Færslur: Þrengsli

Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð nærri Þrengslum
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorni landsins. Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og telja þau skjálftann hafa verið 4,8 að stær. Upptök hans voru 0,6 kílómetra norðaustur af Þrengslum. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi má búast við eftirskjálftum.
14.05.2022 - 17:01
Hellisheiðin lokuð og bílaröð við Hveradali
Vegagerðin hefur lokað aftur fyrir umferð um Hellisheiði, en heiðin var fær í morgun. Þrengslin eru opin en þar er snjóþekja og hálka. Fjöldi fólks bíður nú í bílum sínum við Hveradali, þar sem hefur skafið í skafla.
23.02.2022 - 09:00
Útvarpsumfjöllun
„Alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu“
„Fyrsti bíllinn er fastur undir göngunum þar sem mislægu gatnamótin eru. Þar er trailer fastur. Þar fyrir ofan göngin er mjólkurbíll fastur og olíubíll rétt hjá. Svo er alveg haugur af fólksbílum þarna niður eftir öllu,“ segir Árni Pálsson, hjá Snilldarverki, sem er einn þeirra sem kemur að snjómokstri í Þrengslum og á Hellisheiði. Tugir bíla sitja fastir í sköflum í Þrengslum. Árni var ásamt fleirum að leggja af stað í Þrengslin nú rétt fyrir hádegi.
22.02.2022 - 12:37
Mikill snjór á Hellisheiði - bílar fastir í Þrengslum
Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð og óvíst hvenær unnt verður að ryðja og opna. Mikill snjór, bæði blautur og þungur, er á Hellisheiði, segir Ágúst Sigurjónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. Ágúst segir veðrið slæmt á láglendi en enn verra uppi á heiðinni og skyggni sé nánast ekki neitt. Um leið og veður fer að lægja verður reynt að moka.
22.02.2022 - 10:21
Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð
Vegir eru víða lokaðir vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gærkvöld. Enn eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi um mest allt landið og verða fram eftir degi.
22.02.2022 - 08:08
Vegurinn um Kjalarnes opinn fyrir umferð að nýju
Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju. Hann var meira og minna lokaður í dag og í nótt vegna fannfergis og ófærðar.
Óvenjuleg tíð á Suðvesturlandi
Óvenjuleg tíð veldur því að erfitt er að halda veginum yfir Hellisheiði opnum þessa dagana. „Það snjóar gríðarlega mikið og áttirnar eru þannig að það kyngir niður á Hellisheiði og er mikið fannfergi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann segist halda að þetta séu aðstæður sem reiknað er með á kannski fimm eða sex ára fresti.
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Sérfræðingar rýna í jarðskjálfta á Þrengslasvæðinu
Sérfræðingar rýna nú í tvo nokkuð stóra jarðskjálfta sem urðu við Þrengslin síðastliðna nótt að sögn Böðvars Sveinsonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni. Tveir skjálftar af stærðum 2,6 og 2,9 riðu þar yfir síðastliðna nótt.