Færslur: Þröstur Leó Gunnarsson

Viðtal
Hringt til Þrastar Leós og spurt um meint dánarbú hans
„Ég veit það ekki, viltu ekki bara tala við líkið?“ svaraði eiginkona Þrastar Leós Gunnarssonar þegar hringt var í heimasímann og spurt hver sæi um dánarbú leikarans, fyrir tuttugu árum. Nafnaruglingur hafði átt sér stað sem olli því að Þröstur, sem nýlega fagnaði sextugsafmæli sínu, var talinn af. Mikið fát kom á konuna í símanum þegar Þröstur tók tólið og heilsaði.
27.04.2021 - 10:51
Ljóð fyrir þjóð
Þröstur Leó les Til barna
Þröstur Leó Gunnarsson les ljóð Evu Rúnar Snorradóttur, Til barna, á sviði Þjóðleikhússins.
Gagnrýni
Blæbrigðarík nálgun á harmrænu viðfangsefni
„Frábær er eina orðið yfir Eggert Þorleifsson í þessari sýningu. Ég hef aldrei séð hann svona góðan. Hvernig hann afbyggir persónuna frá smámuna- og reglusömum verkfræðingi sem er dálítið hrokafullur og brotnar síðan niður. Þessi mikli gamanleikari gerir þetta af djúpri alvöru,“ segir María Kristjánsdóttir í umfjöllun sinni um leikritið Föðurinn eftir franska leikskáldið Florian Zeller sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Kristínar Jóhannsdóttur.
Guðmundi Steinssyni aldrei gerð betri skil
„Í engri sýningu hef ég áður séð leikskáldinu Guðmundi Steinssyni gerð betri og fjölþættari skil,“ segir María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um leikverkið Húsið sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Þarna er hann ákafi predikarinn, dansandi á mörkum hvunndags og fantasíu þegar hann nánast barnslega írónískur afhjúpar hræsnisfullt firrt samfélag okkar.“
Hús tíðarandans
Leikritið Húsið eftir Guðmund Steinsson vekur heimspekilegar spurningar, framúrskarandi leikmynd og búningar standa fyrir sínu en predikunartónninn í verkinu eldist illa, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.