Færslur: Þrotabú WOW

Ballarin neitar að borga 40 milljónir
Michele Ballarin, sem keypti þrotabú WOW-air, neitar að greiða fjörutíu milljón króna reikning sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vetur að hún ætti að greiða. Dómur á Íslandi hafi enga þýðingu í Bandaríkjunum.
21.06.2021 - 19:02
Fjármálastjóri WOW ekki valdalaus að mati Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur snúið við dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar sem töldu að krafa Stefáns Eysteins Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálastjóra WOW, uppá rúmar fjórtán milljónir ætti að njóta forgangs í þrotabú flugfélagsins. Hæstiréttur telur sýnt að fjármálastjórinn hafi stýrt daglegum rekstri félagsins, teljist þar af leiðandi nákominn og því eigi krafa hans ekki að njóta forgangs.
29.01.2021 - 14:20
Mál fjármálastjóra WOW air fer fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni skiptastjóra þrotabús WOW air um að taka fyrir mál Stefáns Eysteins Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálastjóra flugfélagsins. Bæði Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur komust að þeirri niðurstöðu að krafa Stefáns í þrotabúið upp á rúmar fjórtán milljónir ætti að njóta forgangs.
12.11.2020 - 06:25
Telja fjármálastjóra WOW hafa verið valdalausan
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafa komist að þeirri niðurstöðu að krafa Stefáns Eysteins Sigurðssonar, fyrrverandi fjármálastjóra WOW, í þrotabú flugfélagsins upp á rúmar 14 milljónir eigi að njóta forgangs. Annar af skiptastjórum þrotabúsins er undrandi á þessari niðurstöðu og ætlar að leita eftir leyfi hjá Hæstarétti til að áfrýja henni.
16.10.2020 - 10:45
Arion banki tekur yfir sjávarvillu Skúla
Arion banki hefur tekið yfir sjávarvillu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. Afsal til bankans bíður þinglýsingar, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Húsið var auglýst til sölu í október á síðasta ári og var þá lýst sem einhverju „tilkomumesta einbýlishúsi Íslands.“
15.09.2020 - 11:42
Ekki vanhæfur vegna kunningsskapar við Svein Andra
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Lárentsínusar Kristjánssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem telur sjálfan sig hæfan í máli þrotabús WOW air gegn ALC flugvélaleigunni og Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. Lögmaður flugvélaleigunnar taldi dómarann vanhæfan vegna vinskapar hans og Sveins Andra Sveinssonar sem er annar af skiptastjórum þrotabús flugfélagsins.
04.09.2020 - 17:13
Krafa flugfreyja WOW um hækkun launa tekin til greina
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á túlkun Flugfreyjufélags Íslands um að taka ætti tillit til kjarasamningsbundinnar viðbótalaunahækkunar við útreikning kröfu í þrotabú WOW air. Hins vegar var ekki fallist á að yfirvinna og sölulaun rúmuðust innan kröfunnar.
01.07.2020 - 07:00
Landsréttur hafnar gjaldþrotakröfu WOW á hendur Títan
Landréttur hefur hafnað kröfu WOW air um að taka bú Títan Fjárfestingarfélags, sem er í eigu Skúla Mogensen fyrrum forstjóra og eiganda WOW air til gjaldþrotaskipta. Að mati Landsréttar var krafa WOW air umdeild og tilvist kröfunnar þótti ekki nægjanlega leidd í ljós.
19.05.2020 - 15:14
Flugfreyjur draga þrotabú WOW fyrir dóm
Deila um kröfu flugfreyju-og þjóna í þrotabú WOW Air hefur fengið flýtimeðferð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þrotabúið samþykkir ekki þrjá launaliði í kröfum þeirra og mun ábyrgðarsjóður launa ekki afgreiða laun þeirra fyrr en deilan við þrotabúið hefur verið leyst.
24.02.2020 - 09:14
Rolls Royce fær ekki matsmann í deilunni við WOW
Landsréttur hefur hafnað kröfu Rolls Royce um að dómkvaddur yrði til matsmaður í deilu fyrirtækisins við þrotabú Wow air. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu Rolls Royce um matsmanninn. Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði og vildi fallast á kröfuna um matsmanninn.
07.02.2020 - 07:42
Þrotabú WOW höfðar riftunarmál upp á milljarða
Þrotabú WOW hefur ákveðið að höfða á annan tug riftunarmál vegna greiðslna sem langflestar voru gerðar í mars á síðasta ári, greiðslur sem skiptastjórar þrotabúsins telja að hafi verið gerðar á mjög vafasömum tíma í ljósi stöðu fyrirtækisins. Þetta var kynnt á skiptafundi þrotabúsins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu.