Færslur: Þorvaldur Þórðarson

Myndskeið
Hrauná með boðaföllum í Nátthaga
Hraunflæðið frá gígnum á Reykjanesskaga hefur breytt um stefnu og flæðir nú í Syðri-Meradali og þaðan niður í Nátthaga. Daníel Páll Jónasson tók myndskeið af hraunfossinum rétt fyrir hádegið. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er staddur í Nátthaga og segir hraunfossinn niður í Nátthaga tilkomumikinn. „Hraunið rennur niður hlíðina í skemmtilegum boðaföllum,“ segir Þorvaldur.
Reglulega gýs á sjávarbotni og enginn tekur eftir því
Varðskipinu Þór var í gærkvöldi siglt vestur undir Krýsuvíkurberg til þess að kanna hvort þar væri mögulega hafið eldgos á hafsbotni. Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning frá vegfarenda um dökkgráa reykjarstróka úti á hafi.
Myndskeið
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman
Í stað þess að tala um að eldgosið á Reykjanesskaga geti staðið í nokkra mánuði verður að huga að stærri mynd - því gosið gæti varað árum saman, segir eldfjallafræðingur. Haldi gosið áfram í áratugi gæti hraunbreiðan náð yfir Grindavík og virkjunina í Svartsengi. 
Viðtal
Örfáir metrar í að Geldingadalir fyllist
Aðeins eru örfáir metrar í að Geldingadalir fyllist og það fari að flæða úr þeim. Lengra sé í að Meradalir fyllist en hraunið hafi náð um tíu metra þykkt að jafnaði og þekur þar dalinn allan. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, í viðtali við fréttastofu í dag.
Spegillinn
Gott líf í vaxtarjöðrum hraunsins í Nátthaga
Það er gott líf í vaxtarjöðrunum í hrauninu í Nátthaga, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Hraun rennur enn ofan í dalinn, þó að rennsli hafi stöðvast í sumum hraunánum og storknað hafi yfir aðrar.
„Slettuvirkni“ í gosinu
Framleiðnin í eldgosinu í Geldingadölum er söm en virknin er að breytast. Eldfjallafræðingur segir gíginn hafa tekið upp einhvers konar slettuvirkni. Eins og staðan er núna á hraunið langt í land með að fylla Nátthaga en nái hraunið að bæta flutningskerfið með einangruðum hraunrásum gæti það verið fljótara að fylla Nátthaga.
Þyrfti að gjósa í mörg ár til að stór dyngja myndist
Eldgosið við Fagradalsfjall þyrfti að haldast stöðugt í áratugi til að mynda stóra dyngju. Fátt bendir til að það ógni byggð á næstu árum nema flæðið breytist. Eldfjallafræðingur segir að þetta geti hentað vel fyrir ferðamenn ef gosið heldur áfram. Rennslið úr gígnum hefur haldist stöðugt, með 5 til 10 rúmmetra flæði á sekúndu, síðan það hófst á föstudagskvöld.