Færslur: Þurrkar

Sjónvarpsfrétt
Sómalía rambar á barmi hungursneyðar
Sómalía er á barmi hungursneyðar, í annað sinn á aðeins áratug. Þetta kom fram í máli framkvæmdastjóra mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum í dag.
05.09.2022 - 22:30
Sjónvarpsfrétt
Þurrkar ógna ólífuolíuframleiðslu á Spáni
Framleiðsla á ólífuolíu á Spáni er í uppnámi vegna mestu þurrka í manna minnum. Um helmingur allrar ólífuolíu í heiminum er framleiddur á Spáni.
30.08.2022 - 19:48
Íbúar á Gotlandi keppast um ljótustu grasflötina
Íbúar á sænsku eynni Gotlandi kepptust í sumar um hver þeirra ætti ljótustu grasflötina. Sveitarfélagið stóð að keppninni, sem er hugsuð til þess að eyjarskeggjar vökvi síður garðana sína.
28.08.2022 - 17:24
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · Svíþjóð · Gotland · Þurrkar · Sumar · garðar · Gras · grunnvatn
Þurrkar ógna haustuppskeru í Kína
Haustuppskeru kínverskra bænda er ógnað vegna mikilla hita og þurrka. Yfirvöld hvetja til viðbragða svo bjarga megi því sem bjargað verður eftir þetta heitasta sumar frá því mælingar hófust.
24.08.2022 - 07:00
Þurrkar afhjúpa ævaforn risaeðluspor
Langvinnir hitar hafa nær algerlega þurrkað upp fljót í þjóðgarði, sem kenndur er við risaeðlur, í Texas í Bandaríkjunum. Þar blasir gráleitur árbotninn við og það sem þar er að finna sannar að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Hamfaraþurrkar í Evrópu
Ekkert lát er á þurrkum á meginlandi Evrópu og í Bretlandi, þar sem víða hefur varla komið dropi úr lofti mánuðum saman og hver hitabylgjan rakið aðra frá því í maí. Fylgst er með þurrkum og afleiðingum þeirra um allan heim í Evrópsku þurrka-athugunarstöðinni, sem fellur undir vísindaáætlun sambandsins.
23.08.2022 - 05:43
Komu böndum á mikinn skógareld í Valencia á Spáni
Slökkviliði á Spáni hefur tekist að koma böndum á mikinn skógareld sem logað hefur norðvestur af Valenciaborg dögum saman, hefta frekari útbreiðslu hans og slökkva að miklu leyti. Yfirvöld í héraðinu hafa því aflétt tilskipun um rýmingu fjölda húsa.
22.08.2022 - 02:23
Yfir 40 látin í skógareldum í Alsír
Fórnarlömbum skógarelda sem logað hafa í norðanverðu Alsír síðustu daga fjölgar enn og eru orðin minnst 40 talsins. Í frétt AFP segir að minnst tíu börn og jafnmargir slökkviliðsmenn séu á meðal hinna látnu.Tólf manns fórust þegar smárúta sem þau voru í lokaðist inni í eldhafi. Yfir 200 manns hafa ýmist hlotið brunasár, reykeitrun eða hvort tveggja í eldunum, sem eru að mestu bundnir við norðurhluta landsins og fjalllendið þar.
19.08.2022 - 01:28
Skjóta upp eldflaugum í von um að framkalla rigningu
Yfirvöld í Kína hafa gripið til þess örþrifaráðs að reyna að framkalla rigningu, vegna langdreginna þurrka í landinu. Í nokkrum héruðum hefur eldflaugum verið skotið upp í himininn í tilraunaskyni.
17.08.2022 - 17:00
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · Asía · Kína · Þurrkar · hitabylgja · Yangtze-á · eldflaugar · Rigning · Tilraun
Steypa upp í holur golfvalla í andófsskyni
Aðgerðasinnar í loftslagsmálum sunnanvert í Frakklandi hafa gripið til þess ráðs í mótmælaskyni að fylla holur á golfvöllum steinsteypu. Með því vilja þeir andæfa því að golfvellir eru undanþegnir skömmtun á vatni vegna þurrka.
14.08.2022 - 04:10
Hækka viðbúnað í Bretlandi vegna langvarandi þurrka
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna langvarandi þurrka.
12.08.2022 - 10:52
Erlent · Umhverfismál · Veður · Bretland · Þurrkar · Hiti · hitabylgja
Myndskeið
Tíu þúsund hafa flúið vegna gróðurelda í Frakklandi
Yfir sjö þúsund hektarar af skóglendi eru eyðilagðir vegna skæðra gróðurelda sem loga nærri Bordeux, í Suðvestur-Frakklandi.
11.08.2022 - 10:58
Mestu gróðureldar í Nýfundnalandi í hálfa öld
Yfirvöld í Nýfundnalandi og Labrador, austasta fylki Kanada, hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gróðurelda. Eldarnir eru þeir verstu sem geysað hafa í fylkinu í yfir fimmtíu ár. Þúsundir hektara af skóglendi hefur orðið eldunum að bráð á síðustu tveimur vikum og er eldhafið enn stjórnlaust að sögn yfirvalda.
09.08.2022 - 03:36
Þúsundir berjast við yfir 250 skógarelda í Portúgal
Fleiri þúsund slökkviliðsmenn berjast enn við mikla skógarelda sem loga á fleiri en 250 stöðum í Portúgal. Heimamenn á hamfarasvæðunum, fjölmiðlar, slökkviliðs- og stjórnmálamenn eru sagðir lýsa ástandinu sem „hreinu helvíti“. Mikil hitabylgja ríður yfir Íberíuskagann, önnur hitabylgjan á miklu þurrkasumri. Spáð er áframhaldandi hita og þurrki næstu daga.
12.07.2022 - 05:31
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Portúgal · Spánn · Skógareldar · Þurrkar · hitabylgja
Minnst 29 slösuðust í miklum skógareldum í Portúgal
Rúmlega 3.000 slökkviliðsmenn hafa barist við mikla skógar- og gróðurelda í Portúgal í dag, bæði á jörðu og úr lofti, þar sem yfir tugir sérútbúinna flugvéla og þyrlna voru notaðar við slökkvistörfin. AP fréttastofan greinir frá því að minnst 29 manns hafi slasast í eldunum og þurft að leita sér læknisaðstoðar; tólf slökkviliðsmenn og sautján almennir borgarar.
10.07.2022 - 23:44
Sómalía
Milljónir í neyð vegna mestu þurrka um áratugaskeið
Miklir og langvarandi þurrkar ógna afkomu og lífi milljóna Sómala sem horfa fram á enn eitt þurrkaárið. Þurrkarnir eru þeir verstu sem geisað hafa í Sómalíu í fjörutíu ár, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og sómölskum stjórnvöldum, og hungursneyð blasir við minnst 250.000 manns. Milljónir eru í hrakningum og sjá fram á matarskort.
09.07.2022 - 06:30
Mikill hiti og skæðir þurrkar í Portúgal
Mikill hiti og skæðir þurrkar hafa geisað í Portúgal síðustu vikur og geisa enn. Portúgalska veðurstofan greinir frá því að síðastliðinn maímánuður hafi verið sá heitasti í 92 ár og að mjög alvarlegir þurrkar ríki á nokkurn veginn öllu landinu. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti veðurstofunnar.
12.06.2022 - 00:50
Sinnepsskortur blasir við Frökkum
Frakkar standa frammi fyrir sinnepsskorti í sumar. Ástæðan er margþætt. Miklir þurrkar í Kanada, léleg uppskera innanlands og stríðið í Úkraínu valda því að varla er mustarðskorn að fá.
22.05.2022 - 06:30
Neikvæð met slegin í loftslagsáhættu í fyrra
Ný met í lykiláhættuþáttum loftslagsbreytinga voru slegin á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Alþjóðaveðurstofnunarinnar sem birt var í dag.
Milljónum Kaliforníubúa sagt að spara vatnið
Miklir og langvarandi þurrkar undanfarinna ára hafa leitt til þess að ein stærsta vatnsveita Bandaríkjanna, Metropolitan-vatnsveita Suður-Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna vatnsskorts og hvetur um sex milljónir notenda til að draga verulega úr vatnsnotkun sinni. Í erindi vatnsveitunnar til viðskiptavina sinna eru þeir meðal annars beðnir um að takmarka vatnsnotkun utandyra - til bílþvotta, vökvunar, sunds og svo framvegis - við einn dag í viku.
28.04.2022 - 02:41
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Áætlun gerð sem heimilar vatnsskömmtun í Santiago
Miklir þurrkar hafa verið meira og minna viðvarandi í Síle um um tólf ára skeið og nú er svo komið að stjórnvöld hyggjast undirbúa aðgerðaáætlun sem heimilar skömmtun á vatni í höfuðborginni Santiago.
Ástralía
Kóalabirnir í útrýmingarhættu
Kóalabirnir, ein helsta táknmynd dýralífs í Ástralíu, eru taldir í útrýmingarhætti á stórum svæðum á austurströnd landsins. Talið er að þeim hafi fækkað um nærri helming á tuttugu árum.
Einn fundinn heill á húfi í Colorado en tveggja leitað
Einn þeirra sem saknað var eftir gróðureldana miklu í Colorado í Bandaríkjum er fundinn heill á húfi. Tveggja er enn saknað. Rannsókn stendur yfir á upptökum eldanna.
03.01.2022 - 01:14
Þriggja saknað eftir gróðureldana í Colorado
Þriggja er saknað eftir að gróðureldar ollu gríðarlegu tjóni í Colorado í Bandaríkjunum. Þykkt snjólag þekur nú jörð sem torveldar leit og tefur rannsókn á því hve mikið tjónið varð.
02.01.2022 - 00:26