Færslur: Tiger Woods

Woods (næstum) hættur í atvinnugolfi
Tiger Woods, einn þekktasti og snjallasti golfleikari allra tíma, útilokar að hann eigi eftir að keppa framar sem atvinnumaður á stórmótum og bítast þar um sigur og stöðu á heimslistanum við bestu kylfinga heims.
30.11.2021 - 06:28
Tiger Woods með sterka endurkomu
Síðustu helgi gerðist sá óvænti atburður að kylfingurinn Tiger Woods sigraði á PGA-mótaröðinni en hann hefur ekki sigrað á golfmóti síðan í ágúst 2013. Haukur Harðarson ræddi þetta og fleira í Núllinu.
25.09.2018 - 09:32
Myndskeið
Magnaður Tiger leiðir fyrir lokahringinn
Tiger Woods er með þriggja högga forystu á næstu menn þegar einn hringur er eftir af FedEx úrslitakeppninni í golfi en mótið fer fram í Atalanta í Bandaríkjunum. Tiger lék frábært golf á þriðja hring mótsins sem lauk seint í gærkvöld en alls fékk hann sjö fugla á hringnum. Samantekt af spilamennsku Tiger má sjá neðst í fréttinni.
23.09.2018 - 10:35
Myndskeið
Woods í forystu þegar mótið er hálfnað
Tiger Woods er í forystu þegar tveir hringir eru búnir af FedEx-úrslitakeppninni í golfi í Bandaríkjunum, Tour Championships. Mótið er nú hálfnað og er gríðarlegt verðlaunafé í boði fyrir sigurvegara mótsins.
22.09.2018 - 10:06
Myndskeið og viðtal
Tiger Woods rifjar upp gamla takta
Það vekur alltaf athygli þegar Tiger Woods spilar vel en þessi 42 ára gamli Bandaríkjamaður var á sínum tíma besti kylfingur heims og þrátt fyrir mikil vandræði í einkalífinu undanfarin ár er hann enn einn frægasti íþróttamaður samtímans. Tiger er að spila frábærlega á Bridgestone Invitational mótinu sem fram fer þessa helgi en hann er sem stendur á sex höggum undir pari.
04.08.2018 - 09:45
Myndskeið
Gott gengi Tiger heldur áfram
Tiger Woods er að spila frábært golf þessa dagana en hann er jafn Patrick Reed í 2. sæti á Arnold Palmer Invitational-mótinu þegar einum hring er lokið. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Tiger var aðeins einu höggi frá bráðabana á Valspar Championship-mótinu um síðustu helgi en það var hans besti árangur í langan tíma. Það er því ljóst að hann ætlar sér sigur um helgina.
15.03.2018 - 17:45
Tiger Woods nokkuð á eftir efsta manni
Kylfingurinn Tiger Woods var ósáttur með þriðja hring sinn á Farmers Insurance-mótinu en hann er nú átta höggum á eftir Svíanum Alex Noren sem er í 1. sæti mótsins sem stendur.
28.01.2018 - 11:50