Færslur: Þyrla Landhelgisgæslunnar

Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
Þyrla gæslunnar sótti veikan mann nærri gosstöðvunum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Suðurstrandarvegi við upphaf gönguleiðarinnar að gosstöðvunum í Geldingadölum á tíunda tímanum í kvöld vegna alvarlegra veikinda að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu upp úr klukkan hálf tvö í dag við Tjaldafell, norðan Skjaldbreiðar. Konan var þar í hópi vélsleðafólks, hún ók sleða sínum fram af hengju og slóst hann þá utan í hana, þannig að hún slasaðist, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
20.02.2021 - 13:52
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða göngukonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar í Móskarðshnúka um klukkan tvö í dag vegna slasaðrar göngukonu sem þar var á ferð. Beiðni um aðstoð barst Gæslunni í gegnum Neyðarlínuna.
TF-GRO bilaði og nú er engin þyrla tiltæk
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í gær og þess vegna er engin þyrla útkallshæf. Beðið er eftir að varahlutur berist til landsins. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að bilunin í TF-GRO sé smávægileg og að þyrlan veðri komin í lag annað kvöld.
Þyrla Gæslunnar er orðin útkallshæf á ný
Reglubundinni skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lauk í kvöld. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa unnið við skoðun vélarinnar um helgina og viðhaldsvinnunni lauk á níunda tímanum í kvöld.
„Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu“
„Staðan er afar slæm. Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu, þessi eina þyrla sem við höfum verið að nota er stopp og nú ríður á að fá menn til vinnu til að ljúka skoðun á henni sem tekur tvo sólarhringa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Auðskilið mál
Engin þyrla tiltæk en varðskip komin út á sjó
Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni eins og stendur. Ef fólk lendir í neyð á landi þarf að treysta á björgunarsveitir og lögreglu. Gæslan hefur sem betur fer ekki þurft á þyrlu að halda í dag.
Þór og Týr í viðbragðsstöðu á hafinu við Ísland
Varðskipin Týr og Þór verða til taks suður og norður af landinu til að bregðast við ef þörf krefur, meðan engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk. Áhöfn Týs var kölluð út í morgun og leggur úr höfn í Reykjavík um kvöldmatarleytið.
26.11.2020 - 15:43
Samningafundur í flugvirkjadeilunni stendur enn
Samninganefndir flugvirkja og ríkisins sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara. Frá miðnætti hafa ekki komið upp nein tilvik þar sem þörf hefði verið á aðstoð þyrlu, en engin björgunarþyrla hefur verið til taks frá þeim tíma.
Myndskeið
Skapar mikla hættu fyrir sjómenn
Formaður Sjómannasambands Íslands segir alvarlegt að engin björgunarþyrla verði til taks á fimmtudag og föstudag. Það skapi mikla hættu fyrir sjómenn.
Óásættanlegt að öryggiskerfið stöðvist vegna verkfalls
Sú staða sem upp er komin vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar er grafalvarleg. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Íslands. Útlit er fyrir að engar þyrlur Gæslunnar verði tiltækar frá og með morgundeginum vegna verkfallsins og Magnús segir óásættanlegt að skipulag sé með þeim hætti að grundvallarþættir í öryggiskerfi landsins geti stöðvast vegna verkfalls.
Myndskeið
Lagasetning á verkfall til skoðunar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir lagasetningu á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vera til skoðunar. Tryggja verði öryggi almennings og sjófarenda.
Leit stendur enn yfir í Stafafellsfjöllum
Leit stendur enn yfir að manni sem óttast er um í Stafafellsfjöllum í Lóni. Björgunarsveitir af Austurlandi voru kallaðar út klukkan átta í gærkvöld til að leita mannsins og hefur leit staðið yfir óslitið síðan. Elín Birna Vigfúsdóttir hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir tugi björgunarsveitarfólks af Austurlandi hafa tekið þátt í leitinni í nótt og von fjölda fólks til viðbótar innan stundar, af Austur- og Suðurlandi.
29.10.2020 - 06:08
Báturinn sem steytti á skeri kominn í höfn
Mannbjörg varð er leki kom að fiskibát þegar hann tók niðri á grynningu austur af Papey laust fyrir klukkan níu í kvöld. Var fjögurra manna áhöfninni bjargað um borð í annað skip og báturinn dreginn til Djúpavogs, þar sem hann lagðist að bryggju um miðnæturbil.
Áhöfn bátsins sem kviknaði í heil á húfi
Eldur kom upp í 30 tonna línubáti frá Tálknafirði á öðrum tímanum í dag. Áhöfnin slapp ómeidd og vel gekk að slökkva eldinn. Eigandinn segir að sér hafi liðið bölvanlega við að heyra fréttirnar.
Kviknaði í fiskiskipi úti fyrir Norðurlandi
Eldur kom upp í fiskiskipi norður af Siglufirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir voru kallaðar út. Hættan er liðin hjá og búið að slökkva eldinn.
01.10.2020 - 14:23
Viðbúnaður vegna vélarvana skips en allt fór vel
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna 160 tonna fiskiskips sem varð vélarvana skammt suðaustur af Berufirði. Þrír voru um borð og vörpuðu þeir akkeri þar sem álandsvindur var á svæðinu og aðeins sjö mílur í land.
Fastur í sandi á Haukadalsheiði í þrjá klukkutíma
Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um tíuleytið í gærkvöld vegna skotveiðimanns á þrítugsaldri sem hafði sokkið í sand við Sandvatn á Haukadalsheiði sunnan Langjökuls. Maðurinn var fluttur með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans um þrjúleytið í nótt.
Mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra viðurkennir að það hafi verið mistök að fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á samráðsfund heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Hún segir tilefni til þess að endurskoða verklag og hyggst ekki þiggja sams konar boð aftur. 
Þyrluflug ráðherra skerti ekki viðbragðsgetu
Ferð ráðherra með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Suðurlandi til Reykjavíkur og aftur til baka í síðustu viku krafðist ekki aukakostnaðar né aukinnar fyrirhafnar Gæslunnar. Viðbragðsgetan var ekki skert þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlan flutti dómsmálaráðherra úr hestaferð á fund
Land­helg­is­gæsl­an flutti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra úr hesta­ferð á Suð­ur­landi á samráðsfund heilbrigðisráðherra, sem haldinn var síðasta fimmtudag, og svo aftur til baka.
Betur fór en á horfðist þegar dreng rak frá landi
Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn síðdegis í dag þegar dreng rak frá landi á uppblásnu rekaldi. Hann rak fljótlega aftur til baka heilan á húfi.
Slasaðist er skurður féll saman
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú undir kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman.