Færslur: Þrestir

Myndskeið
Þrastarungar hertóku baðherbergi í Vesturbænum
Þrastarungar halda til í góðu yfirlæti á baðherbergi í vesturbæ Reykjavíkur, en þangað var þeim bjargað undan köttum sem biðu færis þegar þeir duttu úr hreiðrunum. Húsráðendur hafa takmörkuð not af baðherbergi sínu vegna unganna, en láta sér það í léttu rúmi liggja. Ungarnir voru fjórir þar til í morgun þegar einn þeirra náði tökum á fluglistinni og lét sig hverfa út um gluggann.
24.07.2020 - 21:01
Innlent · Dýralíf · Dýr · Fuglar · Þrestir
Aldursmerking á íslensku kvikmyndinni Þrestir
Íslenska kvikmyndin Þrestir var á dagskrá RÚV föstudaginn langa 14. apríl 2017 kl. 21:20. Myndin var sýnd án aldursmerkingar en við frekari grenslan og endurskoðun dagskrárstjóra og myndskoðara RÚV er ljóst að hún hefði með réttu átt að vera bönnuð innan 12 ára, bera tilheyrandi aldursmerkingu og viðvörun í kynningu og þar með vera dagskrársett eftir kl. 22:00.
26.04.2017 - 09:36