Færslur: Þróunarhjálp

Bill og Melinda Gates að skilja eftir 27 ára hjónaband
Hjónin Bill og Melinda Gates tilkynntu í gær að þau ætli að skilja, eftir rúmlega 30 ára samband og 27 ára hjónaband. Hjónin, sem ku alltaf hafa verið afar samhent, birtu samtímis sameiginlega tilkynningu um þessa ákvörðun sína, hvort á sinni Twitter-síðu. Þar segir að þótt þau ætli að fara hvort sína leiðina í einkalífinu hér eftir, þá hyggist þau áfram vinna saman að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem Gates-stofnun þeirra hjóna hefur sinnt síðustu tvo áratugi.
Ísland færir Malaví fimm sjúkrabíla
Stjórnvöld í Malaví tóku í gær á móti fimm sjúkrabílum að gjöf frá íslenskum stjórnvöldum. Í malavíska fréttamiðlinum Nyasa Times segir Kondwani Nankhumwa, innanríkisráðherra Malaví, að fjöldi fólks hafi látið lífið í landinu vegna skorts á sjúkrabílum. Malavíska þjóðin og stjórnvöld séu því ævinlega þakklát íslenskum stjórnvöldum fyrir bílana.
14.05.2018 - 00:24
Fréttaskýring
Oxfam-hneykslið og „þróunarhjálpargeðveikin“
Varaformaður Oxfam góðgerðarfélagsins sagði af sér í dag í kjölfar máls sem er bergmál af #metoo umræðunni. Penny Lawrence viðurkennir ábyrgð sína. Hún hafi ekki brugðist rétt við ábendingum um að starfsmenn Oxfam við neyðarhjálp í Chad og á Haítí hefðu misnotað kvenfólk þarna. Gagnrýni á Oxfam bitnar á öðrum góðgerðarfélögum en nærir líka umræðu á hægri væng stjórnmálanna um að Bretar eigi að láta þróunarhjálp eiga sig.
12.02.2018 - 18:39