Færslur: Tjáningarfrelsi

Maria Ressa dæmd en berst ótrauð áfram
Maria Ressa, fillippseyskur blaðamaður og eigandi fréttavefsins Rappler, var í dag dæmd fyrir meiðyrði. Hún hefur strengt þess heit að halda áfram að berjast fyrir frelsi fjölmiðla.
15.06.2020 - 02:59
Mannréttindadómstóllinn vísaði máli Carls Jóhanns frá
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að mál Carls Jóhanns Lilliendahl, sem dæmdur var fyrir hatursorðræðu í Hæstarétti Íslands fyrir þremur árum, sé ekki tækt til efnismeðferðar. Málinu var því vísað frá.
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. 
Gagnrýna fjölmiðlafrumvarpið í umsögnum
Héraðsfréttamiðlar eru óánægðir með skilyrði um stuðning í fjölmiðlafrumvarpi um fjölda tölublaða. Kjarninn vill að endurgreiðsluhlutfall frumvarpsins verði hækkað. Lögfræðiprófessor bendir á að tilbúið frumvarp sem ætlað sé að styrkja tjáningarfrelsi hafi ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Fimm umsagnir hafa borist um fjölmiðlafrumvarpið til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Umsagnarfrestur rennur út í dag.
10.01.2020 - 12:12
Ærumeiðingar verða ekki refsiverðar
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um bætur vegna ærumeiðinga. Það felur í sér að ærumeiðingar varða ekki lengur við hegningarlög og verða því ekki refsiverðar.
Viðtal
Bylting að birta málaskrár ráðuneyta
Málaskrár ráðuneytanna verða aðgengilegar að hluta á vefnum, verði tillögur nefndar um löggjöf á sviði tjáningarfrelsis að lögum. Á dögunum skilaði nefndin af sér drögum að níu frumvörpum.
10.03.2019 - 16:00
Tjáningarfrelsi sé ekki skert án ríkra ástæðna
Davíð Þór Björgvinsson, landsréttardómari og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, segir að það þurfi að standa sérstakan vörð um tjáningarfrelsið. Háværar kröfur séu í samfélaginu um að þagga niður í fólki með óæskilegar skoðanir. 
07.11.2018 - 09:59
Fimm frumvörp til að rýmka tjáningarfrelsi
„Einstaklingar sem lesa meiðyrðalöggjöfina í dag eru líklegir til að þegja því þar kemur fram að það sé hægt að kasta þér í fangelsi fyrir að móðga einhvern,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um tjáningar- fjölmiðla- og upplýsingafrelsi. Nefndin kynnti fimm tillögur um rýmra tjáningarfrelsi á blaðamannafundi í dag. Hún ætlar í framhaldinu að leggja til breytingar á lögum vegna lögbanns á umfjöllun einstakra fjölmiðla.
15.10.2018 - 19:27
„Nasista-amman“ tapar í hæstarétti Þýskalands
Hæstiréttur Þýskalands staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Ursulu Haverbeck, tæplega níræðri þýskri konu, fyrir að afneita helförinni. Þetta er þriðji dómurinn sem Haverbeck hlýtur fyrir slíkt brot frá árinu 2015 og fyrir vikið hefur hún fengið viðurnefnið „Nazi-Oma“ þar ytra, eða „nasista-amman“.
Mátti greina Facebook-hópi frá nauðgunum
Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu sem greindi í lokuðum spjallhópi á Facebook frá kynferðisofbeldi stjúpbróður síns og annarra drengja á árunum 1986 til 1992. Stjúpbróðurinn krafist þess að ummæli hennar yrðu dæmd ómerk og að hún greiddi honum eina milljón króna, auk málskostnaðar.
Stofna nefnd um endurbætur á tjáningarfrelsi
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa sjö manna nefnd sem vinna á að endurbótum á löggjöf á sviði tjáningar,- fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Í nefndinni verða fulltrúar þeirra ráðuneyta sem fara með framkvæmd löggjafar á þessu sviði auk annarra sérfræðinga í málaflokknum.
02.02.2018 - 12:39
Þarf að setja tjáningu auknar skorður?
Atburðirnir við Ýmishúsið vöktu mikla eftirtekt í vikunni. Það er að ýmsu að hyggja í umfjöllun fjölmiðla um minnihlutahópa, sérstaklega þá sem eiga undir högg að sækja. Virkir í athugasemdum þurfa líka að vanda sig. Flest hatursglæpamál sem borist hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarið varða hatursfull ummæli um múslima sem fallið hafa í netheimum. Blaðamaður Guardian segir kommentakerfi af hinu góða. Að við eigum að fagna þeim en jafnframt hafa á þeim ákveðna stjórn.
03.06.2016 - 19:48