Færslur: Þyrla Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Sóttur af Gæslunni eftir að hafa rekið frá landi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í morgun kölluð til vegna tilkynningar um mann í sjónum á milli Reykjanesvita og Sandvíkur.
Fjögur þyrluútköll Landhelgisgæslunnar í gær
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafði í nógu að snúast í gær og sinnti þá fjórum útköllum vegna slysa og veikinda.
11.08.2021 - 12:07
Slasaður maður sóttur á Móskarðshnjúka
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir göngumanni sem ökklabrotnaði á leið sinni niður Móskarðshnjúka um átta leytið í kvöld. Sjúkrabílar frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru í fyrstu sendir á staðinn og nutu sjúkraflutningamenn aðstoðar Björgunarsveitarinnar í Mosfellsbæ við að komast til mannsins.
Þyrla flutti slasaðan ferðamann af gosslóðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaða konu frá gosstöðvunum í Geldingadölum á Landspítalann í Fossvogi á þriðja tímanum í dag.
Slys í sunnanverðum Stöðvarfirði
Tilkynnt var um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í dag. Lögreglan á Austurlandi, björgunarsveitir og sjúkralið voru kölluð út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar ónothæfar í sólarhring
Fyrr í vikunni kom upp sú staða að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru ónothæfar vegna óvæntra bilana. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar luku í gærkvöld við viðgerð á einni þyrlunni, TF-EIR, og er hún því klár í útköll á ný. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.
06.08.2021 - 15:32
Rúta með ferðamenn fór út af vegi í Biskupstungum
Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting fór út af vegi í Biskupstungum á sjöunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan sjö. Rútan var full af farþegum sem voru að koma frá Hvítá eftir flúðasiglingar. Enginn slasaðist alvarlega.
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Myndskeið
Þyrla Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í vegaeftirliti og hraðamælingum á milli Reykjavikur og Akureyrar í samstarfi við lögregluna í gær.
Þyrla flutti slasaðan mann úr Herdísarvík
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti á fjórða tímanum karlmann úr Herdísarvík í Árnessýslu á Landspítalann í Fossvogi.
Myndskeið frá leitinni í nótt
Leit heldur áfram á gosstöðvunum í dag
Um 50 manns eru nú við leit bandarískum ferðamanni um sextugt sem varð viðskila við eiginkonu sína á gosstöðvunum við Fagradalsfjall um þrjú leytið í gær. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurnesjum, segir að maðurinn sé vel á sig kominn en ekki búinn til langrar útivistar.
Þyrla gæslunnar flutti slasaða konu á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til skömmu fyrir miðnætti til að flytja konu, sem féll á göngu við Flekkudalsfoss, á Landspítalann.
Óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gæsluna í Reykjavík
Ekkert bendir til þess að Landhelgisgæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði. Bæjarráð Fjallabyggðar sendi ráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar bréf um miðjan síðasta mánuð þar sem sveitarfélagið bauð stofnuninni að setja þar upp aðstöðu. Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til þess að endurbæta og stækka flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.
Þyrla kölluð til eftir vélsleðaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til laust fyrir hádegi í dag til að flytja vélsleðamann sem lenti í slysi á Mýrdalsjökli á Landspítalann. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Vilja að Gæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að hefja viðræður við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun björgunarmiðstöðvar á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir hugmyndina ekki setta til höfuðs hugmyndum þingmanns í kjördæminu.
Þriðja þyrlan bætist í flota Landhelgisgæslunnar
Ný þyrla bættist í flota Landhelgisgæslunnar í gær þegar þriðja þyrlan kom til landsins. Þyrlan nefnist TF-GNA og er hún þriðja þyrlan í sögu Landhelgisgæslunar sem ber það nafn.
Vatn sótt í Hvaleyrarvatn til að slökkva eld í Heiðmörk
Slökkvistarfi er lokið í Búrfellsgjá við Heiðmörk, þar sem sinueldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að aðstoða við slökkvistarfið, þar sem erfitt var að koma bílum að svæðinu þar sem eldurinn logaði. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór þyrlan fimm ferðir að Hvaleyrarvatni til að fylla á mikinn stamp, sem síðan var tæmdur á eldinn.
Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
Þyrla gæslunnar sótti veikan mann nærri gosstöðvunum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Suðurstrandarvegi við upphaf gönguleiðarinnar að gosstöðvunum í Geldingadölum á tíunda tímanum í kvöld vegna alvarlegra veikinda að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu upp úr klukkan hálf tvö í dag við Tjaldafell, norðan Skjaldbreiðar. Konan var þar í hópi vélsleðafólks, hún ók sleða sínum fram af hengju og slóst hann þá utan í hana, þannig að hún slasaðist, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
20.02.2021 - 13:52
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða göngukonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar í Móskarðshnúka um klukkan tvö í dag vegna slasaðrar göngukonu sem þar var á ferð. Beiðni um aðstoð barst Gæslunni í gegnum Neyðarlínuna.
TF-GRO bilaði og nú er engin þyrla tiltæk
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í gær og þess vegna er engin þyrla útkallshæf. Beðið er eftir að varahlutur berist til landsins. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að bilunin í TF-GRO sé smávægileg og að þyrlan veðri komin í lag annað kvöld.