Færslur: Tinna Hrafnsdóttir

Eðlilegt að brotna saman eftir mikið súkkulaðiát
Það er ómögulegt að horfa á kvikmyndina Chocolat án þess að háma sjálfur í sig súkkulaði á meðan. Borði maður hins vegar yfir sig af því, eins og einn þorpsbúa gerir í myndinni, er ekkert óeðlilegt að kjökra smá að mati Tinnu Hrafnsdóttur. Chocolat er sýnd í Bíóást á RÚV á laugardag kl. 22.30.
22.05.2020 - 11:49
Menningin
„Heilinn er alltaf að reyna að verja okkur“
„Í raun og veru er þetta líka saga um fyrirbæri sem heitir bældar minningar,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri um kvikmyndina Skjálfta sem byggist á verðlaunabók Auðar Jónsdóttur. Tökum á myndinni lauk rétt í tæka tíð fyrir samkomubann.
Segðu mér
„Þöggun er svo algeng í fjölskyldum“
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd byggist á bókinni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur. Í henni rannsakar aðalpersónan sjálfa sig og eigið líf, eftir að hafa misst minnið að hluta til, og kemst að ýmsum leyndardómum sem fjölskylda hennar hefur reynt að þagga niður. Tinna segist sjálf tengja við margt í bókinni.
Stuttmyndin unnin eftir verðlaunahandriti
Munda, stuttmynd eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin til þáttöku á aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, en hátíðin er með þeim virtustu í heiminum og hefur verið haldin árlega frá árinu 1985. Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifaði handritið í kjölfar sigurs í handritasamkeppni WIFT árið 2014.