Færslur: tilraun til manndráps

Fjórir handteknir fyrir tilraun til manndráps í Svíþjóð
Maður á fimmtugsaldri varð fyrir stunguárás í bænum Knivsta í Svíþjóð í gærkvöld. Þrír menn eru í haldi grunaðir um tilraun til manndráps.
Lögregla í Gautaborg rannsakar manndrápstilraun
Lögreglan í Gautaborg næststærstu borg Svíþjóðar rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í kvöld sem tilraun til manndráps. Að minnsta kosti einn var fluttur særður eftir hnífsstungur á sjúkrahús.
Fimm grunaðir um tilraun til manndráps í Svíþjóð
Lögreglan í borginni Skellefteå í norðurhluta hefur fimm í haldi grunaða um að hafa ætla að ráða manni bana. Maðurinn fannst liggjandi í blóði sínu utandyra í miðborginni.
Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps
Landsréttur sneri í dag dómi Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi mann í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn er sakfelldur fyrir að stinga konu í kviðinn með hnífi, sem hefði geta valdið valdið lífshættu. Í dómnum segir að „með því að veita stunguáverka í kviðarholi með hnífi hafi honum ekki geta dulist að langlíklegasta afleiðing af háttsemi hans yrði bani“.
Réttarhöld hafin yfir manni sem varð 5 að bana í Trier
Réttarhöld hófust í dag yfir Þjóðverja sem ákærður er fyrir að hafa orðið fimm að bana í þýsku borginni Trier 1. desember síðastliðinn. Auk þess slasaðist fjöldi fólk í árásinni.
19.08.2021 - 13:38
Marek Moszczynski ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun
Marek Moszczynski, sem var meðal annars ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, var rétt í þessu sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var metinn ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun.
Handtekinn aftur og færður í varðhald
Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á föstudag og verður karlmanni um tvítugt, sem grunaður er um tilraun til manndráps á unnustu sinni, því gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 22. nóvember.