Færslur: Tíska

West segir skilið við GAP
Listamaðurinn Kanye West hefur sagt skilið við fatarisann GAP. Hann stefnir á að opna sínar eigin fataverslanir.
15.09.2022 - 23:49
Erlent · Kanye West · Yeezy · GAP · Tíska · Bandaríkin
Adidas og fleiri noti bómull frá þrælavinnu í Xinjiang
Bómull frá Xinjiang-héraði í Kína hefur fundist í fatnaði frá þýsku tískurisunum Adidas, Puma og Hugo Boss. Í Xinjiang er um hálf milljón manna úr minnihlutaættbálkum neydd af stjórnvöldum til þess að tína bómull.
05.05.2022 - 20:23
Sjónvarpsfrétt
Afríkulönd sitja uppi með fatasóun Vesturlanda
Notaðar flíkur Vesturlandabúa enda oftar en ekki í ríkjum Afríku þegar þær eru dottnar úr tísku. Sístækkandi hlutfall er af svo lélegum gæðum að fötin eru ónýt eða skemmd þegar þau berast og safnast upp í heilu fjöllin á ruslahaugum sem ógna umhverfinu.
10.10.2021 - 19:53
Pistill
Saga dularfullu ástaraugnanna
Árið 1785 fékk ung kona dularfullt auga sent í pósti. Augað var málað á agnarsmáan striga og var sendingin frá ástsjúkum aðdáanda. Unga konan var ekki ein um að fá slíka gjöf því ástaraugun voru mikið tískufyrirbæri undir lok átjándu aldar.
10.02.2021 - 13:07
Gucci í samstarf við Gus Van Sant
Listrænn stjórnandi Gucci vill fækka fatalínum, sleppa útsölum og hætta að hanna föt eftir kyni. Framtíðarsýn hússins birtist í samstarfi Gucci við bandaríska leikstjórann Gus Van Sant.
Beyoncé gefur tekjur sínar í baráttuna gegn COVID-19
Tónlistarkonan Beyoncé prýðir forsíðu desemberútgáfu hins virta tískutímarits Vogue í Bretlandi. Í ítarlegu viðtali við Edward Enninful, ritstjóra breska Vogue, segir Beyoncé að líf sitt hafi breyst vegna heimsfaraldursins sem nú geysar yfir og hún hafi fundið innri ró í öllum hamagangnum.
02.11.2020 - 11:48
Opnaði búð til að gefa fjörutíu ára fatasafni nýtt líf
„Ég man aldrei eftir mér öðruvísi en að hafa áhuga á fötum,“ segir kona sem nýverið fór á eftirlaun og opnaði verslun þar sem hún selur fatasafn sitt til fjörutíu ára. Hún vill gefa fötunum nýtt líf og segir nýjan kafla vera að hefjast, þar sem hún ætlar að einbeita sér að myndlist og barnabörnum sínum fimmtán. 
21.10.2020 - 20:30
„Spjarasafnið“ hugsað eins og Airbnb fyrir fatnað
Hugmyndasmiðja Umhverfisstofnunnar, Spjaraþonið, fór fram um síðastliðna helgi þar sem leitast var eftir lausnum við textílvandanum. Sigurhugmyndin kallaðist „Spjarasafnið“ og er hugsað sem eins konar Airbnb leiga fyrir fatnað.
01.09.2020 - 12:50
Svona klæðir þú þig eins og Gucci módel
Nýjar mynbandsáskoranir spretta upp á TikTok eins og gorkúlur og það getur verið erfitt að ná utan um það hvað nákvæmlega sé að trenda þessa stundina. Nýjasta æðið felst í því að klæða sig upp eins og Gucci módel og þar þarf að fylgja ákveðnum reglum.
27.08.2020 - 11:31
Leita að lausnum við textílvandanum með spjaraþoni
Nú um helgina, 28. og 29. ágúst, fer fram Spjaraþon á vegum Umhverfisstofnunar þar sem leitast verður við að leysa textílvandann, umhverfisáhrif textílframleiðslu og þá sóun og þau vandamál sem fylgja neysluhraðanum í tísku- og textíliðnaðinum.
25.08.2020 - 15:58
Barbour-jakkinn og alþýðlega ríkidæmið
Barbour-vaxjakkarnir eru flestum vel kunnugir enda nær fjölskyldufyrirtækið aftur til ársins 1894. Því er treystandi og allt handgert - eins og í gamla daga. Þegar fólk klæðist Barbour-jakka klæðir það sig í söguna, klæðir sig í hefðina. Hvað er málið með Barbour-jakkann? Jóhannes Ólafsson veltir þeirri spurningu fyrir sér í Tengivagni Rásar 1.
27.07.2020 - 09:24
Tískubransinn færist nær stafrænni framtíð
Tískusýningar í sýndarveruleika og módel sem eru bara til á netinu gætu verið framtíðin í tískubransanum. Heimsfaraldur og reglur um samskiptafjarlægð hafa opnað nýjar dyr og nýja möguleika þegar kemur að tískusýningum, sem hafa haldist að mestu leyti óbreyttar í nær fimmtíu ár.
16.07.2020 - 12:51
„Þessi hraði er kominn úr böndunum“
Ragna Fróðadóttir textílhönnuður og myndlistarmaður starfar í New York fyrir Li Edelkort sem er einn virtasti tískustefnuspámaður okkar tíma. Þær vilja meina að loksins sé að hægjast á tískubransanum og æ fleiri séu að verða meðvitaðir neytendur sem geri við flíkur frekar en að fleygja þeim.
26.06.2020 - 12:31
Viðtal
„Offramleiðslukerfið gengur bara ekki upp“
„Það eru allir að tala um hvernig þurfi að breyta tískubransanum því kerfið gengur ekki upp,“ þetta segir Áslaug Magnúsdóttir, kaupsýslukona og eigandi tískumerkisins Kötlu. Heimsfaraldurinn leiði vonandi til endurskoðunar á framleiðsluferlum og þeirri hugmynd að það þurfi að koma nýjar fatalínur í búðirnar á nokkurra vikna fresti. 
24.06.2020 - 12:27
Margir söknuðu Met Gala en netverjar mættu á dregilinn
Met Gala hátíðin, sem er af mörgum kölluð Óskarsverðlaunahátíð tískubransans, hefði átt að fara fram í gærkvöld, 4. maí, en var af augljósum ástæðum frestað um óákveðinn tíma. Netverjar sitja þó ekki ráðalausir og hafa haldið sitt eigið Met Gala á netinu með myllumerkinu #MetGalaChallenge.
05.05.2020 - 10:09
Myndband
Tískan 2020 inniber diskókraga og satínskyrtur á karla
Karen Björg Þorsteinsdóttir tískudrottning RÚV núll er fastur gestur Núllstillingarinnar í hverri viku. Hún fór yfir það sem fram undan er á árinu í tísku.
15.04.2020 - 15:31
Slæmar og ekki jafn slæmar fatasamsetningar
Eins og áður hefur verið fjallað um þá eru oft settar hinar ýmsu reglur um hvernig maður eigi að klæða sig, hvaða hlutir fari saman og hvað ekki. Í tískuhorni vikunnar fer Karen Björg yfir samsetningar af fatnaði og aukahlutum sem eru af mörgum taldar hræðilegar.
24.02.2020 - 16:56
Framandi ferðalag gallabuxna
Þú átt án efa í það minnsta einar gallabuxur en hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvaðan þær koma? Leið þeirra inn í skápinn þinn er nefnilega ekki jafn einföld og þú gætir kannski haldið. Karen Björg sagði frá ferðalagi gallabuxna í tískuhorni vikunnar.
04.02.2020 - 12:41
Hversu skítugur er fataskápurinn þinn?
Vefsíðan ThreadUp er stærsta netverslun með notaðan fatnað í heiminum. Nýlega settu þeir inn próf á síðuna sína þar sem hægt er mæla hversu mikið fataskápurinn þinn mengar.
28.01.2020 - 10:58
Trufluðustu tískuaugnablikin á Grammy-verðlaununum
Grammy-verðlaunin fóru fram í 62. sinn í Los Angeles í nótt og stærstu tónlistarstjörnur heimsins létu ekki sitt eftir liggja þegar kom að áberandi yfirlýsingum á rauða dreglinum.
27.01.2020 - 13:05
Áhugavert samstarf Jonah Hill og Adidas
Í síðustu viku tilkynnti leikarinn og handritshöfundurinn Jonah Hill væntanlegt samstarf sitt við fatamerkið Adidas. Þeir hafa verið öflugir í samstarfi við fræga fólkið og meðal annars unnið með stjörnum á borð við Beyoncé og Kanye West.
20.01.2020 - 15:15
Umhverfismeðvituð tíska heitasta trendið 2020
Nýtt ár þýðir nýir straumar og nýjar stefnur í tískunni. Þó svo að klassísk munstur og efni séu á meðal þess sem verða heitt árið 2020 þá er það umhverfisvitundin sem verður stærsta „trend“ ársins.
07.01.2020 - 13:45
Jennifer Lopez slaufaði rauða dreglinum
Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 77. sinn í nótt og venju samkvæmt var mikið um dýrðir á rauða dreglinum. Klæðnaður margra sló í gegn en hjá öðrum þótti hann ekki alveg jafn vel heppnaður.
06.01.2020 - 14:30
Tískuhornið
Instagram reikningur afhjúpar stolnar flíkur
Instagram-reikningurinn Diet Prada verður að teljast áhugaverður en hann er notaður til að afhjúpa það þegar hönnuðir í tískubransanum stela frá hvor öðrum.
07.10.2019 - 14:26
Tískuhornið
Rachel Green fær eigin línu hjá Ralph Lauren
Gamanþættirnir vinsælu Friends fögnuðu 25 ára afmæli nýlega og að því tilefni hefur Ralph Lauren ákveðið að gefa út fatalínu tileinkaða einni ástsælustu persónu þáttanna, Rachel Green.
24.09.2019 - 13:27