Færslur: Þyrla Landhelgisgæslunnar

Þyrla flutti slasaðan mann úr Herdísarvík
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti á fjórða tímanum karlmann úr Herdísarvík í Árnessýslu á Landspítalann í Fossvogi.
Myndskeið frá leitinni í nótt
Leit heldur áfram á gosstöðvunum í dag
Um 50 manns eru nú við leit bandarískum ferðamanni um sextugt sem varð viðskila við eiginkonu sína á gosstöðvunum við Fagradalsfjall um þrjú leytið í gær. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurnesjum, segir að maðurinn sé vel á sig kominn en ekki búinn til langrar útivistar.
Þyrla gæslunnar flutti slasaða konu á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til skömmu fyrir miðnætti til að flytja konu, sem féll á göngu við Flekkudalsfoss, á Landspítalann.
Óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gæsluna í Reykjavík
Ekkert bendir til þess að Landhelgisgæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði. Bæjarráð Fjallabyggðar sendi ráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar bréf um miðjan síðasta mánuð þar sem sveitarfélagið bauð stofnuninni að setja þar upp aðstöðu. Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til þess að endurbæta og stækka flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.
Þyrla kölluð til eftir vélsleðaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til laust fyrir hádegi í dag til að flytja vélsleðamann sem lenti í slysi á Mýrdalsjökli á Landspítalann. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Vilja að Gæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að hefja viðræður við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun björgunarmiðstöðvar á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir hugmyndina ekki setta til höfuðs hugmyndum þingmanns í kjördæminu.
Þriðja þyrlan bætist í flota Landhelgisgæslunnar
Ný þyrla bættist í flota Landhelgisgæslunnar í gær þegar þriðja þyrlan kom til landsins. Þyrlan nefnist TF-GNA og er hún þriðja þyrlan í sögu Landhelgisgæslunar sem ber það nafn.
Vatn sótt í Hvaleyrarvatn til að slökkva eld í Heiðmörk
Slökkvistarfi er lokið í Búrfellsgjá við Heiðmörk, þar sem sinueldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að aðstoða við slökkvistarfið, þar sem erfitt var að koma bílum að svæðinu þar sem eldurinn logaði. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór þyrlan fimm ferðir að Hvaleyrarvatni til að fylla á mikinn stamp, sem síðan var tæmdur á eldinn.
Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
Þyrla gæslunnar sótti veikan mann nærri gosstöðvunum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Suðurstrandarvegi við upphaf gönguleiðarinnar að gosstöðvunum í Geldingadölum á tíunda tímanum í kvöld vegna alvarlegra veikinda að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu upp úr klukkan hálf tvö í dag við Tjaldafell, norðan Skjaldbreiðar. Konan var þar í hópi vélsleðafólks, hún ók sleða sínum fram af hengju og slóst hann þá utan í hana, þannig að hún slasaðist, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
20.02.2021 - 13:52
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða göngukonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar í Móskarðshnúka um klukkan tvö í dag vegna slasaðrar göngukonu sem þar var á ferð. Beiðni um aðstoð barst Gæslunni í gegnum Neyðarlínuna.
TF-GRO bilaði og nú er engin þyrla tiltæk
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í gær og þess vegna er engin þyrla útkallshæf. Beðið er eftir að varahlutur berist til landsins. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að bilunin í TF-GRO sé smávægileg og að þyrlan veðri komin í lag annað kvöld.
Þyrla Gæslunnar er orðin útkallshæf á ný
Reglubundinni skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lauk í kvöld. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa unnið við skoðun vélarinnar um helgina og viðhaldsvinnunni lauk á níunda tímanum í kvöld.
„Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu“
„Staðan er afar slæm. Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu, þessi eina þyrla sem við höfum verið að nota er stopp og nú ríður á að fá menn til vinnu til að ljúka skoðun á henni sem tekur tvo sólarhringa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Auðskilið mál
Engin þyrla tiltæk en varðskip komin út á sjó
Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni eins og stendur. Ef fólk lendir í neyð á landi þarf að treysta á björgunarsveitir og lögreglu. Gæslan hefur sem betur fer ekki þurft á þyrlu að halda í dag.
Þór og Týr í viðbragðsstöðu á hafinu við Ísland
Varðskipin Týr og Þór verða til taks suður og norður af landinu til að bregðast við ef þörf krefur, meðan engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk. Áhöfn Týs var kölluð út í morgun og leggur úr höfn í Reykjavík um kvöldmatarleytið.
26.11.2020 - 15:43
Samningafundur í flugvirkjadeilunni stendur enn
Samninganefndir flugvirkja og ríkisins sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara. Frá miðnætti hafa ekki komið upp nein tilvik þar sem þörf hefði verið á aðstoð þyrlu, en engin björgunarþyrla hefur verið til taks frá þeim tíma.
Myndskeið
Skapar mikla hættu fyrir sjómenn
Formaður Sjómannasambands Íslands segir alvarlegt að engin björgunarþyrla verði til taks á fimmtudag og föstudag. Það skapi mikla hættu fyrir sjómenn.
Óásættanlegt að öryggiskerfið stöðvist vegna verkfalls
Sú staða sem upp er komin vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar er grafalvarleg. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Útlit er fyrir að engar þyrlur Gæslunnar verði tiltækar frá og með morgundeginum vegna verkfallsins og Magnús segir óásættanlegt að skipulag sé með þeim hætti að grundvallarþættir í öryggiskerfi landsins geti stöðvast vegna verkfalls.
Myndskeið
Lagasetning á verkfall til skoðunar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir lagasetningu á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vera til skoðunar. Tryggja verði öryggi almennings og sjófarenda.
Leit stendur enn yfir í Stafafellsfjöllum
Leit stendur enn yfir að manni sem óttast er um í Stafafellsfjöllum í Lóni. Björgunarsveitir af Austurlandi voru kallaðar út klukkan átta í gærkvöld til að leita mannsins og hefur leit staðið yfir óslitið síðan. Elín Birna Vigfúsdóttir hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir tugi björgunarsveitarfólks af Austurlandi hafa tekið þátt í leitinni í nótt og von fjölda fólks til viðbótar innan stundar, af Austur- og Suðurlandi.
29.10.2020 - 06:08
Báturinn sem steytti á skeri kominn í höfn
Mannbjörg varð er leki kom að fiskibát þegar hann tók niðri á grynningu austur af Papey laust fyrir klukkan níu í kvöld. Var fjögurra manna áhöfninni bjargað um borð í annað skip og báturinn dreginn til Djúpavogs, þar sem hann lagðist að bryggju um miðnæturbil.