Færslur: Þorsteinn Vilhjálmsson

Neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum fyrir 1900
„Ég held að það sé trúnaður leggjandi á þær upplýsingar að lærðaskólapiltar hafi notað, keypt og selt smokka sín á milli. Það hafi semsagt farið fram neðanjarðarsala á smokkum í Lærða skólanum rétt fyrir aldamótin 1900,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, fornfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans Kaupstaðasótt og Freyjufár í nýjasta hefti Sögu - tímarits sagnfræðingafélagsins.
Mikilvæg heimild fyrir hinsegin sögu og fræði
Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar nú upp dagbók Ólafs Davíðssonar í heild sinni. Hún var fyrst gefin út árið 1955 undir heitinu „Ég læt allt fjúka.“ Nema hvað, sú útgáfa gefur lesanda aðeins brotabrot af raunverulegum hugarheimi Ólafs. Kaflar er lúta að kynhneigð hans voru nefnilega látnir fjúka út úr bókinni áður en hún var gefin út.