Færslur: Tíska

Víða hægt að versla notað
Með aukinni umhverfisvitund er sífellt algengara að Íslendingar kaupi sér notaðan fatnað. Í tískuhorni vikunnar fór Karen Björg Þorsteinsdóttir yfir brot af þeim stöðum þar sem hægt er að kaupa notaðar flíkur.
13.05.2019 - 13:53
Stjörnurnar metast á Met Gala
Met Gala, einn stærsti tísku- og listviðburður ársins fór fram nú á mánudagskvöld þar sem stjörnurnar kepptust um að vekja sem mesta athygli í ýmiskonar íburðarmiklum flíkum. En hverjum tókst ætlunarverkið og hverjir hefðu átt að halda sig heima? Karen Björg Þorsteinsdóttir fór yfir bestu flíkurnar, og nokkrar verri, í tískuhorni vikunnar.
08.05.2019 - 15:39
Stjörnur í eina sæng með heitustu hönnuðunum
„Samstörf“ (e. collaborations) eru engin sérstök nýjung í tískuheiminum en einstöku sinnum skjóta upp kollinum samstörf sem verða að teljast í meira lagi áhugaverð og spennandi. Karen Björg Þorsteinsdóttir fór yfir nokkur sem væntanleg eru árið 2019 í tískuhorni vikunnar.
02.05.2019 - 11:29
Konunglegar tískureglur
Sunnudaginn 21. apríl varð Elísabet Bretadrottning 93 ára gömul. Litríkar dragtir og hattar í stíl eru orðin einkennismerki hennar en á bak við hverja flík liggja konunglegar reglur og viðmið sem gaman er að velta fyrir sér.
24.04.2019 - 11:34
Tískuheimur undir áhrifum Hatara?
Fatnaður og aukahlutir úr leðri, göddum og latexi hafa hægt og bítandi verið að færast ofar á óskalista þeirra sem vilja tolla í tískunni. Það mætti í raun segja að í tískuheiminum ríki ákveðin Hatara bylgja, þó óljóst sé hvort hljómsveitin frækna sé upphaf bylgjunnar.
15.04.2019 - 14:53
Viðtal
Fataskipti til höfuðs tískusóun
Landvernd hefur undanfarið vakið athygli á tískusóun og leitar leiða til að sporna gegn því sem stundum er kallað skynditíska. Á laugardaginn verða settir upp fataskiptamarkaðir víða um land þar sem fólk getur skipt heillegum fötum, sem ekki eru lengur í notkun, út fyrir notuð.
03.04.2019 - 16:19
Viltu vita hverju þú klæðist?
Í appinu Good on You getur þú flett upp fatamerkjum og framleiðendum og skoðað einkunnir sem appið hefur gefið þeim út frá því hversu umhverfisvænt það er, hversu mannúðleg starfsemin er og svo hvort að prófað sé á dýrum.
27.03.2019 - 14:23
Hver einasti þráður er ákvörðun
Fannar kíkti í fataverslanirnar Kvartýru 49 og Geysi í síðasta þætti Sósunnar og fékk að forvitnast aðeins um starfið sem fer fram hjá þeim.
25.03.2019 - 12:46
Tískan í tónlistinni
Í gegnum tíðina hafa tónlistarmenn oft verið helstu tískufyrirmyndir fólks. Í öðrum þætti af Sósunni spjallar Fannar Guðni við tónlistarfólkið Bríeti og Þorra um sinn tískuinnblástur og tenginguna við tónlistina.
22.02.2019 - 15:29
Þetta var Karl Lagerfeld
Fregnir af andláti tískuhönnuðarins Karls Lagerfeld bárust fyrr í vikunni og því er ekki úr vegi að fara yfir ævi hans og störf í tískuhorni dagsins.
22.02.2019 - 11:01
CCTV, 66°norður og Reykjavík Roses
Í fyrsta þætti Sósunnar heimsækir Fannar nokkra íslenska hönnuði og ræðir við þá um innblásturinn og listina.
18.02.2019 - 16:14
Myndskeið
Tíska og pólitík hjá Vivienne Westwood
Breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood nýtti tækifærið þegar hún sýndi nýjustu fatalínu sína og vakti máls á loftslagsbreytingum. Fyrirsæturnar lögðu málefninu lið með einræðum, á meðan þær sýndu föt.
18.02.2019 - 14:52
Tískuslys í borginni?
Beðmál í borginni er sívinsæl sjónvarpsþáttasería sem hafði um tíma gífurleg áhrif á klæðaburð margra.
13.02.2019 - 15:43
Tæknitíska
Það fer alltaf að vera meira töff að vera góður í tækni. Tækninn verður alltaf stærri og stærri partur af okkar lífi og tískufyrirtæki eru í auknu mæli að blanda tækni inn í sína hönnun.
04.02.2019 - 15:44
 · RÚV núll · rúv núll efni · Tíska · tækni
Koffortin sem sigruðu heiminn
Tískuhorn vikunnar er með örlítið öðruvísi sniði en Karen Björg Þorsteinsdóttir leiddi okkur að þessu sinni í gegnum sögu tískuvörumerkisins Louis Vuitton sem er vægast sagt áhugaverð.
22.01.2019 - 13:23
Svona tekur þú til í fataskápnum
Það getur verið góð hugmynd að taka til í fataskápnum sínum reglulega. Janúar er tilvalinn mánuður til þess en í Netflix þáttunum Tidying Up with Marie Kondo sýnir Marie Kondo manni meðal annars hvernig sé best að haga slíkri tiltekt.
14.01.2019 - 17:23
Áramótadressið
Ef það er einhvern tímann tilefni fyrir glimmer, glimmer og meira glimmer þá er það líklegast um áramótin. Við fórum yfir heitustu áramótatískuna í tískuhorninu.
27.12.2018 - 15:30
Í hverju verður þú um jólin?
Í dag er aðeins vika til jóla og líklega margir sem eru búnir að baka, kaupa gjafir og pakka þeim inn. En er jóladressið klárt? Karen Björg, tískuspekingur, fór yfir það heitasta í jólatískunni.
17.12.2018 - 14:33
 · RÚV núll · rúv núll efni · Tíska · Jólin
Úrvals úlpur
Úlpur eru til margs nýtilegar, sérstaklega á köldum íslenskum dögum. En undanfarið hafa úlpur farið að verða eins konar tískuyfirlýsingar.
10.12.2018 - 15:10
Tuttugu ár að fara í hring
Tískan fer í hringi eins og margt annað, við ræddum helstu tískutrendin sem hafa komið aftur, og jafnvel aftur, í tískuhorni vikunnar.
04.12.2018 - 16:09
Fylltar varir vinsælar
Í tískuhorni vikunnar ræðum við varafyllingar sem að virðast vera orðnar frekar vinsælar meðal ungra kvenna.
26.11.2018 - 11:59
Strigaskór við allt
Það að eiga strigaskó og kaupa strigaskó er orðið einskonar íþrótt í nútímasamfélagi og margir sem að leggja það á sig að bíða í röðum fyrir réttu skóna. Við ræddum þetta nánar í tískuhorni vikunnar.
20.11.2018 - 16:55
Rjúkandi ráð fyrir merkjavöruverslara
Merkjavörur eru sífellt að verða vinsælli hér á landi og þá ekki síður hjá ungu fólki. Það að kaupa sér merkjavörur getur verið stórskemmtilegt en það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga ef maður hyggst stunda það mikið.
12.11.2018 - 11:23
Í hverju djammar þú?
Í tískuhorni vikunnar ræðir Karen Björg djammtísku Íslendinga, uppgang strigastkónna og hvort að það sé munur á klæðnaði fólks sem djammar á b5 og Prikinu?
06.11.2018 - 17:04
Kominn tími á kósýföt
Karl Lagerfeld sagði einu sinni að þegar þú ferð í „sweat pants“ þá þýði það að þú sért búinn að gefast upp. Karen Björg Þorsteinsdóttir vill hins vegar meina að það sé hægt að vera bæði töff og kósý.
29.10.2018 - 13:19