sem Haverbeck hlýtur fyrir slíkt brot frá árinu 2015 og fyrir vikið hefur hún fengið viðurnefnið „Nazi-Oma“ þar ytra, eða „nasista-amman“.
Mátti greina Facebook-hópi frá nauðgunum
Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu sem greindi í lokuðum spjallhópi á Facebook frá kynferðisofbeldi stjúpbróður síns og annarra drengja á árunum 1986 til 1992. Stjúpbróðurinn krafist þess að ummæli hennar yrðu dæmd ómerk og að hún greiddi honum eina milljón króna, auk málskostnaðar.
Stofna nefnd um endurbætur á tjáningarfrelsi
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa sjö manna nefnd sem vinna á að endurbótum á löggjöf á sviði tjáningar,- fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Í nefndinni verða fulltrúar þeirra ráðuneyta sem fara með framkvæmd löggjafar á þessu sviði auk annarra sérfræðinga í málaflokknum.
02.02.2018 - 12:39
Þarf að setja tjáningu auknar skorður?
Atburðirnir við Ýmishúsið vöktu mikla eftirtekt í vikunni. Það er að ýmsu að hyggja í umfjöllun fjölmiðla um minnihlutahópa, sérstaklega þá sem eiga undir högg að sækja. Virkir í athugasemdum þurfa líka að vanda sig. Flest hatursglæpamál sem borist hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarið varða hatursfull ummæli um múslima sem fallið hafa í netheimum. Blaðamaður Guardian segir kommentakerfi af hinu góða. Að við eigum að fagna þeim en jafnframt hafa á þeim ákveðna stjórn.
03.06.2016 - 19:48