Færslur: Tiangong-geimstöðin

Kínversku geimfararnir þrír lentir heilu og höldnu
Shenzhou-12 geimhylki með þrjá kínverska geimfara innanborðs lenti heilu og höldnu í Góbí-eyðimörkinni í morgun. Kínverjar eru afar bjartsýnir á áframhaldandi sigurgöngu í geimnum en þeir hafa varið milljörðum Bandaríkjadala til geimferðaáætlunar sinnar.
Kínverskir geimfarar á heimleið eftir 90 daga geimdvöl
Þrír kínverskir geimfarar eru nú á leið til jarðar eftir þriggja mánaða dvöl í Tiangong-geimstöðinni. Þar gerðu þeir ýmsar vísindatilraunir og fóru í geimgöngur.
Kínversku geimfararnir lagðir af stað í för sína
Kínversku geimfararnir þrír sem eru á leið að Tiangong geimstöðinni lögðu upp í ferð sína úr Góbí eyðimörkinni á öðrum tímanum í nótt. Geimskotið tókst giftusamlega.
17.06.2021 - 02:17
Kínverjar senda mannað far út í geim 17. júní
Kínverska geimrannsóknastofnunin sendir mannað geimfar til Tiangong, nýrrar geimstöðvar á fimmtudag. Það verður í fyrsta sinn í fimm ár sem Kínverjar senda menn út í geim.