Færslur: Þyrla Landhelgisgæslunnar

Þyrla kölluð út vegna vélarvana báts sem rak í land
Fimm tonna fiskibátur varð vélarvana í dag vestur af Hrólfsskeri og rak í kjölfarið hratt að bjargi í Ólafsfjarðarmúla. Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði voru kallaðar út fyrir hádegi. Einn var um borð í bátnum.
Maður féll í sjóinn við Eiðsvík en komst sjálfur á land
Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunanr klukkan 10:30 í dag vegna manns í sjónum við Reykjavík. Hann féll af flotbretti við Eiðsvík og náði að koma sér á land við Geldinganes.
Sóttur á Esju með þyrlu
Maður var sóttur á Esjuna með þyrlu Landhelgisgæslunnar á fimmta tímanum í dag eftir að hafa slasast á fæti.
20.06.2020 - 19:01
Myndskeið
Hitamyndavél um borð skipti sköpum við leitina
Áhöfn þyrlunnar TF-EIR notaðist við hitamyndavél til þess að finna manninn sem hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík í nótt. Göngumaðurinn fannst heill á húfi um sexleytið í morgun með myndavélinni.
Göngumaðurinn fundinn heill á húfi
Göngumaður sem leitað var við Skálavík í gærkvöld og í nótt fannst rétt fyrir klukkan 6 í morgun heill á húfi. Áhöfn þyrlunnar TF-EIR fann manninn þar sem hann hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík. Hann hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði. Maðurinn var einsamall á ferð og ekki með síma á sér.
19.06.2020 - 06:46
Umfangsmikil leit að manni á Vestfjörðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir miðnætti til aðstoðar við leit að karlmanni á fertugsaldri við Skálavík á Vestfjörðum. Maðurinn lagði einn af stað snemma í morgun, og létu ættingjar hans lögreglu vita í kvöld að ekki hafi náðst í hann. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Ísafirði, segir varðskipið Þór jafnframt til taks utan víkurinnar og björgunarsveitarfólk farið af stað til leitar.
Leituðu göngufólks og sóttu veikan sjómann
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að tveimur göngumönnum í nótt. Talið var að þeir væru á göngu á Þverártindi. TF-GRO tók á loft á þriðja tímanum og hafði áhöfnin meðferðis nætursjónauka, hitamyndavél og búnað til að finna farsíma, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Sjómaður sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í kvöld. Vísir greinir frá þessu. Maðurinn veiktist um borð í skipi sem var við veiðar austur af Vestmannaeyjum. Skipið sigldi að bryggju í Vestmannaeyjum þar sem maðurinn var fluttur á land. Þyrlan sótti hann þangað og flaug með hann til Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. 
27.04.2020 - 01:07
Leit lokið án árangurs
Umfangsmikilli leit á og við Álftanes sem hófst um ellefuleytið í kvöld lauk nú fyrir stuttu, án árangurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir og við Álftanes, og bátar voru sendir út til leitar.
Þyrla og björgunarsveitir við leit á Álftanesi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði eftir aðstoð björgunarsveita við leit á Álftanesi rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu að rúmlega 40 björgunarsveitarmenn séu komnir á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á flugi við Álftanes, og Fréttablaðið greinir frá því að bátar hafi verið sendir út til leitar. 
Þyrla Gæslunnar tvisvar til Vestfjarða á tveimur dögum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö sjúkraflug til Vestfjarða það sem af er vikunni. Á mánudag var áhöfnin á TF-EIR kölluð út til að sækja sjúkling á Ísafirði, þar sem veður hamlaði hefðbundnu sjúkraflugi. Þegar til kom reyndist veðrið svo slæmt vestra að ekki var hægt að lenda þyrlunni á flugvellinum og því var gripið til þess ráðs að lenda þyrlunni á þjóðveginum við Arnarnes og senda sjúkrabíl þangað með sjúklinginn, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Sóttu slasaðan skipverja á færeyskt skip
Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan skipverja um borð í færeyskt línuskip í gærkvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um slys um borð í línuskipinu sem statt var austur af Surtsey. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík á sjöunda tímanum í gær en skipið hélt í átt að innsiglingunni að Heimaey. 
Þyrla gæslunnar sótti slasaðan sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir slösuðum sjómanni skömmu fyrir miðnætti. Skipið sem hann var á var við veiðar skammt suður af landinu þegar slysið varð. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um eðli slyssins eða líðan mannsins umfram það, að meiðsl hans voru nógu alvarleg til að kalla þurfti út þyrlu til að sækja hann.
18.03.2020 - 01:21
Þyrla í sjúkraflug til Vestmennaeyja
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja sjúkling til Vestmannaeyja. Ekki var hægt að flytja sjúklinginn með flugvél vegna veðurs. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálf tólf í kvöld.
Sóttu sex manns sem urðu innlyksa í Kerlingarfjöllum
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag sex manns sem setið höfðu föst í Kerlingarfjöllum í fjóra daga. Vísir.is greinir frá. Hópurinn; fjórir belgískir og hollenskir ferðamenn og tveir íslenskir leiðsögumenn, varð innlyksa í Kerlingarfjöllum vegna krapa og leysinga, sem gerði það að verkum að ófært var landleiðina til og frá svæðinu.
Þyrlur LHG sóttu alvarlega veika sjúklinga
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út í tvígang í dag til að sækja alvarlega veika sjúklinga.
20.12.2019 - 16:49
Straumvatnshópur kominn að Núpá, leit heldur áfram
Fjölmennt lið björgunarsveita- og lögreglumanna er enn að leita manns sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði í gærkvöld. 43 menn hafa verið við leit í nótt og 10 manna flokkur sem er sérhæfður í straumvatnsbjörgun bættist í hópinn nú á sjöunda tímanum. Aðstæður á vettvangi eru afar erfiðar vegna myrkurs og veðurs, en mikil vindkæling er á staðnum og mannskapurinn orðinn kaldur og þreyttur. Unnið er að því að fá óþreytt leitarlið á staðinn og aðgerðastjórn fundar nú um framhaldið.
Myndskeið
„Báturinn nánast á þurru og 40-50 metrar í klettana“
„Það eru aldrei góðar aðstæður að vera í bát uppi í fjöru í hálfþungum sjó,“ segir formaður björgunarsveitarinnar Pólstjörnunnar. Aðgerðir við björgun fjögurra manna af Lágey ÞH gengu vel í morgun. Báturinn strandaði í innanverðum Þistirfirði.
Lágey ÞH komin á flot
Björgunarsveitarmönnum frá Raufarhöfn og Þórshöfn tókst að draga Lágey ÞH af strandstað í Þistilfirði. Báturinn strandaði í vestanverðum Þistilfirði á fimmta tímanum í morgun. Hann verður dreginn til Raufarhafnar.
29.11.2019 - 10:43
Fjórum mönnum bjargað af bát í Þistilfirði
Línubátinn Lágey ÞH-265 rak í strand í vestanverðum Þistilfirði á fimmta tímanum í morgun, miðja vegu milli Þórshafnar og Raufarhafnar. Fjórir menn voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, var send á staðinn og var búin að hífa mennina upp klukkan fimm mínútur yfir sjö í morgun. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins undirbúa björgun bátsins af strandstað..
29.11.2019 - 06:17
Flugmaðurinn útskrifaður af spítala
Flugmaðurinn sem brotlenti á toppi Skálafells í gær var útskrifaður af Landspítalanum í dag. Það þykir mikil mildi að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, slasaðist ekki meira en raun ber vitni. Hann gekk rúman kílómetra frá flaki vélarinnar áður en þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann.
18.09.2019 - 18:10
Myndskeið
Myndband af björguninni á strandstað í nótt
Sigmenn í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, björguðu tveimur mönnum úr handfærabáti sem strandaði utan við Skála á sunnanverðu Langanesi í nótt.
Þyrla sótti ferðamann nærri Þórsmörk
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi og björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út í gær vegna erlends ferðamanns sem féll við göngu nærri Gígjökli á Þórsmerkursvæðinu.
Þyrla á leið austur vegna veiks sjómanns
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, er nú á leið austur á land eftir að hafa verið kölluð út vegna veiks sjómanns um borð í skipi.
Þyrla sækir slasaðan mann á Seyðisfjörð
Maður fannst slasaður liggjandi í læk í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarsveit á Seyðisfirði kom að manninum um fjörutíu mínútum eftir að neyðaróp bárust úr fjallshlíðum ofan við golfvöllinn í Fjarðardal. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg er viðkomandi mjög kvalinn.