Færslur: Þyrla Landhelgisgæslunnar

Búið að manna þyrluvaktina hjá Gæslunni
Engin vakt var til taks til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í morgun þar sem veikindi og hvíldartími komu í veg fyrir mönnun. Flugstjóri er mættur á vaktina að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og þyrlan því hæf í útkall.
Sjónvarpsfrétt
20 mínútur eru langur tími í bakki segir þyrlustjóri
Björgunarafrek var unnið í síðustu viku þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling til Ísafjarðar. Flugmaðurinn þurfti að bakka þyrlunni inn Skutulsfjörð. En ætlunarverkið tókst, og lífi sjúklingsins var bjargað. Flugmaðurinn þurfti að snúa baki í flugstefnuna og reiddi sig á hróp flugvirkjans sem hékk hálfur út um hliðarhurð og gætti þess að þyrlan færi ekki utan í fjöll og rafmöstur.
Þyrla kölluð út vegna alvarlegs slyss í Kirkjufelli
Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Kirkjufelli við Grundarfjörð vegna alvarlegs slyss.
Sátu föst í bíl í vitlausu veðri í yfir tvo sólarhringa
Björgunarsveitir voru kallaðir út um kvöldmatarleytið í gær vegna fólks sem ekkert hafði spurst til í rúma tvo sólarhringa. Fólkið fannst rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld í bíl á Kollafjarðarheiði og hafði þá setið fast í bílnum í yfir 50 klukkustundir. 
Beinbrotinn og lemstraður en betur fór en á horfðist
Maðurinn sem ók út af vegi nærri höfninni í Grímsey í gærkvöld, með þeim afleiðingum að bíllinn endaði ofan í grýttri fjörunni, er ekki alvarlega slasaður.
16.10.2022 - 11:10
Ók útaf við bryggjuna í Grímsey og flogið til Akureyrar
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til Grímseyjar í gærkvöld til að sækja mann sem slasaðist þegar hann ók bifreið sinni út af vegi við bryggjuna í Grímsey og endaði í grýttri fjöru þar fyrir neðan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var ökumaðurinn einn í bílnum þegar slysið varð, rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld.
Mikið álag á þyrlum Gæslunnar í dag
Mikið álag var á áhafnir þyrla Landhelgisgæslunnar í dag. Þyrla var fyrst kölluð út í morgun til að sækja veikan skipverja í skip 80 sjómílur norður af Grímsey. Hin þyrlan var á meðan til taks í Grímsey. Þegar fyrri þyrlan var komin með veika skipverjann til Akureyrar til aðhlynningar barst ósk um aðstoð beggja þyrla vegna bílslyss á Mýrum á fjórða tímanum.
Þyrlan kölluð út eftir að kona féll af hestbaki
Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan fjögur í dag til að sækja konu sem fallið hafði af hestbaki í Sauðadal í Húnavatnssýslu. Þyrlan var komin á vettvang um fimm.
Þyrlan sótti slasaðan vélhjólamann
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum í dag vegna mótorhjólaslyss við Aðalmannsvatn. Lögreglan á Blönduósi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar, sem flutti einn slasaðan á Landspítalann í Fossvogi.
Þyrlan kölluð út vegna gruns um landgöngu hvítabjarnar
Rétt fyrir klukkan þrjú í dag var tilkynnt um hvítabjörn í Hornvík á Hornströndum. Göngufólk á svæðinu var sannfært um að það hafi séð björn. Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Sóttu örmagna göngukonu í Þórsmörk
Kallað var eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurlandi á sjöunda tímanum í kvöld þegar kona í hópi göngufólks á Kattarhryggjum í Þórsmörk örmagnaðist og gat ekki haldið göngunni áfram. Björgunarsveitarfólk er komið til konunnar og bíður með henni eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, þar sem illa hefur gengið að koma í hana orku. Uppfært: Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með konuna til byggða um klukkan 23. Fréttastofa hefur ekki frekari upplýsingar um líðan hennar.
21.08.2022 - 22:45
Mikill viðbúnaður við Ægissíðu vegna misskilnings
Mikill viðbúnaður var við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur nú fyrir hádegi, lögregla og slökkvilið voru kölluð út vegna gruns um að manneskja væri í sjónum. Flugvél og þyrla landhelgisgæslunnar voru á leið í annað verkefni og gátu flogið yfir svæðið, fljótt kom í ljós að um missýni hafði verið að ræða, það voru blöðrur í sjónum sem vegfarendum virtist vera manneskja.
20.08.2022 - 12:39
Tvö útköll sama klukkutímann
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á ellefta tímanum í gærkvöldi, vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi úti fyrir Eyjafirði og vegna neyðarblyss em sást yfir Blátindi í Vestmannaeyjum.
15.08.2022 - 13:19
Umfangsmikil leit að sjósundsmanni við Akranes
Björgunarsveitir og þyrla landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út til að leita að sjósundsmanni í sjónum úti fyrir Langasandi við Akranes. Útkallið kom um tuttugu mínútur fyrir níu í kvöld.
09.08.2022 - 22:22
Myndsímtal varð til þess að maður í sjálfheldu fannst
Myndsímtal varð til þess að lögregla gat staðsett mann í sjálfheldu við Bjarnarfjalli við Hvalvatnsfjörð í nótt. Lögreglan segir svæðið hættulegt en þýskur ferðamaður lést í fjallgöngu á sömu gönguleið fyrir nokkrum dögum.
Hífðu mann í sjálfheldu með þyrlu Landhelgisgæslunnar
Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í nótt eftir að tilkynning barst frá manni í sjálfheldu í fjallendi.
Aftur til starfa þar sem álag á hina þótti of mikið
Ákvörðun Landhelgisgæslunnar um að fá þyrluflugstjóra aftur til starfa, þótt hann væri grunaður um kynferðisbrot, var tekin eftir að sex flugatvik voru rakin til þess að áhafnir höfðu ekki fengið næga hvíld. Verið er að þjálfa nýjan flugstjóra.
Sjónvarpsfrétt
Þyrlustjóri sem sætir lögreglurannsókn aftur til vinnu
Þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni sem sendur var í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot, snýr aftur til starfa í dag, þó að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglu, að sögn vegna manneklu hjá Gæslunni.
Heilir á húfi eftir nauðlendingu við erfiðar aðstæður
Flugmaður og farþegi lítillar flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli upp og vestur af Kaldbaksdal á Öxnadalsheiði í kvöld eru komnir til byggða og eru alls ómeiddir, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Hann segir að mun betur hafi farið en á horfðist, því ekkert grín sé að lenda á Nýjabæjarfjalli; það sé langt úr alfaraleið og þar sé stórgrýtt mjög.
23.07.2022 - 22:55
Skipverji sóttur með þyrlu Gæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum til þess að sækja alvarlega veikan einstakling um borð í fiskiskip austur af Vestmannaeyjum.   
Þyrlan flutti slasaðan farþega skips á Landspítala
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld til þess að sækja slasaðan farþega um borð í skemmtiferðaskipi.
Þyrlan sótti veikan keppanda í Laugavegshlaupinu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti keppanda í Laugavegshlaupinu á fjórða tímanum eftir að keppandinn veiktist í miðju hlaupi.
Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu
Bíll valt á Snæfellsnesi, austan við Grundarfjörð, klukkan hálf ellefu í morgun.
Alvarlegt umferðarslys í nágrenni Kirkjubæjarklausturs
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til um klukkan þrjú í nótt vegna alvarlegs umferðarslyss á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur. Bíll hafði oltið og voru tveir fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðdeild Landspítalans í Fossvogi. Þyrlan lenti við Landspítalann um klukkan hálf sex í morgun.
Slasaður skipverji fluttur í land með þyrlu
Slasaður skipverji var fluttur í land með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Hann er kominn undir læknishendur á Landspítala, en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins.

Mest lesið