Færslur: Þrælahald

Mo Farah var seldur mansali til Bretlands á barnsaldri
Sir Mo Farah, einn dáðasti og mesti afreksíþróttamaður Breta fyrr og síðar og margfaldur heims- og ólympíumeistari, var fórnarlamb mansals og fluttur til Bretlands með ólögmætum hætti á barnsaldri. Þetta kemur fram í heimildarmynd um hlaupastjörnuna, sem sýnd verður á BBC á miðvikudagskvöld.
12.07.2022 - 07:35
Jamaíka vill verða lýðveldi segir forsætisráðherrann
Jamaíka hefur áhuga á því að verða lýðveldi voru skilaboð Andrew Holness forsætisráðherra Karíbahafseyjunnar til þeirra Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge á fundi þeirra í gær.
Mótmæli við komu Vilhjálms og Katrínar til Jamaíku
Fjöldi mótmælenda tók á móti Vilhjálmi Bretaprinsi og Katrínu hertogaynju af Cambrigde eiginkonu hans í Kingston, höfuðborg Jamaíku, í gær. Fólkið krefst formlegrar afsökunarbeiðni fyrir þátt bresku konungsfjölskyldunnar í þrælaverslun fyrri alda.
Íhuga að auðvelda afkomendum þræla að skipta um nafn
Borgaryfirvöld í Utrecht í Hollandi íhuga nú hvort rétt sé að þau greiði fyrir þá afkomendur þræla sem vilja breyta eftirnafni sínu. Á nýlendutímanum voru margir þrælar látnir taka upp eftirnafn eigenda sinna, plantekranna, eða afbrigði af hollenskum eftirnöfnum.
12.09.2021 - 06:51
Sjónvarpsfrétt
Segir þrælahald erfðasynd Bandaríkjanna
Bandaríkjaþing hefur samþykkt að 19. júní verði framvegis opinber frídagur. Bandaríkjamenn af afrískum uppruna hafa lengi minnst afnáms þrælahalds þennan dag.
19.06.2021 - 19:21
Sagan af Washington Black - Esi Edugyan
Bók vikunnar á Rás 1 er skáldsagan Sagan af Washington Black eftir kanadíska rithöfundinn Esi Edugyan. Hún er óhugnanleg lýsing á þrælahaldi í Karíbahafinu og þroskasaga ungs manns í leit að frelsi og tilgangi en einnig spennandi ferðasaga þar sem andi ævintýraleiðangra franska rithöfundarins Jules Verne svífur yfir vötnum. Edugyan var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna fyrir bókina árið 2018.
29.10.2020 - 10:44
Mississippi-ríki hyggst breyta ríkisfánanum
Báðar deildir ríkisþingsins í Missisippi í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp í gær sem gerir ráð að gunnfáni Suðurríkjanna verði fjarlægður úr fána ríkisins.
29.06.2020 - 00:25
Myndir af þingmönnum fjarlægðar á Bandaríkjaþingi
Myndir af fjórum þingmönnum Bandaríkjaþings á 19. öld voru teknar niður af veggjum þinghússins í gær. Mennirnir gegndu allir herþjónustu í Suðurríkjasambandinu á sínum tíma. Þeir höfðu allir verið forsetar fulltrúadeildar þingsins, en það var núverandi þingforseti, Nancy Pelosi, sem skipaði svo um að myndirnar yrðu teknar niður.
19.06.2020 - 06:42
Tengsl fínustu háskólanna við þrælahaldið
Í æ meiri mæli rannsaka bandarískir fræðimenn tengsl bandarískra háskóla við þrælahaldið sem þar viðgekkst á öldum áður. Meðal skólanna eru þeir allra merkustu, skólar sem teljast til „Ivy League“ flokksins svokallaða.
17.03.2017 - 16:10