Færslur: Tíbet

Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Aldrei fleiri á Everest-tind en 2018
807 manns komust alla leið upp á hæsta tind Jarðar, tindinn á Mount Everest, á klifurtímabili þessa árs, og hafa aldrei verið fleiri. Almennt má segja að klifurtímabilið standi frá apríllokum fram í júníbyrjun, en í ár var einungis hægt að fara upp fjallið seinnihluta maímánaðar. Fyrra met var sett 2013, þegar 665 manns komust á tindinn. Í vor fóru 563 upp fjallið að sunnanverðu, í Nepal, en 244 komust á tindinn norðanmegin frá, í Tíbet. Yfirvöld beggja landa staðfestu þessar tölur 16. ágúst.
23.08.2018 - 03:19
Erlent · Asía · Tíbet · Nepal
Eitt helgasta hof búddista eldi að bráð
Eldur braust út í Jokhang hofinu, einu helgasta hofi búddista í Tíbet. Engan sakaði í eldsvoðanum en óljóst er hversu miklu tjóni hann olli á hofinu. Að sögn kínversku Xinhua fréttastofunnar tók skamma stund að slökkva eldinn.
18.02.2018 - 07:48
Erlent · Asía · Tíbet
Dalai Lama mótmælir KFC-útibúi í Tíbet
Bandaríska skyndibitakeðjan KFC hefur opnað útbú í Tíbet þar sem seldir eru húðaðir kjúkklingabitar. Útibúið er opnað þrátt fyrir fyrir andstöðu margra Tíbetbúa. Þeirra á meðal Dalai Lama, andlegur leiðtogi þjóðarinnar og friðarverðlaunahafi Nóbels.
09.03.2016 - 09:00