Færslur: Þroskahjálp

Fólk með þroskahömlun fær enn ekki rafræn skilríki
Þroskahjálp hefur barist fyrir því í rúm þrjú ár að fundin verði lausn fyrir fólk með þroskahömlun sem getur ekki sótt um rafræn skilríki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir verkefnastjóri hjá samtökunum segir að neyðarástand ríki en vegna þess að um jaðarsettan hóp sé að ræða sé málinu sýndur lítill áhugi.
Sjónvarpsfrétt
Fyrrum vistmaður vill að þjóðfélagið læri af sögunni
Karlmaður sem bjó á vistheimilum í 15 ár vill að í kjölfar skýrslunnar, sem birt var í gær, að haldið verði áfram að rannsaka aðbúnað og meðferð á fólki svo að þjóðfélagið geti lært af þeim. Sjálfur var hann beittur ofbeldi á öllum heimilunum. 
09.06.2022 - 19:00
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Kastljós
Nýta sýndarveruleika fyrir fólk með þroskahömlun
Stefnt er að því að nota sýndarveruleika til þess að hjálpa fólki með þroskahömlun að undirbúa sig fyrir aðstæður daglegs lífs, sem gjarnan geta reynst því erfiðar. Samtökin Þroskahjálp og Virtual Dream Foundation standa að verkefninu og frumprófanir fóru fram á dögunum.
Útvarpsviðtal
Geta ekki flúið stríðið og leita skjóls í baðkörum
Þegar stríð geisar gleymist fatlað fólk. Það getur oft ekki flúið og leitað skjóls, einangrast og á erfitt með að verða sér úti um nauðsynjavörur eins og mat og lyf. Upplýsingafulltrúi Þroskahjálpar segir stöðu fatlaðs fólks í Úkraínu grafalvarlega.
02.03.2022 - 21:00
Eiga ekki skilríki og geta ekki farið í heimabankann
Dæmi eru um að fólk með þroskahömlun hafi engan aðgang að bankareikningum sínum vegna þess að það hefur ekki getað sótt um rafræn skilríki. Samtökin Þroskahjálp hafa ítrekað bent stjórnvöldum á að finna þurfi aðra auðkennisleið fyrir þennan hóp, verið sé að brjóta mannréttindi á þeim.
Kallar eftir kröfum um sanngirnisbætur
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur kallað eftir kröfum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á opinberum stofnunum fyrir fötluð börn. Ríkisstjórnin samþykkti í lok síðasta árs að leggja fram á Alþingi frumvarp um bæturnar.
Þroskahamlaðir njóta ekki jafnra tækifæra til menntunar
Um fimmtíu nemendur með þroskahömlun komast í framhaldsnám á hverju ári. Séu nemendurnir fleiri komast þeir ekki að og þeirra bíður að gera ekki neitt.
Viðtal
Fatlaðir og foreldrar fatlaðra of aftarlega í röðinni
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að fatlað fólk sé of aftarlega í bólusetningarröðinni. Fyrst nú nýlega liggi fyrir listi yfir þá foreldra fatlaðra barna sem fá forgang í bólusetningu. Þroskahjálp, Umhyggja og fleiri félög sem vinna að hagsmunum langveikra barna og fjölskyldna þeirra sendu áskorun til heilbrigðisyfirvalda í febrúar þar sem óskað var eftir forgangi. 
Þingsályktunartillaga um Arnarholt og önnur heimili
Velferðarnefnd Alþingis ætlar að skila Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Formaður nefndarinnar segir að í rannsókninni verði einnig að skoða aðbúnað fólks á hvers kyns vistheimilum nú á dögum. Nefndarmenn hafi fengið ábendingar um slæman aðbúnað fatlaðs fólks og geðfatlaðra í nútímanum.
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Myndskeið
Þarf að skoða Arnarholt og fleiri staði í þaula
Mikilvægt er að komast til botns í hvað gerðist í Arnarholti og víðar, segir heilbrigðisráðherra. Frásagnir af þeirri meðferð sem vistmenn í Arnarholti sættu séu hræðilegar og átakanlegar. Ráðherra segist ætla að beita sér eins og henni sé unnt til að allt verði dregið fram í dagsljósið. 
Morgunútvarpið
„Mannréttindi eru ekki eins og tæknileg framþróun“
Réttindagæsla fatlaðs fólk er undirmönnuð og vanfjármögnuð og stjórnvöld fylgdu ekki eftir þeim ábendingum sem fram komu í skýrslu um aðbúnað barna og fullorðinna á Kópavogshæli. Þetta segir Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Í kjölfar umfjöllunar um slæman aðbúnað á vistheimilinu Arnarholt hafa samtökin krafið stjórnvöld um að grípa til ráðstafana nú þegar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
17.11.2020 - 09:37
Myndskeið
Bannað að heimsækja Arnarholt eftir svarta skýrslu
Sjálfboðaliðahreyfing ungs fólks á sviði geðheilbrigðismála skrifaði svarta skýrslu um aðbúnað í Arnarholti árið 1969. Skýrslan barst stjórnendum í Arnarholti, sem í kjölfarið bönnuðu hópnum að heimsækja vistheimilið. Skýrslan var aldrei gerð opinber.
Myndskeið
Ætla að krefjast rannsóknar: „Svakalegar upplýsingar“
Vitnaleiðslur starfsfólks í Arnarholti verða nýttar til þess að krefjast þess að farið verði í allsherjarrannsókn á vistun fatlaðs fólks hér á landi, segir formaður Þroskahjálpar. Hún segir að upplýsingarnar sem komi fram í vitnaleiðslunum séu svakalegar, en fullyrðir að það sem átti sér stað í Arnarholti hafi einnig átt sér stað á öðrum vistheimilum. Gögn málsins fundust í skjalasafni Reykjavíkurborgar í dag, en trúnaður ríkir um þau í heila öld.
Viðtal
Ætla að skoða Arnarholt: „Alveg skelfilegar lýsingar“
Lýsingar starfsfólks í Arnarholti eru skelfilegar og nístandi, segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann segir að farið verði yfir málið og nauðsynlegt sé að kanna hvort rannsaka þurfi aðbúnað á fleiri vistheimilum. Ráðast verði í slíka skoðun, jafnvel þótt það geti reynst sársaukafullt.
Myndskeið
Lýstu frelsissviptingum og vanrækslu í vitnaleiðslum
Fársjúkt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti til 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa vikum saman. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir starfsfólki sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Þar lýsti starfsfólk órannsökuðum andlátum vistmanna og vanrækslu sem leiddi til andláts. Nefnd sem skipuð var til að rannsaka málið komst að þeirri niðurstöðu að engra aðgerða væri þörf á heimilinu, en þrátt fyrir það var ákveðið á lokuðum fundum borgarstjórnar að grípa til aðgerða.
Fagnar sanngirnisbótum en segir uppgjöri ekki lokið
Formaður Þroskahjálpar fagnar sanngirnsbótum sem greiða á fötluðum einstaklingum sem voru vistaðir illan kost sem börn á vegum ríkisins, en segir að enn eigi eftir að bæta þeim sem vistaðir voru sem fullorðnir skaðann. Þá þurfi að skoða mál þeirra sem barnaverndaryfirvöld vistuðu á einkaheimilum.
12.10.2020 - 16:25
„Ekkert annað en mismunun á grundvelli fötlunar“ 
Alþingi felldi fyrir helgi tillögu minni hluta velferðarnefndar um að úrræði um greiðslu launa í sóttkví nái til fólks sem annast fötluð eða langveik börn og getur ekki sinnt vinnu vegna skerðingar á lögbundinni þjónustu hins opinbera við þau vegna faraldursins. Þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögunni en þingmenn stjórnarandstöðunnar með henni.
07.09.2020 - 10:30
Vonbrigði að smit hafi komið fólki í opna skjöldu
Formaður Þroskahjálpar segir mikil vonbrigði að ekki hafi verið búið að gera áætlanir um hvernig eigi að mæta börnum í viðkvæmri stöðu vegna lokunar skóla í kórónuveirufaraldrinum, nú í byrjun skólaársins. Lítið hafi verið um svör frá yfirvöldum.
26.08.2020 - 22:00
Spegillinn
„Heldur samfélagið að við séum ódrepandi?“
Fá kórónuveirusmit hafa komið upp á sambýlum og búsetukjörnum á Íslandi. Þetta leiddi eftirgrennslan Landssamtakanna Þroskahjálpar í ljós. Lokanir og skerðing þjónustu bitnuðu þó bæði á fötluðum og aðstandendum þeirra. Móðir fatlaðs unglingspilts segir að í tvær vikur hafi bæði skólinn og öll þjónusta dottið út, sá tími hafi verið nánast óyfirstíganlegur.
Vilja vita um fjölda smita á heimilum fatlaðs fólks
Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent stjórnvöldum, heilbrigðisyfirvöldum og fulltrúum sveitarfélaganna erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjölda COVID-smita á sambýlum, búsetukjörnum og stofnunum þar sem fatlað fólk býr. Ef stjórnvöld hafi ekki safnað umræddum upplýsingum er óskað eftir að það verði gert. 
17.04.2020 - 16:40
„Þau þrífast ekki í almennum úrræðum“
„Geðheilbrigðisþjónusta almennt hentar mjög illa fyrir fólk með þroskahömlun og einhverfu vegna þess að þau þurfa sértaka aðlögun vegna fötlunar sinnar,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
26.10.2019 - 18:22
Viðtal
„Réttarkerfið stendur ekki með fötluðu fólki“
Þess eru dæmi að fullorðnum einstaklingum með þroskahömlun sé vísað frá geðdeildum þegar þeir leita þangað vegna geðraskana eða -sjúkdóma. Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
Viðtal
„Af fyrir fram ákveðinni hillu og út í lífið“
Sumt fólk með þroskahömlun þrífst ekki innan hefðbundinna úrræða, því líður einfaldlega illa. Það átti við um Gísla Björnsson. Líf hans gjörbreyttist til hins betra þegar hann fékk NPA en móðir hans, Gunnhildur Gísladóttir, segir nýja fyrirkomulagið þó ekki gallalaust. Formaður Þroskahjálpar fagnar því að fólk með þroskahömlun eigi rétt á NPA en segir það einungis nýtast litlum hluta, margir upplifi sig enn ófrjálsa á sambýlum og í búsetukjörnum. 

Mest lesið