Færslur: tjaldsvæði

Tjaldsvæði full og veitingastaðir uppbókaðir
Margir eru á faraldsfæti og vísa þurfti fólki frá tjaldsvæðum í dag vegna nýrra fjöldatakmarkana. Veitingahús á Akureyri eru mörg fullbókuð um helgina. Fólk er beðið um að sýna þolinmæði.
31.07.2020 - 19:24
Sjálfsprottnar útihátíðir á tjaldsvæðum áhyggjuefni
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, segir að óformlegar útihátíðir á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina séu áhyggjuefni. Fleiri hafa verið á tjaldsvæðunum fyrir norðan, nú þegar Íslendingar gista þar, en á sama tíma í fyrra þegar meirihluti gesta var útlendingar.    
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina fyrir tjaldstæði
Tjaldstæði fá ekki að taka við ferðagjöf stjórnvalda því þau falla ekki undir lög um gisithiemili, segir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður Ferðamálastofu. Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tjöld í Skagafirði, segir að þetta hafi komið verulega á óvart.
Tjaldsvæði opin og Íslendingar farnir á stjá
Búið er að opna tjaldsvæði, sum hálfum mánuði seinna en vanalega vegna erfiðs veturs. Íslendingar eru farnir að láta sjá sig á Hallormsstað og fleiri en í venjulegu árferði. Á Dalvík er snjóskaflinn nýlega farinn af tjaldsvæðinu og svæðið enn þá að jafna sig eftir snjóþungan vetur.
04.06.2020 - 14:36
Myndskeið
Rýmkanir á fjöldatakmörkunum jákvæðar fyrir tjaldsvæðin
Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins að Hömrum við Kjarnaskóg á Akureyri er bjartsýnn á sumarið eftir að rýmkun á fjöldatakmörkunum var boðuð. Hann bjóst áður við meira en tug milljón króna tapi á rekstrinum í sumar.
12.05.2020 - 10:30
Gæti þurft að vísa fólki frá vegna fjöldatakmarkana
Tjaldsvæði gætu þurft að vísa frá fólki til að viðhalda fjöldatakmörkunum samkvæmt nýjum leiðbeiningum landlæknis. Tjaldverðir binda þó vonir við að reglurnar verði rýmkaðar þegar líður á sumarið.
03.05.2020 - 16:31