Færslur: Tískuhornið

Þetta verður heitast í skólann í haust
Sumarið er víst senn á enda og skólar að hefjast á flestum skólastigum. Af því tilefni er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað verður heitt í skólann í haust og hver er betri til að fara yfir það en tískuspekingurinn Karen Björg Þorsteinsdóttir.
20.08.2020 - 09:56
Núllstilling
Koddakjólar og sængurföt það heitasta
Nýjasta tískuæðið á samfélagsmiðlum eru koddakjólar. Það er ljóst að fólk er farið að verða frumlegt í fatnaði í samkomubanni og sóttkví og nú er sængurfatnaður orðinn eitt það allra heitasta.
21.04.2020 - 14:59
Myndband
Tískan 2020 inniber diskókraga og satínskyrtur á karla
Karen Björg Þorsteinsdóttir tískudrottning RÚV núll er fastur gestur Núllstillingarinnar í hverri viku. Hún fór yfir það sem fram undan er á árinu í tísku.
15.04.2020 - 15:31
Núllstilling
Merkjavörur ekki alltaf góð fjárfesting
Karen Björg Þorsteinsdóttir, tískusérfræðingur RÚV núll, fór yfir góðar og slæmar fjárfestingar í tískuhorni vikunnar í Núllstillingunni.
07.04.2020 - 15:09
Núllstilling
Gamalkunn trend sem við viljum varla fá aftur
Karen Björg Þorsteinsdóttir, tískuspekingur RÚV núll, ræddi gamalkunn trend sem fæstir myndu sennilega klæðast í dag í Núllstillingunni á RÚV 2.
31.03.2020 - 16:20
Kýr, kanínur og krókódílar á tískupallinum í París
Tískuvikunni í París lýkur í dag en þar hafa öll helstu tískuhús heimsins sýnt fatalínur sínar fyrir haustið og veturinn 2020 við góðar undirtektir. Mesta athygli hefur bresk-ameríski hönnuðurinn Stella McCartney hins vegar fengið en hún sendi módel í dýrabúningum út á pallinn.
03.03.2020 - 13:31
Slæmar og ekki jafn slæmar fatasamsetningar
Eins og áður hefur verið fjallað um þá eru oft settar hinar ýmsu reglur um hvernig maður eigi að klæða sig, hvaða hlutir fari saman og hvað ekki. Í tískuhorni vikunnar fer Karen Björg yfir samsetningar af fatnaði og aukahlutum sem eru af mörgum taldar hræðilegar.
24.02.2020 - 16:56
Framandi ferðalag gallabuxna
Þú átt án efa í það minnsta einar gallabuxur en hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvaðan þær koma? Leið þeirra inn í skápinn þinn er nefnilega ekki jafn einföld og þú gætir kannski haldið. Karen Björg sagði frá ferðalagi gallabuxna í tískuhorni vikunnar.
04.02.2020 - 12:41
Hversu skítugur er fataskápurinn þinn?
Vefsíðan ThreadUp er stærsta netverslun með notaðan fatnað í heiminum. Nýlega settu þeir inn próf á síðuna sína þar sem hægt er mæla hversu mikið fataskápurinn þinn mengar.
28.01.2020 - 10:58
Áhugavert samstarf Jonah Hill og Adidas
Í síðustu viku tilkynnti leikarinn og handritshöfundurinn Jonah Hill væntanlegt samstarf sitt við fatamerkið Adidas. Þeir hafa verið öflugir í samstarfi við fræga fólkið og meðal annars unnið með stjörnum á borð við Beyoncé og Kanye West.
20.01.2020 - 15:15
Umhverfismeðvituð tíska heitasta trendið 2020
Nýtt ár þýðir nýir straumar og nýjar stefnur í tískunni. Þó svo að klassísk munstur og efni séu á meðal þess sem verða heitt árið 2020 þá er það umhverfisvitundin sem verður stærsta „trend“ ársins.
07.01.2020 - 13:45
Tískuhornið
Aldrei heyrt um hundatannamynstur
Hundatennur, Paul Smith og A-line eru meðal viðfangsefna tískuhornsins þessa vikuna. Karen Björg Þorsteinsdóttir, tískuspekingur, lagði próf fyrir starfsfólk RÚV núll til þess að mæla tískuþekkingu þeirra.
13.11.2019 - 16:36
Hvernig tollir maður í tískunni?
„Hvernig tolli ég í tískunni?“ er spurning sem margir hafa líklega spurt sig. Í það minnsta er fjöldinn allur af notendum síðunnar wikiHow sem hafa velt því fyrir sér.
29.10.2019 - 14:20
Lúxusvörur ættu ekki bara að hanga í skápnum
Á vefsíðunni Vestiaire Collective er hægt að kaupa og selja notaða merkjavöru, hvort sem það er Gucci, Louis Vuitton eða Chanel þá ættir þú, ef þú hefur áhuga á merkjavöru, að geta fundið ýmislegt.
21.10.2019 - 14:19
Tískuhornið
Smokkar frá Saint Laurent slá í gegn
Það ætti alltaf að vera í tísku að stunda varið kynlíf og tískuhúsið Saint Laurent hefur nú hafið sölu á smokkum í verslun sinni í París í tilefni tískuvikunnar.
15.10.2019 - 13:46
Tískuhornið
Instagram reikningur afhjúpar stolnar flíkur
Instagram-reikningurinn Diet Prada verður að teljast áhugaverður en hann er notaður til að afhjúpa það þegar hönnuðir í tískubransanum stela frá hvor öðrum.
07.10.2019 - 14:26
Tískuhornið
Gæðaefni og góð snið í nýrri línu Olsen systra
Ný lína Olsen systra var frumsýnd á Tískuviku í New York um miðjan september. Merkið þeirra, The Row, var stofnað árið 2005 og síðan þá hafa systurnar varla stoppað.
01.10.2019 - 11:42
Tískuhornið
Rachel Green fær eigin línu hjá Ralph Lauren
Gamanþættirnir vinsælu Friends fögnuðu 25 ára afmæli nýlega og að því tilefni hefur Ralph Lauren ákveðið að gefa út fatalínu tileinkaða einni ástsælustu persónu þáttanna, Rachel Green.
24.09.2019 - 13:27
Meghan Markle hannar föt handa vinnandi konum
Meghan Markle hefur verið innblástur fyrir marga síðan hún varð hluti af bresku konungsfjölskyldunni. Fyrir nokkru var tilkynnt að hennar eigin fatalína væri væntanleg með haustinu og þá mun hún ritstýra september útgáfu breska Vogue.
19.08.2019 - 13:32
Stafrænar flíkur framtíðarinnar
Ímyndaðu þér að þú sért að skoða föt á netinu og rekir augun í úlpu sem þig langar í. Þú kaupir úlpuna en færð hana hins vegar aldrei. Í staðinn sendir þú fyrirtækinu mynd af þér sem þeir „fótósjoppa“ og senda til baka. Á myndinni ert þú í úlpunni, úlpunni sem er samt ekki til í alvöru.
Tískureglur sem þú ættir ekki að fara eftir
Þú hefur að öllum líkindum einhvern tímann heyrt að það ætti ekki að klæðast ákveðnum litum eða ákveðnum tegundum af fötum saman. Í tískuhorni vikunnar fór Karen Björg yfir nokkrar tískureglur sem eiga það sameiginlegt að vera orðnar úreltar.
15.07.2019 - 15:27
Þetta eru dýrustu fylgihlutir í heimi
Það er hægt að eyða peningunum sínum í ýmislegt, til dæmis svívirðilega dýra fylgihluti. Karen Björg Þorsteinsdóttir ræddi nokkra af dýrustu fylgihlutum heims sem eiga það sameiginlegt að vera skreyttir demöntum og kosta um það bil það sama og útborgun í íbúð...eða nokkrar íbúðir.
08.07.2019 - 13:59
Nóg um að vera á netútsölum
Útsölurnar eru hafnar víða um landið en líka á netinu. Karen Björg Þorsteinsdóttir, tískuspekingur, fór yfir heitar útsölur sem hægt væri að nýta sér um þessar mundir.
02.07.2019 - 17:11
Tinder fyrir tísku
Appinu Stylect hefur verið lýst sem Tinder fyrir tísku. Þeir sem eru háðir því að „svæpa“ ættu að njóta þess að versla í appinu sem selur vörur frá hinum ýmsu vörumerkjum.
24.06.2019 - 15:33
Urðun á óseldum lúxusvörum bönnuð í Frakklandi
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti nýlega að bann við eyðingu á óseldum vörum myndi að öllum líkindum taka gildi á næstu fjórum árum.
18.06.2019 - 16:00