Færslur: þungarokk

Sjónvarpsfrétt
Stranglega bannað að vera fáviti á Eistnaflugi
„Það er í lagi að vera fullur, en stranglega bannað að vera fáviti,“ segja tónleikagestir á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi. Hátíðin hefur farið sístækkandi síðan hún var fyrst sett á laggirnar fyrir nærri tuttugu árum. Undanfarin ár hafa 30 til 40 bönd komið þar fram, oftar en ekki vel þekktar útlenskar þungarokkssveitir.
Joey Jordison fyrrverandi trommari Slipknot látinn
Joey Jordison, trommuleikari og einn stofnenda bandarísku þungarokkssveitarinnar Slipknot er látinn. Hann hætti í hljómsveitinni árið 2013 og var 46 ára að aldri þegar hann féll frá.
28.07.2021 - 03:05
Mötley Crüe - Shout at the Devil og jólarokk
Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Shout at the Devil sem er önnur breiðskífa Glam-rokk sveitarinnar Mötley Crüe. Platan kom út 26. september 1983 og vakti strax heilmikla athygli hjá ungum þungarokkurunum um allan heim.
11.12.2020 - 18:12
Dramatískt og einlægt
Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, notast við listamannsnafnið JAK á fyrstu sólóplötu sinni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Gítardrifin gandreið
Á fimmtu hljóðversplötu sinni, Sorgir, þeysa Skálmaldarmenn um grónar gítargrundir en á um leið við nýjar vegtyllur. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Tvöfaldar Sagnir frá Skálmöld
Rokkhljómsveitin Skálmöld undirbýr nú útgáfu á nýrri plötu sem kemur út 12. október næstkomandi. Hlustendur menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1 voru, eins og oft áður, fyrstir til að heyra lag af nýrri plötu frá sveitinni en hljómsveitin er sérstök vinahljómsveit þáttarins. Gunnar Ben, hljómborðs- og óbóleikari sveitarinnar og einn söngvara hennar, mætti í heimsókn með lagið.
24.08.2018 - 10:52
Sólstafir - Eistnaflug og Byrds
Plata þáttarins að þessu sinni er Ótta með Sólstöfum, en Eistnaflugstónleikum Sólstafa verður útvarpað á Rás 2 á laugardagskvöld.
13.07.2018 - 10:52
Stjarnfræðilegur satanismi
Í lok apríl fluttu tónlistarmenn tengdir íslensku svartmálmsútgáfunni Vánagandi nýtt og sérpantað tónverk á stóra sviðinu á hinni virtu öfgarokkhátíð Roadburn í Hollandi. Sól án varma er sjötíu mínútna myrkraverk þar sem tekist er á við klassísk svartmálmsþemu, hið illa og djöfullega, en á stjarnfræðilegum skala.
18.05.2018 - 14:44
Nýtt með Skálmöld, Gwar og Zao
Í þætti kvöldsins heyrum við nýtt lag með Skálmöld, Gwar, Gruntruck og Zao, í viðbót við gott rokk frá Legend og tilvonandi íslandsvinum í Kublai Khan. Það er nóg að gerast í rokkinu þessa dagana, en hljómsveit Rise Against spilar núna í kvöld ásamt hljómsveitinni Une Misery í Hörpu, Icelandic Metal Assault II verður haldið á gauknum 27. október næstkomandi, Kublai Khan spilar hér á landi 31. október næstkomandi og svo er komið að Iceland Airwaves hátíðinni frá fyrsta október.
23.10.2017 - 09:00
 · dordingull · þungarokk · Harðkjarni · pönk · skálmöld
Auðn kynna nýtt lag: Í Hálmstráið Held
Íslenska rokksveitin Auðn sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Farvegir Fyrndar 10. nóvember næstkomandi, en þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar hjá Season of Mist útgáfunni. Til að svala þorsta íslenskra þungarokkara frumflytjum við hér lagið "Í Hálmstráið Held" sem verður að finna á umræddri skífu. 
17.08.2017 - 14:00
Rokkið er dautt? og aðeins meira Eistnaflug..
Síðasti þáttur var helgaður Eistnaflugi eingöngu og í þessum þætti heyrum við aðeins meira þaðan en líka fullt af nýrri múzík.
Myndband
RÚV frumsýnir Silfur-Ref með Sólstöfum
Þungarokkssveitin Sólstafir frumsýna hér á vef RÚV myndband við Silfur-Ref, lag af breiðskífunni Berdreyminn sem kom út á dögunum.
01.06.2017 - 13:51
Tónlist djöfulsins og dásamlegt nýmeti
Er Þungarokk tónlist djöfulsins? Ef ekki það - hvað þá?
Englasöngur og Tappi Tíkarrass
Hljómsveitin Tappi Tíkarrass var starfandi frá 1981-1983 er sameinaður og Rokkland sá Tappann spila á Húrra á fimmtudaginn og spjallaði við þá Gumma trommara (sem stofnaði Das Kapital með Bubba og kobba bassaleikara og Mike Pollock eftir að Tappinn var úr) og Eyþór Arnalds (Todmobile) og við heyrum 3 ný lög með sveitinni.
21.01.2017 - 22:39
Cult Leader, Killswitch Engage og L'esprit Du
Í þætti kvöldsins hlustum við á hágæða rokk, bæði gamalt og nýtt í bland, hávaðasamt og rólegt, íslenskt og erlent en umframt allt stór skemmtilegt, en meðal efnis er Cult Leader, Deftones, Muck, Mínus, Killswitch Engage og L'esprit Du
18.04.2016 - 22:56
 · mínus · þungarokk · pönk · hávaði · læti · Harðkjarni · muck · deftones · zhrine · metal · heavymetal · punk · loud music · metallica
Viðtal við Celestine, Great Grief og ITCOM!
Sérstakir gestir þáttar kvöldsins eru meðlimir hljósmveitanna Celestine og Great Grief, en sveitirnar halda tónleika núna í vikunni. Það að auki heyrum við viðtal við hljósmveitina In the company of men sem var tekið upp fyrr í vikunni.
18.01.2016 - 08:09
Black Desert Sun viðtal
Sérstakir gestir í þætti kvöldsins eru meðlimir íslensku rokksveitarinnar Black Desert Sun, en sveitin sendi nýverið frá sér sýna fyrstu breiðskífu. Í þættinum kynnumst við sveitinni nánar og hlustum á nokkur vel valin lög af nýju plötunni.
02.11.2015 - 22:27
Under the Church viðtal
Sérstakir gestir dordinguls mánudagskvöldið 26. október eru þeir Mik og Erik úr hljómsveitinni Under the Church, en sveitin sendir í þessarri viku frá sé plötuna Rabid armageddon.
26.10.2015 - 08:08
 · dordingull · under the church · skálmöld · auðn · obituary · Anthrax · bootlegs · Powermad · þungarokk · pönk · Harðkjarni · hávaði · Dauðarokk · Death metal
Brain Police og Kvelertak (Viðtöl)
Í þætti kvöldsins má heyra stutt viðtöl við hljómsveitirnar Brain Police og Kvelertak frá því á Eistnaflugi núna í sumar. Við það bætist við efni með Strife, Hiraeth, Akarusa Yami og fleira.
28.09.2015 - 20:15
 · dordingull · þungarokk · pönk · hávaði · strife · kvelertak · brain police · Harðkjarni
Black Crucifixion og finnska rokkhátíðin
Meðlimur finnsku hljómsveitarinnar Black Crucifixion mætir í hús en sveitin spilar á Northen Marginal hátíðinni sem haldin verður í Reykjavík þessa vikuna, Á hátíðinni spilar einnig hljómsveitin Finntroll.
21.09.2015 - 18:40
Iron Maiden, Slayer og Baroness
í þætti kvöldsins má heyra nýjasta nýtt með ofur hljómsveitunum á borð við Iron Maiden, Slayer og Baroness.
02.09.2015 - 19:10
CONAN viðtal
Í þætti kvöldsins verður spjallað við hljómsveitina CONAN sem spilaði á eistnaflugi í ár, spila efni með tilvonandi Íslandsvinum í Every Time I Die og kynni ykkur nýtt efni með Axis og Fit for an autopsy.
26.08.2015 - 19:35
 · dordingull · Harðkjarni · þungarokk · conan
Soulfly, Stray from the Path ofl
Í þætti kvöldsins heyrum við nýtt efni með hljómsveitunum Soulfly, Stray from the Path og Hate Eternal. Við það bætist við efni með Sick of it all, Pantera, Terror, Botnleðju og Clutch.
26.08.2015 - 19:31
LLNN, Fear Factory og Cattle Decapitation
Í þætti kvöldsins heyrum við viðtal við dönsku sveitin LLNN frá því á Eistnaflugi í viðbót við nýtt efni með Fear Factory og Cattle Decapitation
12.08.2015 - 08:00
Teenage Time Killers & Lamb of God
Í þætti kvöldsins heyrum við í hljómsveitinni Teenage Time Killers, en það er stórstjörnu verkefni í rokkheiminum þar sem fram koma meðlimir Clutch, Lamb of god, Foo Fighters, Alkaline Trio,Queens of the, Eyehategod ofl. Í viðbót við það höldum áfram að spila efni af nýju Lamb of God plötunni.
05.08.2015 - 10:17