Færslur: Þunglyndi

Börn með þunglyndi fá síður aðstoð en ADHD-börn
Börn sem glíma við kvíða og þunglyndi eru síður líkleg til að fá greiningu og úrræði en börn sem þjást af röskun sem truflar aðra. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir vísbendingar um að hópur þeirra sem glíma við síður sýnilegan vanda fari stækkandi. 
Mikil covid einkenni auka líkur á þunglyndi
Alvarleiki veikinda af völdum covid-19 sjúkdómsins er ákvarðandi þáttur um hættuna á langvarandi sálrænum einkennum meðal þeirra sem sýkjast.
18.03.2022 - 14:15
Dæmi um að norskir unglingar syrgi glötuð æskuár
Dæmi eru um að Norðmenn á unglingsaldri sýni aukin merki kvíða og þunglyndis í kórónuveirufaraldrinum. Jafnvel syrgja mörg ungmenni glötuð æskuár.
12.01.2022 - 00:12
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
Andleg heilsa versnaði hjá ungmennum
Andleg líðan ungmenna versnaði í kórónuveirufaraldrinum og þunglyndiseinkenni jukust frá því sem var. Þetta sýnir fyrsta rannsókn á heimsvísu sem birt var í Lancet í gær og gerð á Íslandi. Einn höfunda greinarinnar segir að andleg heilsa næstu kynslóðar gæti orðið verri en fyrri kynslóða verði ekki spornað við. Þetta segir einn höfunda vísindagreinar, sem birt var í Lancet, um líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna á aldrinum þrettán til átján ára. 
Viðtal
„Skuldir, þunglyndi, alkóhólismi – Danmörk“
Jónas Sig hélt að flutningar til Danmerkur myndu lækna hann af því hugarvíli sem hrjáði hann en allt kom fyrir ekki. Hann vann þar hjá stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims þegar hann áttaði sig á að hann þyrfti að flytja heim til Íslands og byrja aftur að gera tónlist. Tilhugsunin fannst honum óbærileg en hann fylgdi innsæinu.
02.01.2021 - 10:00
Myndskeið
Fleiri leita hjálpar á geðdeild Landspítalans
Óvenju mikil aðsókn er að geðdeild Landspítalans. Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans telur líklegt að rekja megi það til kórónuveirufaraldursins. Forstjóri heilsugæslunnar óttast að fleiri þurfi aðstoð á næsta ári þegar því er spáð að margir verði án vinnu. 
Viðtal
Minni virkni okkar allra getur leitt til depurðar
Skerðing á virkni fólks getur verið einkenni þunglyndis en nú þegar öllum er gert að gera minna en venjulega getur það haft áhrif á andlega líðan og jafnvel leitt til þunglyndis. Þetta segir Kristín Hulda Gísladóttir hjá Hugrúnu geðfræðslufélagi Háskóla Íslands.
22.04.2020 - 15:12
Myndskeið
„Kannski fá þau sektarkennd þegar ég drep mig“
„Ég ætlaði einu sinni að drepa mig. Ég var í skólanum, þetta var um hádegi og ég var búinn að eiga frekar erfiðan dag en hann var búinn að ganga samkvæmt venju,“ er meðal þess sem Stefán Ingvar Vigfússon deilir með áhorfendum í einlægu uppistandi um sjálfsvígshugsanir sem hann glímdi við.
11.10.2019 - 16:29
Kvíði og þunglyndi stórt vandamál
Kvíði og þunglyndi eru eitt stærsta vandamál sem ungt fólk glímir við í dag. Geðfræðslufélagið Hugrún hefur það að markmiði að veita ungu fólki geðfræðslu.
20.09.2018 - 14:04
Viðtal
Þunglyndi er svo fjandi lúmskt
„Þunglyndi er svo fjandi lúmskt. Það tekur sér bólfestu í manni og það er erfitt að reka það í burtu,“ segir Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður, sem glímt hefur við andleg veikindi frá að hann var unglingur. „Þetta er ástand og ástand þýðir að það varir ekki að eilífu.“
30.01.2018 - 13:10
Höfundur Rick og Morty gefur ráð við þunglyndi
Daniel Harmon, höfundur og aðalleikari teiknimyndaþáttanna vinsælu um Rick og Morty sló í gegn á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum, þegar hann brást með einstökum hætti við fyrirspurn frá aðdáanda, sem bað Harmon um ráð gegn þunglyndi.