Færslur: Þróunarmál

Spegillinn
COVID, gallabuxur og hnattvæðingin
Hnattvæðingin, að til dæmis vörur voru búnar til með hlutum frá mörgum heimshornum og seldar í öðrum, hefur verið ríkjandi stefna frá því heimurinn tók að jafna sig eftir síðari heimstyrjöldina. Uppúr tíunda áratugnum var farið að tala um ofur-hnattvæðingu. Eftir fjármálahremmingarnar 2008 var víða sett spurningarmerki við þessa framvindu. Veirufaraldurinn hefur enn frekar ýtt undir tortryggni á gildi hnattvæðingar.
17.02.2021 - 17:00
Ráðuneytið veitir 276 milljónum til þróunarríkja
Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19. Ráðuneytið er þannig að bregðast  við mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna. Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstunni.
06.05.2020 - 15:30
Senda íslenskan ungling til Úganda
Stjórnvöld vilja senda íslenskt ungmenni til Úganda til að vekja athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróunarvinnu. Verkefnisstjóri segir að gerð verði heimildarmynd sem á að sýna þróunarvinnu í ólíkum heimshornum með augum unglings. Áhugasöm ungmenni fædd 2003 geta sent in myndbandsumsókn á vef Stjórnarráðsins til 29. júlí. 
23.07.2018 - 12:14
Íslenskir hönnuðir leita til Sierra Leone
Íslensk hönnun og afrískt handverk mætast í verkefninu Sweet Salone, þar sem hönnunarfyrirtækin Kron by Kronkron og As we grow hafa hafið framleiðslu á vörum, sem er unnið af handverksfólki í Sierra Leone. Ein pöntun frá íslenskum framleiðanda getur numið nokkrum árslaunum fyrir handverksfólk þar í landi.
03.12.2017 - 19:20
Styðja aðgengi að öruggum fóstureyðingum
Stjórnvöld á Íslandi og í fjölda annarra ríkja hafa heitið milljörðum króna til alþjóðasamtaka sem veita konum ráðgjöf um getnaðarvarnir og framkvæma meðgöngurof. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur bannað fjárveitingar til hjálparsamtaka sem veita slíka þjónustu. Íslendingar hafa þrefaldað framlög til mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til að styðja við aðgengi að öruggum fóstureyðingum. Framlag Íslands hækkar í 300.000 dali - um 33 milljónir króna.
03.03.2017 - 11:31
Tuskudýralögmálið: Framtíð Bangladess björt
Við skoðum miðann innan í flíkinni. Framleitt í Bangladess. Hrundi ekki heil verksmiðja þar? Hafa ekki alþjóðleg stórfyrirtæki svikið loforð og brugðist verkamönnum sem sumir hverjir eiga á hættu að brenna inni ef eldur verður laus í verksmiðjunum? Jú. Þetta passar allt. Er þá siðferðislega rétt að sniðganga fatnað frá Bangladess og fleiri ríkjum þar sem aðbúnaður verkafólks er slæmur? Viðmælendur Spegilsins eru ekki endilega á því og benda á að það sem við köllum þrælkun kalli aðrir tækifæri.