Færslur: Þurrkatíð

Vatnsbúskapur ræðst að miklu leyti af vetrarúrkomu
Ekki hefur borið á verulegum vatnsskorti í sumar á Norðurlandi. Ef vetrarúrkoma verður lítil gæti það þó valdið slæmri stöðu í vatnsbúskap.
Gæðasumarið 2021 senn á enda
Enn eitt hitametið hefur verið slegið en ágúst er sá hlýjasti á Akureyri frá því mælingar hófust. Það eru þó vísbendingar um að umskipti verði í veðri um miðja næstu viku.
01.09.2021 - 18:20
Loksins rigning
Eftir um mánaðar þurrka- og hlýindatíð er farið að rigna á Norður- og Austurlandi. Umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri segir að nauðsynlegt hafi verið að vökva á hverjum degi frá lokum júní og er himinsæl að geta nú tekið frí frá vökvuninni.
28.07.2021 - 10:10
Minni uppskera vegna þurrka
Miklir þurrkar í kjölfar hlýinda á Norður- og Austurlandi hafa orðið til þess að tún eru farin að brenna hjá bændum. Staðan er misslæm en ljóst að uppskera verður víða minni en áður, segir bóndi í Skagafirði.
08.07.2021 - 15:37
Miklu meiri eldsmatur en áður og hættan vaxandi
Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda, fleiri elda en ratað hafa á gróðureldalista Náttúrustofnunar Íslands frá árinu 2006. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður. Bregðast þurfi við nýjum veruleika.
12.05.2021 - 12:39
Slökkvilið gengur bakvaktir af ótta við gróðurelda
Sextán slökkviliðsmenn í Slökkviliði Borgarbyggðar ganga bakvaktir um helgina. Þetta gert í varúðarskyni vegna hættu á gróðureldum. Þá fá þeir sem leggja leið sína í sumarbústað á skógríkum svæðum á Vesturlandi viðvörun um þurrkana í textaskilaboðum. Slípirokkur, eldstæði eða jafnvel grill nálægt gróðri geta kveikt gróðurelda.
Viðtal
Mikilvægt að haustrigningarnar klikki ekki
Slökkviliðsmenn hafa þurft að skjótast með vatn til bænda svo þeir geti brynnt kúnum. Laxveiðimenn hafa skriðið með stangirnar að bakkanum til að styggja ekki lax í vatnslitlum ám. Sveitarfélög hafa mælst til þess að íbúar spari vatn og sums staðar hafa vatnsból tæmst. Sandfok af hálendinu hefur spillt skyggni á Suðurlandi. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum og neistar frá flugeldum kveiktu í skraufþurrum gróðri á blómstrandi dögum í Hveragerði.
23.08.2019 - 16:01
Vatnsból á Suðurlandi farin að láta á sjá
Nokkur sveitarfélög á Suðurlandi hafa undanfarið hvatt íbúa til að fara sparlega með vatn. Eftir langvarandi þurrka hefur lækkað mikið í vatnsbólum þótt hvergi hafi orðið vatnslaust í stórum stíl.
19.08.2019 - 12:28
Óvissustigi vegna hættu á gróðureldum aflýst
Óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef Almannavarna.
03.07.2019 - 13:30
Óvissustig á Vesturlandi til mánaðamóta
Ástandið í Skorradal er óbreytt þrátt fyrir vætusamt veður á svæðinu undanfarna tvo daga. Eftir langvarandi þurrka þarf töluvert mikla úrkomu til að bleyta jarðveginn. Óvissustig almannavarna fyrir Vesturland verður í gildi fram að mánaðamótum.
27.06.2019 - 13:42
Segir náttúruhamfarir geisa í Skaftafellssýslu
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir náttúruhamfarir hafa geisað í Vestur-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor. Þær megi rekja til samspils þurrka og Skaftárhlaupa.
25.06.2019 - 22:24
Rigning gladdi veiðibændur í Borgarfirði
Vatnsbúskapur laxveiðiáa hefur verið með minnsta móti í byrjun sumars og laxveiðin sömuleiðis lítil vegna mikilla þurrka. Rigning gladdi veiðibændur í Borgarfirði í morgun sem eru bjartsýnir á veiðisumarið þrátt fyrir slæma byrjun.
25.06.2019 - 13:41
Allt að 90% fá SMS frá Neyðarlínunni
Það er ekki víst að allir sem eru í Skorradal fái SMS-skilaboð frá Neyðarlínunni um hættu á skógareldum. Það er þó ekki tengt símafélögum, eins og margir hafa talið — heldur símsendum.
24.06.2019 - 08:20
Áfram þurrt á Vesturlandi
Enn er ekki útlit fyrir að rigni neitt að ráði á Vesturlandi fyrr en á föstudaginn. Mjög þurrt er á svæðinu og brýnt að fara varlega með eld á ferð þar um. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
24.06.2019 - 06:43
Myndskeið
Lögðu nýja vatnsveitu á sex dögum í Eilífsdal
Það kemur ekki deigur dropi úr vatnskrönum í sumarhúsum víða í Eilífsdal í Kjós þar sem vatnsbólið hefur tæmst. Dalbúar brugðust hið snarasta við og hafa á sex dögum komið upp nýrri vatnsveitu. Vonir standa til að vatn komist á að nýju í kvöld eða á morgun. Þar með verður endi bundinn á vikulangt vatnsleysi.
22.06.2019 - 20:08
Töluvert tjón vegna þurrka
Ekki mældist úrkoma á Höfn í Hornafirði frá 31. maí til 18. júní. Þá rigndi en þar hafði verið þurrt í 18 sólarhringa. Í júní hefur úrkoman einungis mælst þrír millimetrar að sögn Kristínar Bjargar Ólafsdóttur, veðurfarsfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Eiríkur Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, segir að mikil þörf sé á góðri rigningu.
20.06.2019 - 01:24
Þurrkur nánast án fordæma
Þurrkurinn á Vesturlandi er nánast án fordæma, segir veðurfræðingur. Fólk verði að fara sérstaklega gætilega þar sem spáð er áfram þurrki og norðanstrekkingi sem veldur því að ef kviknar eldur þá breiðist hann hratt út. Leita þarf aftur til 1971 til þess að finna fimm vikna þurrkatímabil eins og nú á Vesturlandi.
18.06.2019 - 12:17
Myndskeið
Brunavarnir í ólestri í eldri sumarhúsabyggðum
Brunavarnir í eldri sumarhúsabyggðum eru í ólestri, segir fulltrúi í stýrihópi um forvarnir gegn gróðureldum. Flóttaleiðir séu óljósar, aðkoma slökkviliðs erfið og fólk ekki nógu vel upplýst um hættuna. Samgönguráðherra hyggst skoða gagnrýni um að flóttaleiðir vanti í Skorradal.
17.06.2019 - 19:39
Myndskeið
Best að skríða á maganum
Laxá í Kjós er óvenju vatnslítil enda hefur varla fallið í hana rigningardropi í rúmar þrjár vikur. Veiðimenn eru hvattir til að skríða á maganum að bökkum árinnar til þess að fæla ekki þá laxa sem þó ganga í ána. 
17.06.2019 - 12:39
Áttuðu sig ekki á hættunni og kveiktu varðeld
Gestir á tjaldsvæði í Skorradal kveiktu varðeld í gærkvöld. Miklir þurrkar hafa verið á þessum slóðum og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum. Þau sem kveiktu eldinn virðast ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni en aðrir gestir brugðust skjótt við og bentu þeim á hana. Einnig bárust fregnir af öðrum varðeldi í Skorradal, niðri við vatnið, en þar reyndist heitavatnslögn hafa farið í sundur.
16.06.2019 - 13:42
Myndskeið
Óttast að erfitt yrði að koma fólki burt
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Vesturlands, furðar sig á því að vegurinn um sumarhúsabyggðina í Skorradal hafi ekki verið bættur en viðbragðsáætlun hefur verið virkjuð vegna hættu á gróðureldum. Flóttaleiðir úr dalnum séu slæmar. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, sagði í hádegisfréttum RÚV að allir væru á varðbergi.
12.06.2019 - 19:24
Flóttaleiðir úr Skorradal ekki nógu góðar
Oddviti Skorradalshrepps segir flóttaleiðir úr Skorradal ekki nógu góðar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal. Þetta er í fyrsta skipti sem viðbragðsáætlun frá 2017 er virkjuð. Margir eru í sumarbústöðum í Skorradal. 
12.06.2019 - 12:16
Myndskeið
Sprunginn jarðvegur í túnum hjá bændum í Kjós
Rúmar þrjár vikur eru frá því rigningardropi féll í Kjósarhreppi. Þurrkurinn kemur illa við bændur. Áburðarkorn liggja enn óhreyfð á túnum og sprungur hafa myndast í grassverði.
12.06.2019 - 09:53
Óttast skógarelda á Vesturlandi
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þetta er gert vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstaklega þykir hætta á skógareldum í Skorradal.
11.06.2019 - 19:52
Viðtal
Hætt við að túnin brenni vegna þurrka
Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi á Skarði í Landssveit, segist vera farinn að ókyrrast vegna þurrka. Það hefur ekki rignt svo heitið geti frá 20. maí, þó að það hafi komið smá skvetta fyrir rúmri viku. 
11.06.2019 - 12:31