Færslur: tjaldsvæði

Um tvö hundruð manns gistu á Hömrum þrátt fyrir kulda
Kuldatíð hefur ríkt á Norðurlandi undanfarna daga og ekki mun hlýna fyrr en á mánudag. Þrátt fyrir það gistu um tvö hundruð manns á tjaldsvæði við Kjarnaskóg á Akureyri í nótt.
25.06.2022 - 12:16
Útilegan verður dýrari í sumar en í fyrra
Verð á tjaldsvæðum hefur hækkað nokkuð á milli ára. Fréttastofa gerði óformlega könnun og svo virðist sem verð fyrir einn í eina nótt hafi víða verið hækkað um allt að 25 prósent.
12.06.2022 - 08:38
Sjónvarpsfrétt
Helsta verkefni tjaldsvæða er að tryggja rafmagn
Tjaldsvæðið að Hömrum við Akureyri er eitt stærsta tjaldsvæði landsins og í sífelldum vexti. Forstöðumaður Hamra segir að stærsta verkefnið fyrir komandi sumar sé að tryggja gestum aðgang að rafmagnstenglum. 
10.05.2022 - 10:58
Tjaldsvæði á góðviðrissvæðum vel sótt og sum hótel full
Starfsmaður tjaldsvæðanna í Fjallabyggð hyggst sýna útsjónarsemi um helgina til að halda djammi í skefjum og fjölskyldufólki ánægðu. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru vel sótt og öll herbergi á Hótel Sigló uppbókuð. Töluverð aðsókn er líka á tjaldsvæðið í Tungudal á Ísafirði.
30.07.2021 - 16:10
Akureyringar beðnir um að koma ekki á Hamra
Um helgina tóku hertar sóttvarnareglur gildi á Akureyri og fela þær meðal annars í sér takmarkanir á gestafjölda á tjaldsvæðum. Akureyrarbær biður bæjarbúa að fara ekki á tjaldsvæðið á Hömrum.
Tjaldsvæði dusta rykið af ársgömlum sóttvarnatilmælum
Forsvarsmenn tjaldsvæða landsins eru sumir farnir að dusta rykið af sóttvarnaleiðbeiningum sem stjórnvöld gáfu út í fyrra. Aðrir láta nægja að fylla á sprittið. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum batt vonir við að erlendir ferðamenn tækju við af Íslendingum í haust og vetur en segir blikur á lofti vegna bylgjunnar nú. 
21.07.2021 - 14:31
Sjónvarpsfrétt
Stórir ferðavagnar fylla tjaldstæði
Íslendingar hafa flykkst norður og austur síðustu tvær vikur til að njóta veðurblíðunnar. Margir eru með stóra ferðavagna í eftirdragi sem fylla tjaldstæðin fljótt. Þau taka nú orðið færri gesti en þau voru upphaflega hönnuð fyrir. 
13.07.2021 - 15:53
Sjónvarpsfrétt
Vatn flæðir inn á tún og tjaldsvæði
Hættuástandi var lýst yfir á Norðurlandi eystra í gær vegna vatnavaxta í ám og vötnum. Vegir hafa farið í sundur, brýr lokast, flætt hefur yfir tún bænda og tjaldsvæðum verið lokað. Ástæðan er hlýindi síðustu daga.
02.07.2021 - 13:30
Tjaldsvæði full og veitingastaðir uppbókaðir
Margir eru á faraldsfæti og vísa þurfti fólki frá tjaldsvæðum í dag vegna nýrra fjöldatakmarkana. Veitingahús á Akureyri eru mörg fullbókuð um helgina. Fólk er beðið um að sýna þolinmæði.
31.07.2020 - 19:24
Sjálfsprottnar útihátíðir á tjaldsvæðum áhyggjuefni
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta á Akureyri, segir að óformlegar útihátíðir á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina séu áhyggjuefni. Fleiri hafa verið á tjaldsvæðunum fyrir norðan, nú þegar Íslendingar gista þar, en á sama tíma í fyrra þegar meirihluti gesta var útlendingar.    
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina fyrir tjaldstæði
Tjaldstæði fá ekki að taka við ferðagjöf stjórnvalda því þau falla ekki undir lög um gisithiemili, segir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður Ferðamálastofu. Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tjöld í Skagafirði, segir að þetta hafi komið verulega á óvart.
Tjaldsvæði opin og Íslendingar farnir á stjá
Búið er að opna tjaldsvæði, sum hálfum mánuði seinna en vanalega vegna erfiðs veturs. Íslendingar eru farnir að láta sjá sig á Hallormsstað og fleiri en í venjulegu árferði. Á Dalvík er snjóskaflinn nýlega farinn af tjaldsvæðinu og svæðið enn þá að jafna sig eftir snjóþungan vetur.
04.06.2020 - 14:36
Myndskeið
Rýmkanir á fjöldatakmörkunum jákvæðar fyrir tjaldsvæðin
Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins að Hömrum við Kjarnaskóg á Akureyri er bjartsýnn á sumarið eftir að rýmkun á fjöldatakmörkunum var boðuð. Hann bjóst áður við meira en tug milljón króna tapi á rekstrinum í sumar.
12.05.2020 - 10:30
Gæti þurft að vísa fólki frá vegna fjöldatakmarkana
Tjaldsvæði gætu þurft að vísa frá fólki til að viðhalda fjöldatakmörkunum samkvæmt nýjum leiðbeiningum landlæknis. Tjaldverðir binda þó vonir við að reglurnar verði rýmkaðar þegar líður á sumarið.
03.05.2020 - 16:31